Munur á milli breytinga „Þjóðsögur: Nykur“

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Lína 22: Lína 22:
  
  
Sú er saga til þess að nykur sé ekki bundinn við hestlíki eitt saman að úr þessu sama vatni kom einu sinni grá kýr stór og troðjúgra. En er átti að mjólka hana varð þess vart að klaufirnar sneru öfugt á henni eins og hófarnir á nykrinum; vildi þá enginn við hana eiga, enda varð kýrin þá svo ólm að hún kramdi barn eitt fyrir bóndanum til dauðs og hvarf síðan.<ref>Tekið úr Dr. Maurers Isl. Volkss. 33. bls., og sagði honum söguna Oddr bóndi Jónsson. Slíkar sögureru eingar nýsmíðar hér á landi, því Eyrbyggja-saga (Havniæ, 1787) hefir áþekka frásögn í 63. kap.</ref>  
+
Sú er saga til þess að nykur sé ekki bundinn við hestlíki eitt saman að úr þessu sama vatni kom einu sinni grá kýr stór og troðjúgra. En er átti að mjólka hana varð þess vart að klaufirnar sneru öfugt á henni eins og hófarnir á nykrinum; vildi þá enginn við hana eiga, enda varð kýrin þá svo ólm að hún kramdi barn eitt fyrir bóndanum til dauðs og hvarf síðan.<ref>Tekið úr [http://archive.org/stream/islndischevolks00maurgoog#page/n49/mode/2up Dr. Maurers Isl. Volkss. 33. bls.], og sagði honum söguna Oddr bóndi Jónsson. Slíkar sögureru eingar nýsmíðar hér á landi, því Eyrbyggja-saga (Havniæ, 1787) hefir áþekka frásögn í 63. kap.</ref>  
  
  

Útgáfa síðunnar 29. desember 2015 kl. 19:14


  • Efni: húsdýr, sækýr, nykrar, andlát og dráp

Texti

bls. 135

b) Sögur um nykurinn sem og nennir er kallaður eða vatnahestur eru þó enn ólíkari að eðli sínu álfasögum. Nykur er bæði í ám og stöðuvötnum og jafnvel á sjó. Hann er líkastur hesti að öllu skapnaðarlagi, oftast grár að lit, en þó stundum brúnn, og snúa allir hófarnir aftur, hófskeggin öfugt við það sem er á öðrum hestum; þó er hann alls ekki bundinn við þessi einkenni; hitt er honum eiginlegt að hann breyti

bls. 136

sér snögglega á ýmsa vegu að eigin vild.<ref>Sjá Snorraeddu. Arna-Magnúsonar útgáf. II, 122. bls. og. I, 606. bls., Reykjavíkur útgáf. 123. bls. Eggert Olafsens Reise, 55—56. og 711-712. bls.</ref> Þegar sprungur koma í ísa á vetrardag verða þar af dunur miklar; segja menn þá að nykurinn hneggi. Hann kastar fyli eins og hestar, en allt í vatni, en þó hefur það borið við að hann hafi fyljað hross manna. Það er einkennilegt við alla þá hesta sem undan nykur eru að þeir leggjast niður hvort þeim er riðið eða þeir bera bagga yfir vatnsfall sem vætir kvið þeirra, og hafa þeir þá náttúru af nykrinum því hann heldur sig á landi við ár og vötn sem ill eru yfirferðar; er hann þá spakur og tælir menn til að ríða sér yfir. Þegar það hefur borið við að menn hafi farið honum á bak hleypur hann óðar út í vatnið og leggst þar og dregur þá með sér, er á sitja, niður í vatnið. Ekki þolir nykur að heyra nafn sitt eða nokkurt orð er því líkist, þá tekur hann viðbragð og hleypur í vatnið. Trúin á nykra hefur verið um allt land, og því eru sögur um það nálega í hverju héraði að þeir eigi að vera í því eða því vatni eða þeirri og þeirri á, en trauðlega þó í þeim sem straumharðar eru. Í Grímsey fyrir norðan er það trú að nykur sé þar í sjónum og að hann hneggi er hann viti að eyjarskeggjar hafi sótt kú til meginlandsins; verða þær hamslausar af hneggi hans, stökkva í sjóinn og farast svo. Til þessa bendir og það að Grímseyingar hafa ekki árætt fyrr en nú á seinni árum að hafa kú í eynni.


