Bréf (SG02-145)

Úr Sigurdurmalari
(Endurbeint frá 1 bréf (SG-02-145))
Fara í flakkFara í leit

  • Lykilorð: fjárkláði, forngripasafnið, Alþingistíðindi
  • Efni: „Skoðanir höfundur á stjórunun lands og lýðs - í all löngu máli - og er víða komið við. Fjárkláðinn, Forngripasafnið, flutningar Alþingis ofl.ofl.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind: M. (Magnús?) Stefensen, H: Bjelke, B. Sveinsson, E. prentari?, Gissur?, Kolbeinn?, Kristján 8., Anderson, Henderson

Texti:

bls. 1


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.



(*)ATH í efra vinstra horn stendur skrifað:

Svarað


Hofdölum þann 25 Júní 1865


Kjæri frændi líði þér alltíð vel!


Þitt vinsamlega bréf af 18 April seinastliðna, sem eg vil

kalla 3ja b: gamans og alvöru, þakka eg sem ber, samt fynnst

mér að vigtirnar sjeu ekki með öllu rettar eða jafnar, og fæ eg ekki betra

sjeð en við egum nú hann hjá öðrum, og á hjá þér betri og rettari útlegg„

íngu enn eg fjekk, en þú átt hjá mér hvern?* skiluraðann?* leika?* viðurkénn„

íngu á því en eg þurti?* til hlytur í þinni laungu vollu?*, og bið eg þig

sem góðfúsann lesara?* að lagfæra og lesa?* í málið. - Það er þá fyrst að

taka á því, að ekki er þér um að kenna, þó eg enn sje vantrúaður hvað af„

hendingu þingtíðindanna snertir fyrir 40N Þú hefur skrifað mér um það

lángt erindi og snjallt, en hjálpaðu nú enn betur vantrú minni! Þarsem

þú nefnir innheftíngu þá fellur það í burtu í tilliti þeirra tíðinda

sem ætluð eru hreppunum, en sú viðbót á sér einúngis stað þegar þar eru eng?*„

pt?* af öðrum, þú þarft að skoða reikninginn aptan við tíðindin, og sjer

þú að ínnheftíngin er þar tekin með öðrum þínskapnaði, Tíðindin 1863 eru

II hefti, það eru 22N en þá 18 umfram, ætli þú gjætir ekki staðið við að

afhenda 30 Ex: á dag, þó þú feingir ekki nema 10N fyrir sumt þeirra

Dagverkið irði þó 3rd og 12N, jeg held jeg inni til að gánga útí hlöðu

og líta í 30 hugmeisa?* fyrir sama verð, og var það töluvert meira og

verra?* handarvik. Það veit eg þú segir satt að nægir seu í Reykjavík

sem þurfa penínga, en svo er í sveitinni líka, menn lifa þar ekki nema á

peningum eða penínga vyrði, en sá er Skatturinn bestur, sem með Skilum

er feinginn! - Nú er að mynnast á Emb:mannalaunin, þú segist geta

talað frjál*s*(i)lega um um<sic> það efni, því þú sjert ekki Emb:maður, En þú ert þó

líka Túlkur eða Talsmaður og veit eg ekki hvort sú staðan er þægri, eg verð nú

samt að tala fáein orð við þig um þetta efni, og skal eg fara svo varlega að

því sem eg gét, það er ekki allskostar rétt dæmt af þér, að vér höfum stjórn

í fúlu Reykjav: því það er náttúrunnar skuld að hún stendur þarna á mel„

um, undir grjóthaftinu við fúla tjörn, en á hitt er að líta: hreint ekki muni

oftalið í haga á melbakka þessum, að brítu?* þarna Stiftamt: Biskupi,

Presti, biggja?* Skóla tímunum?* sem eg man valla tölu á, þremur yfirvittea?*

dómurum, Fógeta m.m: og með öllu því hyski er þessum hersum fylgir, þarna

segi jeg - á nærri graslausann melinn, það held eg forfeður vorir, sem allir

voru búmenn og búsettir, hefðu kallað of talið í haga - það er ekki lángt á

að mynnast, Biskup St., bjó í Laugarnesi, M: Stefensen í Viðey, Assesorar á

Gufunesi og Brekku, Skólinn á Bessastöðum, kénnararnir á grasnytjajörð

bls. 2


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


um þar í kríng og landlæknirinn í Nesi; þá þurftu þessir ekki að kaupa

hvert smjörpundið á 2 mörk því búin gáfu þau af sér; það nya fyrirkomu„

lag er þá a?* vörtur upplýsingarinnar - svona er henni stjórnað - það er ekki frá

okkur dónunum. Satt er það að almenningur borgar ekki beinlínis það

sem tekið er úr Ríkisstjóði, en hitt veitstu að Biskupsstólagótsin ásamt öllum

þjóðjörðum er síðan hafa verið seldar, er nú að andvyrðinu til, horfið í Ríkis„

sjóðinn, auk þeirra jarða er H: Bjelke fjekk laungu fyr. - á rik?* dæmi vil

eg mynna þig sem þú að sönnu veitst, sem fyrir her?* æskilegt væri fyrir oss Bænd„

urna, að yfirmenn vorir væru búsettir, að þegar yfird: híran?* B. Sveinsson

fundaðist?* an þín til að sjá um böðun og lækning á kláðafjenu, með makt og

mikla veldi, þá var hann búlaus í B:v:?* - en nú síðan hann varð bóndi á

Vatni, er hann orðin alvarlegur niðurskurðarmaður, eða merkur?* stálshug„

inn eins og þú segir um E: Prentara. - Hvað er nú líklegra en að fjárkláð„

in hefði fyrir laungu verið upprættur, hefðu allir yfirmenn verið búsettir,

í staðinn fyrir að halda honum nú alltaf við. - Eg vona líka þú sjáir hvað

til þess hefur komið að á undan Skólarnir voru í Stólunum og á Bessast: þurfti

hvorki að draga pilta inní Skólann, sem hunda til heíngingar eða síðan inn í em„

bættin, því þá var engin skortur á Emb: mönnum. - Því trúi eg vel að þeim 2:

eða 3 Emb:m: í Vík, er þú minnist á, drekki fyrsta staupið með Skinsemi, og

gleðst eg af því, ef eg frjetti með sanni að þeir aldrei drekki svo mjög, að hún eða

hyndu?* mín tínist þess vegna. Hvað Sýslumennina útum landið snertir

þá þekki eg fáa af þeim, þeir eru 4 hér í norðurlandi, og þó sumir þeirra taki

sér máski híflega í Staupi, hryki?* eg?* vingann?* myndast á kvennafar þeirra

hitt er Dönum til sóma ef þeir útlendu géfast betur, oss mætti og þykja vænt um

það, en mig mynnir að Norðanf: gjæti þess að nokkuð þækti að ödrum danska

manninum í Múlaþíngi, sem þó var tekinn fram yfir Íslendskan, og elskaðan

lögfræðing er þar var settur áður, en þú munt segja að ver eigum að þegja

og ekki uppljúka vorum munni, af því Danska stjórnin gjörði það! -

Hvað prestana snertir, þá veit eg til að 1 af þeim var klagadur fyrir pró„

fasti og sem víst hafði til þess unnið, en hann gjörði lítið úr öllu og kristur

var við eptir sem áður, þetta komst þó um síðir fyrir Biskup en allt situr

við sama enn nú, - þú segir: til hvers er að setja krista af? engin sækir

um Brauðin! þetta máttú kenna Skóla fyrirkomulaginu um en ekki bænda

gungunum, - eptir lysingu þinni á Einari Pr. þa held eg þið megið ekki

missa hann í R.v. Mer kom það líka ovart að þú vísar okkur norðrí Keldu„

hverfi til að bæta Kristindóm vorn, eg gat búist við ef þú vildir oss vel, að

þú vísaðir oss í Franska norðurlanda Postulann, sem þið geimið altaf hjá

ykkur þarna í Reykjav:, en hann er ykkur máski eins ómissandi og Einar!!!

Öllu sem þú talar um þíngið, kosníngarnar og þjóðviljann, áhvdv?*„

andi launa bótina, þá er því að mestu svarað hér að framan; þörfin

bls. 3


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


til þessarar viðbótar, liggur mest í fyrirkomulaginu, þá öllum há

Embættismönnum og Skólunum er safnað sem sje í kví þarna á gras og gjæða

lausann blett í tóm og frosta gjörn timburhús, svo það er von þótt þeir meyr?*

ist, líkt og misfullir kústar?* í hörkum - þá verða öll lífs medöl að koma

útan frá. - þú segir máski: Svona er það í öllum borgum erlendis!

það er satt, en Reykjavík er hvorki Kaupmannah: né Lundún, og Ísland

hvorki Danmörk né England, nefndar borgir hafa mikla invortis verzl

un, ágóði hennar geingur ekki burtu eins og frá oss, þær hafa nogan auð,

Reykjavík minni. - Ísland verður aldrei nema Ísland, nema feingin

yrðu yxnu gömlu Géfjónar til að draga það suður í Jótlands haf - er það

ekki sama sem nú er kallað á Íslendsku Kattargat - Lagfærðu mig nú ef eg

stafa skakkt! jeg er svo ókunnugur að ekki veit hvort það kemst þar fyrir

en mætti þá ekki með gufuabli þessara tíma, þoka Jótlandi með Skaganum

ögn vestur á mið?? - þú veitst að þíngið hefur ekkert ályktunarvald, og þó

meiri hluti þess í einhverju velferðar máli sje með, þá færir minni hlutinn

fram sínar ástæður móti því, og þó ekkert þáng?* hefði verið, þurfa yfirvöldin

ekki annað en færa bæn sína með þóknanlegum ástæðum fram fyrir Stjór„

ina, þetta má sjá á kláðamálinu, það væri annað ef þjóðin hefði beðið um

eitthvað, eða þá einstakir menn, þá væri hægt og óhætt að segja Ney!

Hvað Örlygstaðasundin snertir þá er eg óf ókunnugur þeirri sögu til að átta

mig vel, en eg held að Gissur með Sunnlendíngum hefði farið litla sigurför móti

þeim feðgum hefði Kolb: ekki veitt þeim með Skagfyrðíngum og Húnvetníngum,

var ekki svo, þegar Sturla var fallin að Gissur segði: hér skal eg að vinna!

hljóp upp og reiddi Eggsi í höfuð Sturlu, liggjandi dauðum eða dauðvona

en kom hvergi nærri undan hann stóð uppi, var ekki þetta hans mesta hnyski?* verk?

