1 bréf (HBtilSG 73-02-03)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:35 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:35 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: B/2 1873/7. Bréf Halldórs Briem Reynistað til Sigurðar Guðmundssonar.
 • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
 • Dagsetning: 2. mars 1873
 • Bréfritari: Halldór Briem
 • Staðsetning höfundar: Reynistað
 • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson fyrir hönd Forngripasafnsins
 • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

 • Lykilorð: Forngripasafn, altaristafla, verslunarfélag, vesturheimsferðir
 • Efni: Fréttir og lýsing á altaristöflu sem Halldór hefur bjargað úr skemmu þegar kirkjan var endurgerð. Halldór spyr eftir högum Sigurðar og er Halldór bjartsýnn á gang verslunarfélaganna. Vesturheimsferðir.
 • Nöfn tilgreind: Eiríkur, Kristur, Jón Hallsson á Miklabæ

Reynistað 2. marz. 1873

 • Texti:

bls. 1


Reynistað 2 . marz. 1873
Heill og sæll málari
Nú er jeg farinn að skrifa þjer
viðvíkjandi markilegan forngirp.
Það er altaristafla, sem verið hefur
hjer frá alda öðli. Jeg hef áður minnst
á hana í brjefi til Eiríks, og beðið
hann láta þig vita. Nú ætla jega að
lýsa henni stuttlega. Hún saman-
stendur af 3 spjöldum, og er eitt í
miðjunni stærst, en tvö á hjörum til
beggja hliða. Spjöldunum er skipt í
deildir eða hólf, og í hverju hólfi eru
myndir úr af marmara af píningunni.
Á fyrsta spjaldi er í 1. hólfi Sct. Petrus
með sprota í hægri hendi og heldur
honum upp. Í vinstri hendi hefur
hann bók, að mjer sýnist. Í 2. hólfi
er sýnd handtaka Krists. Fyrir neðan
stendur Captus est IH.S.<ref>[Skammstöfun á Ihesus (Jhesus)]</ref> þá kemur

bls. 2


annað spjaldið, því er skipt í fjögur
hólf, í fyrsta (3) stendur Kristur bundinn
við staur og er húðstýktur; neðanundir
stendur Flagellatus est IHS. Í öðru (4)
ber Kristur sinn kross; þar undir stend-
ur Bamlacio crucis; latió þýður burð-
ur, en hvað þetta Bam. er veit jeg
ekki, vera kann að það sje eigi rjett
lesið. Í þirðja (5) er Kristur krossfestur
og stendur fyrir neðan Crucifixus est
IHS. Í fjórða (6) er efri partur myndanna
brotinn burt, þar undir stendur Depo-
situs est IHS. Þá er þriðja spjaldið.
Í fyrsta (1) hólfi er Kristur grafinn og
undir stendur Sepultus est IH.S.
Jörðu (8) rís Kristur upp úr gröfinni
og heldur á stöng með veifa á. Þar
stendur fyrir neðan Resurrectio dim
þá er í þriðja (9) hinu seintasta hólfi Sct
Paulus með staf í vinstri hendi
og með bók í hinni; á myndina vantar
höfuðið og er hún mjög skemmd.

bls. 3


Uppi yfir myndunum hafa verið
eins konar krónur, en allar eru þær
brotnar, nema sú, sem er yfir
Sct. Petri. Þegar kirkjan hjerna
var reist að nýju fyrir fám árum,
var altaristöflunni fleygt út í skemmu
og þar hefur hún verið síðan, uns
jeg tók hana til hirðingar í haust. Flestar
myndirnar eru því meira og minna
skemmdar og illa útleiknar, og er sárt
til þess að vita um annað eins
snildarverk og þær hafa verið upphaf-
lega. Öll hin smærri brot hef jeg vafið
innaní brjef, og geymi svo allt saman
vandlega uppi á krikjulopti. Síra
Jón Hallsson á Miklabæ á töfluna
síðan hann keypti Reynistað, en ekki
er hann á því að gefa forngripa-
safninu. Jeg skal reyna að herja á
hann, en þá er að koma gripnum
suður, ef hann verður unninn frá
karli.

bls. 4


Hvernig líkar þjer við heiminn
núna? er hann ekki heldur að skána?
Heldur eru menn að vakna hjer til
hluttöku í verzlunarfjelögunum. Margir
eru vilja fara að hlaupa til Ameríku
Hreppstjórar sumir eru hinir áköfustu
tilvilja senda af sjer hreppsómaga til
Vesturheims. Ef dönskum Íslend-
ingum yrði komið með af landi
burt, þá væri þó hagur að vestur-
förum fyrir landið.
Að svo mæltu er jeg eigi að
orðlengja þetta lengur.
Lifðju ávallt sem bezt
kunningi þinn
Halldór Briem


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd:

 • Skráð af: Edda Björnsdóttir
 • Dagsetning: Júlí 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar

Þjóðminjasafn