Bréf (SG02-201)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 11. september 2015 kl. 13:56 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2015 kl. 13:56 eftir Olga (spjall | framlög) (Bréf (SG02-201) Þorleifur Jónsson færð á Bréf (SG02-201))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Lykilorð:
  • Efni: „Ekki er hér um eiginlegt bréf að ræða, heldur er þetta listi yfir forna gripi í fórum Þorleifs. Þessir hlutir virðast eiga fara á forngripasafnið? Bréfinu fylgir umslag og er á því innsigli heilt, svo og vísur og riss eftir Sigurð.“ Safn Sigurðar Guðmundssonar Aðfangabók Þjóðminjasafnsins, bls. 65-66 (Sarpur, 2015)
  • Nöfn tilgreind: Guttormur Vigfússon, Sæunn Einarsdóttir, Ásmundur Pálsson prestur á Auðkúlu, Jarðþrúður Jónsdóttir Benediktsen, Jón Sigurðsson prestur í Holti í Önundarfirði, Gunnar Pálsson prófastur í Hjarðarholti, Gunnar Pálsson prófastur í Hjarðarholti, Sigurður Þorleiffson prestur í Hjarðarholti, Þórður Þórðarson prófastur í Hvammi, Þorsteinn Þórðarson prestur, Einar Þórðarsson prestur, Ingibjörg Magnúsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir kona Séra Benedikts Hannessonar.

Texti:

bls. 1


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

Listi

yfir nokkrar fornmenjar frá Hvammi

1. Skorinn kistill skrálæstur; Hann kom í

eigu Mad. Sæunnar sál Einarsdóttur circa

1776, þegar hún var þjónustustúlka hjá móður

bróður sínum Ásmundi presti Pálssyni á

Auðkúlu; áður laungu fyrri hafði þessi kistill

verið eign þeirrar, sem fángamarkið á honum

sýnir, sem eg man ekki að greina; en hvenær

hún sagði, að þar nyrðra hefðu verið settir á hann

nýar lamir og skrá, man eg ekki heldur.

Sæun sal. var seinni kona föður míns sáluga.

2. Stokkur skorinn með upphleyptum rósum var

upphaflega kominn úr eigu Mad. Jarðþrúðar

Jónsdottir Benediktsen, sem línskríni, þegar

hún var heimasæta hjá föður sínum Jóni presti

Sigurðsyni í Holti (undir) i Önundafirði, circa

1790, og þegar hún kom hjer á slóðir að Arnarbæli

gaf hún stokkinn vinkonu sinni; hann kom fyrst

fyrir sjónir á vissum bæ, sem ljósberi í fjós.

3. Skápgarmur: hann var úr eigu Gunnars

profasts Pálssonar í Hjarðarholti, og mun hafa

fluttst með honum þángað frá Hólum í Hjaltadal

1753, en fjell í eigu Sigurðar prests Þorleifssonar

ásamt öðru fleiru þegar hann 1794 tók þar við brauð-

inu. Skápinn vantar lokið sem hefur enn ekki fundist.

4. Rúmfjöl skorin með höfðaletri; hún hefur sinn

bls. 2


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


uppruna frá Þórði prófasti Þórðarssyni 1724,

hjer i Hvammi, og hjelzt við hjá sonum hans

hjer, prestunum Þorsteini og Einari, uns farðir minn

sal. tók við, og eg eptir hann.

5. Trafa keflið: það mun hafa komið að

norðan, með stjúpu minni, einsog no1.

6, Prjónastokkur: Hann var úr eigu – að mig

mig minnir – tengdamóður minnar, prests-

ekkiu Ingibjargar Magnúsdóttur; einsog

7. Flosstóll[1] – sem enn er hjer heima – sem hún

eignaðist á Hamraendum í Miðdölum,

þegar hún var þar þjónustu stulka hjá föður

systur sinni Þorunni Ólafsdóttur, konu Síra

Bened. Hannessonar um 1760, sem var orð-

lögð handiðnarkona.-

8, Stúfar hjeðan af úthöggnum kirkjuvind-

skeiðum, sem fyrri hefur verið fráskýrt, og

er hjer seinna fundin fjalarpartur af þeim

sem seinna á að senda ásamt no7.-

Þorleifur Jónsson

Umslag

Herra Sigurðr Guðmundsson málari

í Reykjavík

Falið á hendr Guttormi

Vigfússyni student á

presstaskólanum

til beztu skila.


[bakhlið]

2 flest á landi finst mér fernú verst,

flestir hafa af illu mest,

hrestar stupivíni hæfa best,

hesta sálir fyrir prest.

1fæstflest á landi finst mér verstbest

fæstir hafa’af illu mest;

hrestar staupi hæfa verst

hesta sálir fyrir prest.

[innsigli]

[teikningar af stólpum og mælingar]


  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: 6. 2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

  1. Vefstóll

Tenglar