Þjóðsögur: Vísur

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Leipzig, J.C.Hinrichs 1862.

  • Efni: huldufólk, búningur

Texti

bls. 129

Að síðustu set ég hér fáein ljóðmæli sem lýsa betur en allt annað sem ég hef séð búningi huldufólks. Eru fyrstu vísurnar þrjár skrifaðar upp vestur á Skarðsströnd 1858 af Sigurði málara Guðmundssyni.

1.

Skónála-Bjarni í selinu svaf;

segja vil ég þér nokkuð þar af:

Kom til hans álfkona fögur og fríð,

sá hann enga vænni um sína lífstíð.

2.

Á bláu var pilsi, en beltið var vænt

bundið um ennið silkiband grænt,

skautafald háan, hvítan sem ull,

á hendinni bar hún þríbrotið gull.


3.

Fæturnir voru rauðir sem rós,

rétt voru lærin fögur sem ljós,

hofmannastaðurinn hærður svo vel

sem hnakki á sólþurrum kópsel.




  • Skráð af: o.
  • Dagsetning: 10.2015

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar