Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0131-132)
Úr Sigurdurmalari
- Handrit: XXX Bréf XXXX
- Safn: XXX
- Dagsetning: 20. júní 1859
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson málari
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Guðbrandur Vigfússon
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXXXXXX
(Titill 1)
- Texti:
Texti:
Bls. 1
Reykjavík 20 juni 1859
Heill og sæll!
þakka þér firir bréfið
Lítið hefur borið til tíðinda síðan seinast
utan það að eg hefi þá dregið á pappír nokkra
þéttnefi sléttnefi brettnefi kráknefi
eg eins þringilnefjur og jóru söksins (ath) á meðan
firstu mindirnar vóru að komast í gáng, þáþájórtruðu og ældu og bauluðu víkur
beljurnar ifir þeim en síðan hefur þeirri
gaulan nokkuð lint, og nú eru flestir að
mestu ánægðir með það eg géri alt þettað
er hér í sambandi við einhvern móð, efmelastarþó lasta allir, ef ein lofar þá lofa
allir eingin eða fáir géta dæmt sjálfir, nokkuð
hefur samt aukist íþrótta tilfinning sæmr við þessar
fáu mindir; og er það gott, eg hefi mind að fáa
merku men en þá nokra tid: Björn Gunnlaugs
son og er það sú eina mind sem eingin hefur enn
sem komið er fundið að, Pétur prófessor
sáu Pétursson og konu hans Þór Arnason
Jón Guðmundsson og hans konu og dóttur
(kellingin var í öllum faldbúníng) sigríði unnustu
Gunnlaugs Blondals (í húfu búníng) gömul frú
Thorsteinsen Randerúp Apótekara
þorvald asgeirsson fra Lambastöðum
og fleira á prjónunum
Bls. 2
það vesta er að þeir men sem helst er þörf á
að minda eru ófáanlegir til þess til dæmis
gamli Skéfing og fleiri ef hann hefði feingist
þá vildi eg koma á einskonar röð af kénnara
mindum í skólanum; og hefðu men gétað með
því móti haft alla helstu kénara frá Bessastöðum
og Reykjavík og hefði þettað af sjálfu sér
gétað orðið að vana að kennarar eftirleiðis
létu minda sig; Lígt og hólabiskuparnir
forðum (ekki þarf nemað að birja)
þá allir gætu séð að þettað væri gagnlegt
þá hefur maður samt straumin allan á móti sér,
því deifð og tilfinningar Leisi í þess konar
er óstjórnleg eins hjá lærðum sem leikum
skrítin þótti mér búningssagan frá Munken
hún var samt góð og rétt, Lítið þokar mér
en áfram með búningin og litla von, hefi eg
enn; ennþó nokkra, hér ríður mest á að fara
hægt í öllu en flana ekki stefnulaust;
til að svala geði sínu á mönnum eins og
Hirðir okkar sæli, eg kvíði mest firir ef heili
þingmanna verður mjög kláðugur, mikið hefi eg
lesið af gömlum skiftabréfum máldögum og
kvæðum í vetur og hefi eg fiskað talsvert af
því hafðu nú vel og heilt og firir
gefðu pappírinn
Sigurðr Guðmundsson
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: handrit.is
- Skráð af:: Elsa
- Dagsetning: