8 greinar: Þjóðólfur, 17-20, 1888
- Höfundur: Helgi E. Helgesen
- Títill: Sigurður Guðmundsson málari
- Birtíst í: Þjóðólfur, tbl. 17-20
- Staður, Ár: Reykjavík, 1888
- Rafræn útgáfa: Timarit.is
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Tilvitnun: Helgi E. Helgesen 1888. “Sigurður Guðmundsson málari.” Þjóðólfur 17-20 (1880), APA, Endnote ref. (export/download)
- Lykilorð:
- Efni: Æska Sigurðar og vera í Kaupmannahöfn (I), Stofnun Forngripasafnsins og starfi Sigurðar við safnið (II, III), starfið Sigurðar í Reykjavík og dauði (IV)
- Nöfn tilgreind: Benedikt Gröndal,
- Texti:
Þjóðólfur, tbl. 17, 65-66
bls. 65
Sigurður Guðmundsson málari.
I
Æska Sigurðar og vera í Kaupmannahöfn.
Þjóðhátíðin var haldin sumarið 1874, en um haustið eptir, þúsundasta ár Íslands, dó Sigurður málari, einum vetri meir en fertugur, og þá átti Ísland að sjá á bak ágætismanni, sem annars staðar myndi hafa hlotið frægð og fje, en hjer fann lítil laun. Þá hafði danska stjórnin öll fjárráð hjer á landi, en Sigurður kunni eigi að smjaðra nje hræsna, og því lifði hann við svo mikla fátækt, að þeim rennur til rifja, sem um það hugsa, og það kveikir gremju og sorg að hugsa til þess, að annar eins listamaður, fræðimaður og einlægur ættjarðarvinur og hann var, skyldi deyja fyrir það, að hann varð að vinna í nístandi vetrarkulda, fyrir það að hann hafði eigi efni á að hita upp herbergið, þar sem hann sat við starf sitt. Á þeim sama tíma, sem danska stjórnin mokaði fjenu í Gísla Brynjúlfsson, og brúkaði fje landsins til að halda uppi níðritum um þjóð og þing og Jón Sigurðsson, fjekk Sigurður málari enga viðurkenningu og það er sagt, að þegar Sigurður var dauðvona við þjóðhátíðina á Þingvöllum, þar sem hann sagði fyrir hvernig ætti að prýða konungstjaldið, binda blómsveiga o. s. frv., hafi Kristján IX. viljað veita honum heiðurspening úr gulli, en þá hafi landshöfðingi afstýrt því með því að segja, að slíkt mætti eigi viðgangast, því að hann væri bæði „dum og doven" (heimskur og latur). Þá varð Randrúp riddari! En hverfum frá þessu, sem að eins vekur gremju og sorg.
Sigurður Guðmundsson er fæddur 9. mars 1833. Gáfur og fyndni og makalaus náttúra til að teikna og tálga myndir, vöktu almenna eptir tekt á honum meðan hann var í uppvexti. Menn hafa ýmsar sögur um þetta enn þá í Skagafirði, þar sem hann var borinn og barnfæddur.
Þetta er ein sagan. Þegar Sigurður var barn 10 eða 11 vetra, var hann með fullorðnum manni að reka lömb. Kom hann þá að Flugumýri til Ara læknis Arasonar og var boðið inn í stofu. En í stofunni hjengu margar myndir af ljómandi fallegum hestum og sjerstaklega var einkar fögur mynd fyrir ofan rúm, sem var í stofunni, af gráum hesti á harða stökki. Sigurði þótti þessi mynd falleg og hafði ekki augun af henni, en þegar heim kom, teiknaði hann mynd svo líka að allir undruðust, sem sáu.
En kunnust er sagan um brjóstmynd, sem Sigurður gjörði af Gísla Konráðssyni, svo líka, að allir dáðust að. Sigurður var sonur bláfátæks bónda, en það er nóg að segja þetta, til þess að menn skilji, hvort ekki hefur þótt mikils vert um hann, að 16 ára fór hann til Khafnar, og komst eptir ýmisleg æfintýri á „Kunstakademíið“; stundaði hann þar málaralist af alefli og hlaut margra manna lof og velvild ágætustu málara. Olíumyndir af Íslendingum, sem hann ljet á niálarasýningar í Khöfn, vöktu allmikla eptirtekt, og hugðu menn bæði af þessu og hversu honum gekk framúrskarandi vel á „Kunstakademíinu", að hann myndi verða hinn frægasti málari. — Um þessar mundir gjörði hann einnig lágmynd af Jóni Eiríkssyni, furðu vel gjörða.
