1 bréf (HBtilSG 73-21-04)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: B/2 1873/7. (73-21-04) Bréf Halldórs Briem Reynistað til Sigurðar Guðmundssonar
  • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
  • Dagsetning: 21. apríl 1873
  • Bréfritari: Halldór Briem
  • Staðsetning höfundar: Reynistað
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson fyrir hönd Forngripasafnsins
  • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

  • Lykilorð: Forngripasafn, altaristafla, verslunarfélag, Borðeyrarfjélagið
  • Efni: Pétur Eggerts
  • Nöfn tilgreind:

Reynistað 21. april 1873

  • Texti:

Umslag


S.T. Gunnar bond sandóla ferju
Herra Málari Sigurður Guðmundsson
í
Reykjavík

bls. 1


Reynistað 21. april 1873
Heill og sæll málari minn
Kærar þakkir fyrir brjefið frá
þjer, einkum fyrir kve það
var greinilegt. Eg geymi töfluna
vandlega síðan jeg tók hana til
hirðingar. Eg er viss um að taflan
fengist, ef borgun væri rífleg í
aðra hönd, en jeg vil reyna að
fá að bjarga töflunni fyrir ekki
neitt, ef þess er nokkur kostur,
prófastur er hægur á sjer, en
gefst kanske upp ef ótrauð er
sóknin. Ærinn verður kostnaður-
inn fyrir safnið við að koma henni. suður, því
að það verður eins og þú segir
ef endasleppt

bls. 2


að bíða eptir skipaferðum til
að koma henni suður, það er eigi
umtalsmál annað, en að flytja
hana landveg, og held jeg að einn
hestur geti borið hana alla
leið. Miðspjaldið verður að taka
í sundur, og svo má koma henni svofyrir
í tveim kössum og búa svo um
að eigi skemmist. Allt þetta
mun jeg hafa í huga. Um töflu-
una er eigi annað að segja en
jeg hef skýrt þjer frá. Hvergi
hef jeg fundið ártal á henni.
Skip eru komin á flestar hafnir
hjer norðanlands bæði á Hofsós Siglu-
fjörð og fyrir norðan og vestan Með
skipum þessum komu eigi sem
beztar sögur af Borðeyrarfjelaginu. Pjetur

bls. 3


Eggert átti ýmist að vera dauður
gjaldþrota eða strokinn og fjelagið
komið á höfuðið, en nú er nýkomið
skip á Borðeyrir og allt í góðu lagi
eptir því sem frjetzt hefur. Mæla
börn hvað vilja, má segja um
kaupmennina, en þeir megna
eigi hvað þeir vilja. Hvernig
gengur verzlunarfjelaginu, sem þú
skrifaðir mjer um, drifa þeir
sig áfram með dug og dáð?
eigi tjáir annað, þar sem kaup-
menn eru annars vegar og
spara eigi að spilla.
Vertu sæll
þinn Halldór Briem


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Júlí 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar

Þjóðminjasafn