Fyrir kemur það að nykur er nefndur kumbur; hvort sem af því er dreginn Kumbravogur eða ekki, þá er þó af því dregin Kumburtjörn hjá Skarði undir Skarðsfjalli í Landsveit. Ýmist þar eða í öðru stærra stöðuvatni hjá Háholti á að vera nykur. Úr Kumburtjörn kom einu sinni graðhestur grár í aðra hesta og fyljaði meri eina; folaldið sem hún átti varð stór hestur og hinn mesti valsgripur, en aldrei mátti ríða honum mjög djúpt í vatni því þá vildi hann leggjast niður.


Sú er saga til þess að nykur sé ekki bundinn við hestlíki eitt saman að úr þessu sama vatni kom einu sinni grá kýr stór og troðjúgra. En er átti að mjólka hana varð þess vart að klaufirnar sneru öfugt á henni eins og hófarnir á nykrinum; vildi þá enginn við hana eiga, enda varð kýrin þá svo ólm að hún kramdi barn eitt fyrir bóndanum til dauðs og hvarf síðan.<ref>Tekið úr Dr. Maurers Isl. Volkss. 33. bls., og sagði honum söguna Oddr bóndi Jónsson. Slíkar sögureru eingar nýsmíðar hér á landi, því Eyrbyggja-saga (Havniæ, 1787) hefir áþekka frásögn í 63. kap.</ref>


Svo stóð á að sóknarbændur áttu einu sinni að gjöra upp og hlaða kirkjugarðinn á Barði (aðrir segja á Holti) í Fljótum. Dag einn snemma voru þeir allir komnir þar til þess starfs nema karl einn; sá maðurinn þótti heldur grályndur og lítið við alþýðuskap. Leið svo fram á miðjan dag að karlinn kom ekki og þótti hinum að honum seinka. Um miðdegisbilið sáu þeir hvar karl kemur og teymir eftir sér gráan hest. Þegar


<references />

bls. 137

karl kemur verður hann fyrir hrakyrðum hinna er áður höfðu komið að hann kæmi seint í samvinnuna. Karl lét sér ekki óðslega og spyr hvað hann skuli vinna. Vill þá svo til að honum er skipað í flokk með þeim er flytja áttu hleðslu í garðinn, torf og strengi, og lætur hann sér það vel líka. Gráni var mjög úfinn og illur við aðra hesta er voru í torflestinni, sleit sig aftan úr þeim, beit þá og barði, og þar kom að enginn hesturinn hélzt við fyrir honum. Þetta þótti flutningsmönnum mein mikið og kom þeim nú saman um að leggja á hann þeim mun þyngra, en það kom allt fyrir ekki. Hann fór eins léttilega með helmingi þyngri klyfjar eins og áður og linnti ekki fyrr látum en hann hrakti úr höndum þeim alla aðra hestana, og varð hann þá einn eftir. Karl tók þá klárinn og lagði á hann eins mikið og áður hafði verið lagt á alla hina hestana í hveri ferð og fór með hann á milli, og var hann þá spakur. Þannig flutti hann á Grána alla hleðsluna í garðinn. En er því var lokið tekur hann beizlið fram af honum undir kirkjugarðinum, þar sem hann var nýhlaðinn, og slær með beizlinu á lendar hestinum í því hann sleppir honum. Við það kunni Gráni ekki, setur upp rassinn og koma báðar lappirnar á kirkjugarðinn er hlaðinn hafði verið upp um daginn, og hrundi stórt skarð í hann og hefur það aldrei staðið síðan hvað oft sem það hefur verið hlaðið unz farið var að hafa það fyrir ganghlið út í kirkjuna. En það sást síðast til ferða klársins að hann brá á leik er hann var laus og linnti ekki fyrr en hann komst í Hólmsvatn; þóttust þá allir vita að þetta hafði verið nykur.<ref>Saga er tekin eptir Sigurði málar Guðmundssyni Sbr. Dr Maurers Isl. Volkss. 33. bls .Sbr. og Landnámu II, 10. kap (Kh-útgáf 1843) 93-94. bls. og Snorra-eddu, 42. kap., í Reykjavíkur-útgáfunni. bls. 25-27.</ref>


<references />



  • Skráð af: o.
  • Dagsetning: 10.2015

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar