Bréf (SG02-154)

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit

Texti:

bls. 1


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

Kpmhöfn, 8/7. – 60

Kæri herra málari S. Guðmundsson!

Í óyndis úrræðum og grófustu gremju pára eg yðr þessar línr,

ekki yðr til neinnar skemtunar og ekki heldr til að

fræða yðr með merkilegum fréttum, með því líka því bæði

en ekki svo miklar til og líka veit eg, að þó þor væru, fáið þér

að heyra þær annarstaðar frá. Eg hef nefnil. skrifað Eiríki

Magnússyni – eg man ekki hvað opt!- og beðið hann að

seigja mér hvað myndunum líði, sem þér lofuðuð mér

að taka af S. sál. Thorgrimsén, hvort þér væruð búinn með

báðar, eðr hvort þér þá ekki væruð búin með þá einu

sem Frú Melsted átti að fá, um hana þykir mér allra

vest því fyrir hana er eg orðinn margfaldr svikari ef

hún enn ekki er komin veitr, eg lofaði Frúnni henni

í granleysi á fyrra sumar, án þess að hugsa útí að

það þyrfti svona langan tíma eðr að svona miklar

torfærur lægju til þessa stóra verks, en eg hefi ekki einu-

sinni fengið neitt að vita um þetta enn, auk heldr

fengið hina, sem átti að sendast mér híngað, og síðan

í fyrra haust, að eg vissi þér voruð búnir að taka myndirnar

af andlitum hinna heiðruðu og og æruviðugu alþingis-





bls. 2


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


manna, og þeir allir komnir í burt úr Reykjavík,

hefi eg fyrst á allann vetr verið vonandi og bíðandi,

já, og hlakkandi til með hverri póstskipsferð að fá þessa

mynd, en síðan voraði og til þessa tíma hefi eg alltaf

verið bölvandi og ragnandi þegar skipið hefr komið

hvað eptir annað og eg ekki fengið hana, og hvað verra,

ekki einusinni fengið að vita hvað hinni líði,

sem vestr átti að fara, eptir þó fleirum sinnum að hafa

beðið Eirík að seigja mér það. Nú bið eg yðr um fram

alla muni að seigja mér: hvort þessi optnemda mynd

sé búin, hvort hún sé komin vestr og hvort þér þá séuð

búnir að fyrir hana borgunina; séuð þér nú ekki

búnir enn með hana eða báðar, bið eg yðr blessaðann

að senda mér með þessari ferð „Originalinn”, nema

með svo feldu móti eg megi reiða mig uppá að þér

yrðuð búnir með báðar, ekki seinna en að eg gæti

fengið mína með póstskipsferðinni næst eptir

þessa, ufl.[1] í September, og bið eg yðr því ennfremur,

ef þér ekki sendið mér þá gömlu með þessari

ferð sem eg vil allteins vel, því annaðhvort fær maðr

það gjört hér á styttri tíma en einu til tveim árum








bls. 3


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

eðr ekki, að skrifa mér til með þessari ferð og láta mig

vita hvort eg ef má reiða mig uppá að fá þær með

áðrnefndri póstskipsferð, svo eg þó, í það minnsta

um stund, hætti að breyta móti öllum hreinum

Móral með ógurlegu bölvi og ragni, og þó þér ekki lituð

á neitt annað en það fyrst hvað þér syndgið með

að pretta mig og draga mig nú svona lengi á þessu,

og svo með að koma mér, aumíngja barninu, til að

bölva og bansingja, eg vil ekki seigja yðr, þá virð-

ist mér það næg ástæða til að þér viknuðuð dá-

lítið, og færuð að hræða yðr með þær eptir möguleg-

leikum, og þó þér bæruð það undir guðfræðíng, mundi

hann verða mér í því að öllu samdóma. Jæja, eg

lifi þá hér fyrir það fyrsta til næstu póstskipsferðar,

í þeirri von og því trausti að eg ekki þurfi lengi

héðanaf að bíða og vona og biðjá án þess að þér bæn-

heyrið mig, með því líka að eg veit ekki hvað lengi eg

kann að verða hérna úr þessu, en eg þarf endilega að

fá hana árð en eg fer héðan. Sé nú þessi dráttr kom-

inn af því að þér séuð hræddr um að þér ekki

fáið borgunina fyrir vinnuna, þá verð eg að










bls. 4


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

geta þess, að hvað þeirri viðvíkr, sem Frú Melsted á

að fá, þá er hún víst ekki svo ráðlaus að hún ekki

geti borgað 6 dali, en um viljan skal eg ekki tala

um, því eg veit hvað henni er annt um að fá þessa

mynd, og þó hún væri mikið drýrari en þetta; skal

eg innistada yðr fyrir að þar mun engi fyrir-

staða verða; en hvað hinni viðvíkr, þá verð eg að biðjá

yðr að inná yðr til Eiríks, og spyrja hann og þau hjóna …

hvert eg ekki er alþekktr rávendnis dáunmaðr bæði

af þeim sem þekkja mig og ekki þekkja mig!!! annars skal

eg sjá til að Eiríkr fái peningana fyrir þessa mynd,

svo þér meigið halla yðr til hans þegar hún er búin,

Fyrirgefið þér nú hvað eg er andskoti imperdinant,

og annars allann þvættinginn, og lifið þér vel!

Yðar skuldbundinn

Sig Einarsson

Stúrlkurnar biðja kærlega að

heilsa yðr, bæði í G. götunni og

annarsstaðar, og þykjast mikið

sakna yðar. Yðar S. E.








  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Ágúst 2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

  1. [ath skrift]

Tenglar