og þar næst hitt er hann í Flugumyrarskála hjó upp í rúmi sínu rekkjutjaldið

í sundur. - þú veitst líka hitt, nokkru síðar, þá Hjalti átti að geima ríki

Gissurar þar syðra, en Þórður bróðir Sturlu kom norðan fyrningi?*sand að

Kéldum og reið þar vestur, en Hjalti hugsaði að Þórður mundi koma fjölmen„

ari að vestan, þá í staðin firir að búast við komu hanns heima, skipti hann

norður í Skagafjörð að sækja Kolbein og norðlínga og það undir vestur,

en þá þeir riðu í Miðfjörð og Hjalti kvartaði yfir ófriði þeim er Sunn„

lendíngar hefðu átt að sæta, svaraði Kolbeinn: vel mættu þeir hrinda

þessu af því?* ef þa *fa*(y) bristi ekki karlmennskuna í hvaður?* þetta? er það

ekki synishorn af sigursæld Sunnlendínga? - þá er forngripa safnið, við

erum ekki mjög gagnstæðir með það, gjæti það orðið landinu til sóma

og fróðleiks, þá er eg eins ánægður með það og þú, en engin minkun eða

skaði mundi okkur bændum verða að *að*(y) því, þó við tækjum upp suma búnaðar

háttu feðra vorra, eða þó unglíngar lærðu bæði sund og glímur, eða þó

bls. 4


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


Alþing væri flutt á Þíngvöll, eins og Kristján 8. bendti á, þá hann gaf

oss það aptur, en Íslendsku herrarnir hugsuðu þá meira um Reykjavík

heldur um þann þjóðlega Þíngvöll, og það má eg fullyrða að þjóðin, - víst

hér í Norðurlandi - óskaði þess í einu hljóði, þú ert líka sjálfur að undir

skrifa fornöldina hvað kvennbúninginn snertir, og er það lofsamt.

Að þú eða annar sem safnið fyrir fái hæfilega þóknun er eg ekki á móti

þó fynnst mér að þeir sem gefa Safninu, ættu að sjá það kauplaust, verði

lysíng útgefin yfir það sjerstaklega, þá borgar hún sig sjálf, verði hún svo

þjóðleg að margir kaupi hana, líka má fyrirfram vegna? það með boðsriti

það sem þú ritar í blöðin, borgar blaðastjórnin þér, en þeir sem blaðið

kaupa borga blaðastjóranum; Svo munu bændur laust?* géta staðið í skilum

að borga öllum stjettum það þeim ber, auk allra auka tolla og kvaða, sem

orðið er ærið margt, hvern herskara eg nenni ekki að tína og telja, - að

þeir forsómi hvorki skátt né útróðung?* þeim dugar ekki að sitja Embættislega

á legubekknum, og ef pýngjan tæmist, að gánga upp í musterið og biðja

Stjórnina um dírtíðar uppbót; það er gott að gjæta sóma síns í augum

útlendra, en ætli það fari ekki eins og fyrri að dómar þeirra verði mis„

jafnir, eptir sem mennirnir eru?* - Anderson lastaði Island, og það þókti

um of, Henderson lofaði það, sem mörgum þykir líka við of. Hvað

Brennivínið snertir þá er eins og Danska Stjórnin álíti oss það ómiss

andi, þar hún géfur stór fje árlega kaupmönnum - máske 20-000 dali

til að færa oss það, en síst er of mikið að gjört í nautn Kaffes og brenniv:

En hverjir fóru fyrst að brúka það? það vóru yfirmennirnir og prestar

þángað til þekktist það ekki! En bændur lalla?* eptir á, ymsir bralla smærri -

Ekki fæ eg sjeð að Embættismenn beri skérðan hlut frá Stjórninni. -

prestar fá laun sín eptir verðlagsskráarverði; hinir æðri uppbót úr

ríkis sjóði, en þá bændur biðja einhvers, hvernig mæla yfirvöldin

fram?* með þeim?? Skoðaðú til að minda kláðamálið! - það er

orðið móðins í blöðunum að skamma Embættismenn, en hræsna fyrir

bændum segir þú - þetta géta þeir fyrri borið af sér, og borgað í sömu

mind og hafa líka og gjört það eptir faungum, en í hverju Blöðin hræsna

fyrir bændum fæ eg ekki sjeð; Heldur þú það væri þá ekki æskilegt

fyrir Embættismennina, ef þeir feingi svo hagstæða golu, að þeir gjætu

látið alla bændur sigla, til ins svokallaða Hadesar heims, því þá gjætu

emb:m: vinsamlir búið eptir í Mannheimum, og orðið fullir og feitir.

jeg nenni nú ekki að leggja meira inn hjá því í þetta sinn, veit heldur

ekki hvernig þér vegst það, en þess krefst eg af þér að vogin sje rétt og

óvilhöll, og um það fæ eg vissu, þegar kvistníngurinn?* kemur frá þér.

fyrirgefðu klórið undan með alls góðs óskum og kveðju frá móðir þini

systur og mági - þínum vinlægum frænda

P. Jónssyni



  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar