1 bréf (HBtilSG 73-21-06)

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: B/2 1873/7. (73-21-06) Bréf Halldórs Briem Reynistað til Sigurðar Guðmundssonar
  • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
  • Dagsetning: 21. júní 1873.
  • Bréfritari: Halldór Briem
  • Staðsetning höfundar: Reynistað
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson fyrir hönd Forngripasafnsins
  • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

  • Lykilorð: Forngripasafn, altaristafla, kirkjugripir, stjórn Dana
  • Efni: Halldór lýsir skilmálum þess að altaristaflan fáist til forngripasafnsins. Safnið þurfi að láta eitthvað annað af hendi sem verður að vera fallegt því að kirkjan er svo falleg. Halldór lýsir því kirkjunni og gripum hennar svo að Sigurður geti fundið eitthvað sem passar við. Stjórn Dana og Alþingi og birting lýsingar Sigurðar á Reykjavík í Norðanfara sem Halldór sendi þangað inn að Sigurði forspurðum.
  • Nöfn tilgreind:

Reynistað 21. júni 1873

  • Texti:

bls. 1


[Efst í vinstra horni stendur skrifað með hendi Sigurðar:]
svarað 2 júlí

Reynistað 21. júni 1873
Heill og sæll málari minn.
Er þjer ekki farið að leiðast eptir
brjefi frá mér? Þaðeröll von til þess
en jeg hef það mjer til afsökunar, að
jeg hef lengi verið veikur að undan-
förnu frá því seint í maímánuði fram-
an af þessum, það er þetta fjandans
kvef, sem sprettur upp þarna, þar sem
þú ert og flytst svo hingað á vorin,
og geysar einsog yfir allt eins eldur
í sinu. Um altaristöfluna hef jeg
talað við prófast og gjörir hann safninu
kost á henni með því skilyrði, að
kirkjan fá einhvern eiginlegan grip í
staðinn. Jeg fór eigi fram á að prófast-
ur tiltæki nákvæmar um gripinn, jeg ætlaði
að það væri eins gott að þú gætir ráðið

bls. 2


því sjálfur, hver gripurinn yrði. Mjer
var um og ó að senda þjer töfluna
beinlínis og taka kostinum, og hefði jeg
líkast til gjört það, ef jeg hefði eigi
verið svona lasinn. Nú er um
það að ræða, hver gripurinn skuli
verða. Kirkjuna vantar eiginlega allt,
en hún er fagur smíðuð og hæfa henni
eigi nema fagrir gripir. Jeg skal telja
xupp: Alarisklæði, hjálmur, ljósastjakar
(tvennir eru reyndar til en baðir ljótir)
Kaleikur, stjörnur í hvelfinguna, og þurfa
þær 380. Hvelfingin er samselt af spjöld-
um með listum á milli og eru spjöldin
380, hvert spjald er 8 þml. á hvern veg. Mjer
sýnist einna ráðlegast að láta kikjuna
fá stjörnur, þær mega og eiga að vera
smáar eptir náltúrunni, og ef þær kosta
8 skildinga hver, þá verður það 12rd. samtals.

bls. 3


Það er sjálfsagt að safnið er fátækt,
en er þetta frágangsök? Hina gripina,
sem jeg nefndi, hefur hún suma þótt ljótir sjeu. og sumir
eru svo fjarska dýrir.
Nú er að því komið að menn gangi
á Alþing, það gerist víst eitthvað sögulegt
á því, ekki mun Göngu-Hróflur spara að
færa mönnum frjettirnar út um landið og
gjöra athugasemdir við. Nú ljáir ekki
annað en að sækja fast áfram, það
er ekki nema um tvennt að tefla: að fá
innlenda stjórn með ábyrgð fyrir Alþingi
eða að sleppa öllum tökum og taka
útlendu stjórninni undir yfirstjórn danska
ráðgjafans, ef ekki er viðreisnar von, og
sökkva æ dýpra undir Danastjórn, þar sem
Danir hvorki vilja þekkja nje geta þekkt
þarfir vorar. Sóknin verður að vera ótrauð
af vorri hendi, og er þó vonandi, að hinn

bls. 4


góði og sanni málstaður beri sigurinn
úr býtum.
Hafðu kærar þakkir fyrir tilskrifið þitt
seinasta. Niðurlagið var svo greinileg og gagn-
orð lýsing á Reykjavík, að jeg, gat ekki
stillt mig um að senda það í Norðan-
fara. Það er prenatð í No 33-34, en gamli
Björn hefur skemmt vísuna með því
að prenta hana ekki eptir hendingum
og vitlaust- þarað auki.
Fyrirgefðu málari minn og vertu sæll
þinn vin
Halldór Briem.
P.S. Jeg fer bráðlega norður á
Akureyri og skaltu skrifa
svo utan á til mín þangað
Vale
HBr


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Júlí 2013

Sjá einnig

Norðanfari 12. árg 1873, 33.-34. tbl. bls. 94:
„Úr brefi frá Reykjavík dagsettu í apríl1873: „Hjer er allur bærinn vitlaus; stefnur, málaferli, peningasamskot til að frelsa menn (nærri= frá gálfa og tugthúsi krimen Læsae maistatis eða bestiatitatis kjaptæði, landshöfðinginn alstaðar sigtaður og danskir Íslendingar, miklar viðsjár með mönnum, svo varla finnast dæmi síðan á þingi 1072. sumir menn þora varla nema með varkárni að ganga á götum og eigi nema með útvöldum mönnum, allir flokkar hafa ótal spíóna (njósnara) um allt – allir mega víst til að fara að taka partí, hvort sem þeir vilja eða ekki -. jafnvel kvennfólkið er farið að hitna og vill vera með ef skildinga þarf fram að leggja.
Höldum svona jafnt og þjett áfram í áttina og sláum ekki undan, en gætum þess að ekki slái í baksegl, því við siglum nauðbeit og siglum á Dani með gapandi höfðum og gínandi trjónum, og vitum hvort þeir ekki lækka seglin.
En ef dugar ekki grand, yfirgefum þetta land, ekkert þolum þræla ok, þess er hægt að gjöra lok, landsnámsmanna landar því, leynist neisti brjósti í, allir höfum afl og þol upp að blasa því lík kol, er vjer sjaum ærið glöggt, aldrei Danir geta slökkt”.

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2040381Þjóðminjasafn