Meðan Sigurður var á „Kunstakademíinu", kom upp hjá honum sú hugsun að verða sögumálari; hann vildi mála viðburði úr fornsögunum, og það eru ýmsar myndir til eptir hann frá þessum tíma. Þá teiknaði hann Gísla Súrsson og draumkonuna, mjög fagra mynd, sem menn vita ekki hvar vera muni, og þá teiknaði hann Guðrúnu Ósvífursdóttur eptir víg Bolla, þegar Helgi Harðbeinsson þerrði blóðugt spjótið á blæjuhorni hennar, og fleiri myndir. En það er undarlegt, hvernig þetta dró til annars. í „Hugvekju til Íslendinga", sem Sigurður málari skrifaði 1862 og verður síðar minnst á, segir hann: „Jeg vil leyfa mjer að spyrja góða menn, hvernig ætti sögumálari að mála viðburði úr okkar fornsögum, ef hann hefði enga hugmynd um búninga, vopn, húsakynni og skip fornmanna, því að allir vita, að þeir gengu ekki naktir, og að allir söguviðburðir urðu að ske á sjó eða landi, inn í húsuni eða undir opnum himni, en ekki uppi í himninum. Til þess að geta þetta, þurfa menn einmitt forngripasafn".
Hvað verður sá að gjöra, sem ætlar að róa á sjóinn, þegar enginn bátur er til, eða sá sem ætlar að fara að slá túnið, þegar ekkert er orfið eða ljárinn til? Hann verður að fara að smíða bátinn, orfið og ljáinn. En hjer var meira að smíða en orf eða ljá. Ef Sigurður málari hefði verið óvandaður maður, þá hefði hann málað fornmenn í einhverjum og einhverjum búningi, en þetta gat hann ekki, og því hlaut hann að fara að rannsaka sögurnar, rit um búninga og leif'ar af fornmenjum. Arið 1857 kom á prent í Nýjum fjelagsritum ritgjörð eptir Sigurð: „Um kvennbúninga á íslandi" með þessum einkunnarorðum:
„Áður sjerhver fald bar frú,
falleg þótti venja sú".
Þá var hann 24 ára að aldri og hafði þá varið tíma sínum til að nema málaralistina, en það má nefna ritgjörð þessa, sem dæmi til þess, hve mikill eljumaður hann var, að þá hefur hann verið búinn að lesa flestallar fornsögur vorar og rannsaka handrit, myndir á söfnum í Khöfn, rímur og kvæði á öllum öldum fram undir vora daga, og mynda sjer ákveðnar hugmyndir um búning kvenna á íslandi, og hafði ritgjörð hans hin mestu áhrif á allar konur, sem nokkuð voru íslenskar í anda um það leyti.
En svo verður að nefna annað, sem verður að koma til skoðunar áður en lengra er farið út í æfiferil Sigurðar, og það er hans brennandi ættjarðarást, sem að einu leytinu veldur því, að danska stjórnin og hinir ráðandi höfðingjar ljetu hann og fyrirtæki hans fara á mis við þá hjálp og aðstoð, sem annars hefði mátt búast við, og að hinu leytinu veldur því, að hann afrekaði það, sem uppi mun verða meðan landið er byggt. Hvers vegna fór Sigurður eigi að mála danska skóga og danska menn, þegar hann kom af „Kunstakademíinu"? Það er að eins ást á Ís[landi]
bls. 66
sem olli því, að hann vildi verða sögumálari og mála viðburði úr fornsögunum, og sama ættjarðarást kemur fram í ritgjörðinni um kvennbúningana, því að þegar hann er búinn að rannsaka, hvernig búningurinn var, getur hann ekki að sjer gjört að snúa sjer að búningnum eins og hann er 1857. Það á ekki illa við að minnast nú á þessum tímum þessara orða Sigurðar málara:
„Allir vita, að búningurinn er mjög farinn að breytast, og það til hins verra að mörgu leyti, og allt bendir á, að menn munu þurfa að halda í taumana á þjóðerni voru, bæði í smáu og stóru, ef duga skal; því að allt horfir til breytingar í landinu; en menn verða að gæta þess, að betur fari þá breytt er, en ekki taka báðum höndum móti öllu útlendu, hvernig sem það er, og sleppa því, sem er innlent, og á vel við þjóðerni og landshag í alla staði. Í þessu máli og öðru ríður á að gæta meðalhófsins". Ritgjörð þessi hefur haft mjög mikil áhrif og studdi einna mest að því, að ísl. búningurinn tók stakkaskiptum til hins betra, svo að nafnfrægir fagurfræðingar eins og Theodor Fr. Vischer1 tekur íslenska búninginn í riti sínu: Um „móðinn" sem sýnishorn af fögrum þjóðbúningi, gagnvart hinum ósmekklega búningi kvenna í útlöndum, danska búningnum. Hefðu íslenskar meyjar og konur gott af að lesa ritgjörð þessa, til þess að læra, hvernig þær eiga að halda búningnum þjóðlegum, haganlegum og fögrum, svo að ekki íari fyrir þeim eins og kvennfólki því, sem Sigurður talar um að hafi aflagað húfubúninginn „þó búningur þessi sje fagur", segir hann, „þá hefur konum vonum fremur tekist að aflaga hann með alls konar hófleysum, með því að hafa skúfhólkana eins stóra, og hólka á meðal kvennkeyri, svo þessi þungi hólkur togar húfuna niður af höfðinu. Það er fagurt að sjá mátulega langan skúf og hólk, en eins ófagurt er það, þegar hann er of langur eða of stór, og allt þess háttar hófleysi eiga menn að varast, því með því má skemma allt það, sem annars er ágætt. En þessi eru niðurlagsorð í ritgjörðinni: „Látið því faldinn ættmæðra yðar vera yðar heiðursmerki, af því að þær báru hann á undan yður á höfðum sjer, sem sigruðu flestar konur með vitsmunum, tryggð, kurteisi og skörungsskap, en gætið yðar, ef þjer ætlið að kasta honum, að þjer ekki kastið um leið þjóðerni, tryggð og skörungskap hinna fornu kvenna".
