1 bréf (CAtilSG-64-05-10) Bréf til Forngripasafnsins

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 28. júní 2013 kl. 12:17 eftir Edda (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júní 2013 kl. 12:17 eftir Edda (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': B/1 1864, 5 Bréf Carl Andersen til Sigurðar Guðmundssonar * '''Safn''': Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands * '''Dagsetning''': 5. október 1864 * '''Bréfritari''...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: B/1 1864, 5 Bréf Carl Andersen til Sigurðar Guðmundssonar
  • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
  • Dagsetning: 5. október 1864
  • Bréfritari: Carl Andersen
  • Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson, Forngripasafnið
  • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

  • Lykilorð: Forngripasafnið, bænaskrá, stjórnin
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Thomsen, Jón Sigurðsson, Jón Árnason

Höfn 5 Okt 1864

  • Texti:

bls. 1


[Í vinstra horni stendur með hendi Sigurðar:]
Svarað 26 okt

Höfn 5 Oct 1864

Góði vin!
Fyrst og fremst verð jeg þá að þakka þjer fyrir
það traust, sem þú hefir sýnt mjer með að
að skrifa mér víðvíkjandi ýmsum upplýsingum
um ástandið í forngripa safninu – en því er nú ver og
miður að jeg er ekki vel kunnugur þar, því jeg er ekki,
einsog þú heldur, neitt búndinn við það. Þó skal
jeg við tækifæri gefa þjer upplysingar um það,
sem þú vildir vita. En jeg get þó styrkt ukkur
samt. Jon Sigurðsson bað mig að koma brjefinu
ykkar til Confer. Thomsens á framfæri, og jeg
fór þá til hans og las það upp fyrir honum og það
gladdi gamla karlinn (það var líka mikið vel
ritað). Jeg á þá að heilsa ukkur frá honum
og segja ukkur, að með vorskipinu skuli hann

bls. 2


með ánægju senda ukkur sitt hvað og styrkja
fyrirtæki ykkar sem bezt hann má. Núna
getur hann það ekki; því hann hefur verið
lazinn um tíma og jafnvel legið rúmfastur.
En han. gæti ef tilvill hjálpað ukkur einnig
á annan veg. g jeg skal segja ukkur hvernig:
Skrifið þið núna ??bænaskrá til stjórnar-
-innar um 300 rdl styrk – eins og þið áður
hafið farið fram á – og sendið hana til mín;
þá skal jeg fara til hans og máske fá hann
til að mæla fram með henni; hann hefur,
einsog þú veitst, mikið að segja, í þess konar
efnum. En gjörið það fljótt, með þessari
ferð. Heilsaðu kærlega Jóni Árnasyni frá
mjer, með vorskipinu ætla jeg að skrifa
honum. Forláttu þetta klór, en jeg drukkna

bls. 3


í útrjettingum þessa dagana og sje ekki útúr því,
sem jeg hefi að gjöra.
Þinn einl vin
Carl Andersen

bls. 5


288
Herra Sigurði málara Guðmundssyni
Reykjavík


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: júní 2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar