Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0153-156)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 31. maí 2013 kl. 01:36 eftir Eoa2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. maí 2013 kl. 01:36 eftir Eoa2 (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': XXX Bréf XXXX * '''Safn''': XXX * '''Dagsetning''': 21. maí 1863 * '''Bréfritari''': Sigurður Guðmundsson málari * '''Staðsetning höfundar''': Reykjavík * '''Vi...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: XXX Bréf XXXX
  • Safn: XXX
  • Dagsetning: 21. maí 1863
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Guðbrandur Vigfússon
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

Texti:

Bls. 1

               
Reykjavík 21 Mai 1863
góðivin
Fátt er þér í fréttum að for telja
hér hefir so að segja ekkert gérst til
titla né tíðinda í lángan tíma og ætla
eg ekki að orð leingja það, allar fram farir hér
að minsta kosti fara ekki meir enn lestagáng, ef
men áannað borð eru sodjarfir að segja að
þær drattist úr sporonum enda er sind að
segja að lestrekar þjóðarinnar hérna hátti
sig hása. eg hefi litið gért síðan sem
miðar til gagns eins og aðrir góðir men,
enda er á þessum dögum heldur ervitt
að koma ár sinni firir borð, hvar sem maður
vill kippa í þá stendur alt fast, annað
hvort af fátækt, eða hirðuleisi, eða stjórnleisi,
eða taktleisi etc. eg vona samt að hér komi
einkver breiting á. hér er ekki annað að géra
enn að reina að hafa eitthvað að spila út þegar
tækifæri bíðst og grípa það eins og við gérðum
þegar skála mindirnar í Njálu vóru gérðar
það gétur orðið einhverjum til gagns.
þú veist víst að eg gérði kort af þingvelli firir
Daseut og margt fleira sem eg vona að verði
prentað, en samt er eg í óvissu um það enn,
þó tími sé síðann, og leiðist mér sú óvissa,
þó það sé ekki til mikils að hlakka firir mig því
efalaust eru margir gallar á því, þá gétur það samt
géfið öðrum ímsar bendingar, og neitt þá til að hugsa
um það mikilvæga málefni, og þess vegna hefði

Bls. 2

               
viljað að það hefði komið sem first.
því það eru mindirnar sem men þurfa því í margar
stefnur hafa men feingið nóg af ritgjörðum
enn ritgjörðir um margar greinir af okkar forn-
fræði er óhugsandi og ekki til neins að géra
án minda. það er eg farin að komast að raun
um, en það höfum við til allrar óhamingju ekki
efni til, sleppum nú því.
gerðu mér þann mikla greiða ða komast eptir hvort
til er í handritum af fornyrðum Páls vídalíns
athugasemdir um atgeira breiðaxir og hálfþynnur
undir orðinu skyldarvopn forn.g. bls 654 og ef það
væri til þirti eg nauðsynlega að fá uppskrifað baræstaum (ath*)
það þrent. þar næst þarf eg að vita hvað gamalt
handrit er til af ölkofra þætti því á honum
má mart græða sem ekki er annar staðar og
altjend er hann eldri enn sögusögn manna.
eru ekki öll handrit af stjórn Islensk og
frá 14 öld þau vönduðu? í A. M. safninu
hvað er gamalt það skrautlega og gilta handrit
af gulu þings lögum sem er á kunnuglegu bibl.
er það Islenzt eða frá Noregi?
hvað er gamalt handritið A.M. 345 infolio
og 147.4 tó. og 62 infolio og 343 infólíó
þettað alt væri mér mjög nauðsinlegt að vita um
og kann að géta orðið gagn að því með tímanum
því eg vil vera einlægur við kolan að halda
altaf ennhvað í áttina þó smátt gángi

Bls. 3

               
hugsaðu til mín við hentugleika um
þettað. það er skaði firir okkur hérna
að við höfum ekki registur yfir A.M.
safnið með aldri handritanna því það
er nauðsinlegt til hvers sem þarf að
brúka þau, og þá mætti fullyrða að allir
væru miklu nær safninu
firirgefðu alt krabblið þinn vin
Sigurðr Guðmundsson




  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning:

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar