C.E. Wessel
Source: [[1]] Links: [Weilbachs Kunstnerleksikon] [2]
Smelltu hér til að finna Carl Emil Wessel í þessu safni.
Æviatriði
Carl Emil Wessel (1831-1867), danskur arkitekt. Vinur Steingríms Thorsteinssonar og Sigurðar Gu[mundssonar í Kaupmannahöfn.
Wessel skrifar Sigurði langt bréf 31. okt. 1861, rifjar upp gömul kynni og mælist til bréfaskipta. Segir þar m.a.: „. . . .Det gaaer vel neppe nogen Dag uden jeg faaer Leilighed til at tænke paa dig enten ved at finde et eller andet Stykke Papier du engang har glemt hos mig med en Tegning paa, eller ved at betragte mit Port- rait som du tegnede. ..." Wessel hefur verið samtíða Sigurði við Listaháskólann10 og þeir kynnst þar. Engar tiltækar heimildir greina hvað um mynd þessa hefur orðið, sem hefur sennilega verið blýantsteikning.