Það má sjá af þessari ritgjörð, að Sigurður hefur þá verið farinn að rannsaka karlmanna búninginn. „Jeg skammast mín" segir hann, „af því að jeg er Íslendingur og einn af karlmönnunum, að ljósta upp þeim óhróðri, að hann er ekki umtalsverður sem þjóðbúningur. Af fornbúningnum er nú ekki eptir nema einstaka slitur, og það er þá sitt á hverju landshorninu. Svona hefur nú farið um þessa grein þjóðernisins". Seinna ritaði hann svo: „Um búning karlmanna til 1400", og er það rit óprentað. Um vorið 1856 kom Sigurður til íslands, ferðaðist hann þá uni og bjó til myndir af mönnum, en um haustið fór hann aptur til Khafnar og starfaði þá af miklu kappi. Á ferð sinni á Íslandi, hafði hann haldið spurnum fyrir forngripum, og eptir að hann kom aptur, fór það að verða honum ljósara og ljósara, hversu nauðsynlegt væri að stofna hjer forngripasafn, og svo segja vinir hans, að opt hafi hann þá talað um þetta. Var hann nú jafnframt að hugsa um að skrifa „Kultur-sögu" Íslands og rannsakaði hann nú með mesta áhuga söfnin í Khöfn, og fór að skrifa mönnum og grenslast eptir forngripum hjer á landi, og fullkomnaði sig í málaralistinni.
Vorið 1858 kom hann aptur til Íslands og málaði menn eins og 1856. En nú kom lítið atvik fyrir. Sigurður var allra manna hreinlyndastur. Hann sagði ávallt skoðun sína afdráttarlaust og það opt með skýrum orðum og skorinorðum, en hins vegar var hann og ágætur drengur og vildi gjöra vinum sínum allt gott, sem hann gat. Þá var það, að maður, sem Sigurður skoðaði alúðarvin sinn, tældi hann til að lána sjer 400 kr. af því fje, sem hann hafði unnið sjer inn um sumarið. Sigurður ætlaði fje þetta til siglingar, en þegar hann þurfti á því að halda, þá var ekkert hjá „vini" hans annað að hafa en svikin. Sigurður hafði ætlað að stunda „Kultursögu" í Khöfn og fullkomna sig enn meir til að verða sögumálari. En nú fór svo, að Sigurður gat eigi siglt og neyddist hann því til að verða hjer í Reykjavík. Sigurði var nú hrundið út af braut sinni 25 ára að aldri fyrir lúaleg svik vinar síns, sem síðan hefur kveðið mikið að, en alstaðar reynst samur við sig. Fyrst eptir að Sigurður var sestur að í Reykjavík, sem þá var helmingi verri en hún er nú, var hann að mála andlitsmyndir af mönnum og altaristöflur, og tók þetta í fyrstu með allmiklu kappi. En hann hjelt þetta eigi lengi út. Enginn getur búist við, að söngfugl syngi í vetrarhríðum, segir Benedikt Gröndal, og líkt mátti heimfæra upp á Sigurð. Hann var eins og allir framúrskarandi listamenn og skáld eru, hann gat ekki starfað nema andinn byði honum það, en föðurlandsást hans fann enga fullnægju í þessum andlitsmyndum og altaristöflum. Málaraandinn kom sjalduar og sjaldnar yfir hann. Lífið hjer í Reykjavík gat ekki borið listamann. Áhugi hans fór að stefna að öðru. En það, sem þá einna mest tók áhuga Sigurðar fanginn og batt hann við Reykjavík, var Forngripasafnið, og munum vjer skýra frá því í næsta blaði, hvernig stofnun þess komst á.
1) Theodor Pr. Vischer er einhver frægasti fagurfræðingur á Þýskalandi á þessari öld, fyrst háskólakennari í Tübingen, Zürich og seinast í Stuttgart. Aðalrit hans er: „Æsthetik oder Wissenschaft des Schönen" (3 bindi, 1847—58). Rit hans Um „móðinn" kom út á dönsku í Khöfn 1880.
Þjóðólfur, tbl. 18, 69-70
bls. 69
bls. 70
Þjóðólfur, tbl. 19, 73-74
bls. 73
bls. 74
Þjóðólfur, tbl. 20, 77-78
bls. 77
bls. 78
- Athugasemdir:
- Skráð af: o.
- Dagsetning: 28.07.2011