1 bréf (JStilSG-68-16-09)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:38 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:38 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: B/2 1868, 2 Bréf Jóns Sigurðssonar til Sigurðar Guðmundssonar
 • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
 • Dagsetning: 16. september 1868
 • Bréfritari: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
 • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
 • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

 • Lykilorð: Forngripasafn
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind:

Khöfn 16. Septbr. 1868

 • Texti:

bls. 1


[Efst í vinstra horni stendur safnnúmerið skrifað með blýanti:]
18 Fgrs
[Með hendi Sigurðar stendur þar á ská:]
Svarað

Khöfn 16. Septbr. 1868

Kæri góði vin,

Beztu þakkir fyrir yðar síðasta bréf, og það gleður
mig, að þér hafið orðið var við gagn af skýrslunni,
svo eg vona allt gángi fram með tímanum. Eg sendi nokk-
ur exemplör til forstöðumanna safnsins hér, Vorsás og
hinna; við Vors. hefi eg ekki talað, en Strunk segir mér
að vissulega fái þið sendíngu héðan, og þeir hafa lofað
mér að draga út úr catalogum sínum lýsingar á því, sem
komið hefir frá Íslandi. Nú vantar helzt uppdrætti og
svo meiri efni til að geta prentað meira, og uppdrætti
með; en allt getur samt tekizt ef við getum haldið
pínuna út. Eg hefi fundið nokkuð af gömlum lýsíngum
fornleifa, eptir ymsa frá tímum Árna Magnússonar,
eins nokkuð frá Jónasi Hallgrímssyni og fleirum, sem
er reyndar sumt lítt merkilegt, en sumt aptur allgott,
og þegar til samans kæmi yrði það gott. Það er
- ágætt, að þér semið skýrsluna, og ef þér yður að meina
lausu getið sent mér hana, þá er það gott, en ekki get eg
gefið yður von um, að hún verði prentuð í vetur kemur,

bls. 2


og mér finnst það líka minna vert en hitt, að festa félag-
inu með það, að hún verði prentuð, og svo að fá handa yður
meirí Ritlaun. Eg hugsaði að ef þér fengið 50rd. til , þá
væri það allsæmilegt fyrir fyrsta heptið, en svo eru við-
skipti ókláruð um tillög yðar um nokkur ár, og svo hafið þér
líklega ekki fengið bækur. Þetta vildi eg nú hafa hreint,
og ef þér vildið segja mér hvernig þér hugsið yður það,
þætti mér vænt um. Eg vona ef guð lofar að koma til
alþíngis að sumri, og þá hugsa eg að hafa með mér og
sýna yður þessar skýrslur sem eg hefi, og getum við þá
talað okkur saman um hvernig þær yrði bezt notaðar.
Ekki ber neitt á um 300 rdalina, svo eg heyri, en ef alþíng
fær fjárráð, þá álít eg þá sjálfsagða, og enda meira, sem
líka þyrfti með. Það getur þó ekki verið að óttast, að safnið
verði rekið út frá bókasafninu? – Safnið á eins mikin rétt
einsog hin, hjá Stiptsyfirvöldunum, og eg trúi ekki öðru en
að þau láti það ásannast. Hitt er nú óefað, að þér sjáfur
fáið minni laun en þér eigið skilið; en þar við verður ekkert
gjört, nema hvað takast kann með tímanum, þegar þér
haldið fram fast og lengi, og enda hafið þér þá ánægju að
brjóta ísinn og leggja grundvöll, sem eg er viss um að muni
verða byggt ofaná. –

bls. 3


Víst væri gott að fá ritgjörð um búskap í fornöld, en
þetta er í Ármanni og víðar, og þeir sem engu trúa, þeir
hafa það til fyrirsláttar að klímaið sé nú verra en þá.
þó það sé slúður. Hjaltalín og Rektor eru líka verstu menn
til að taka allan kjark úr mönnum, og svo eldir eptir af
gömlum skoðunum. Þér hafið kannske lesið gamlar bænar-
skrár, það sem lýst er árferði og ástandi, t.d. á 17. og 18.
öld, þar er þetta efst á baugi. Ekki hefi eg fengið enn
- vísur Bjarna skálda, þar sem þér hafið úr aldarlýsinguna.
Getið þér ekki haft hana til í vor, allt kvæðið. Reynið
þér líka til að hafa til láns eða einhvernveginn Registur
yfir þau íslenzk kvæði, sem eru á kvæðabókum þeim sem
Jón Árnason á, og hvað þér annars getið náð í með
lagi. Þér munið eptir, að styrkja Bókmentafélagið, því
það getur bezt styrkt yðar safn eptir því sem á
horfist, og hefir helzt vilja til þess.
Forlátið mér miðann.
Yðar skuldbundinn vin
Jón Sigurðsson.

Eg sendi yður að gamni mínu Catalog yfir danzka museið,
þann nýjasta.


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir: Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athugasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, bls.102: „Vorsá, þ.e. J. J. A. Vorsaae, forstöðumaður þjóðminjasafns Dana, um eitt skeið ráðherra, ágætur safnamaður og vísindamaður, f. 1821, d. 1885; hann tók við stjórn safnsins (Oldnordisk Museum) eftir C. J. Thomsen 1865. – Strunk, safnamaður, f. 1816, d. 1888. Varð inspektör við Öldn. Mus. 1866, en starfsmaður við það 50 ár alls. – Útdrátturinn úr catalogum safnsins var aldrei gerður, - fyrr en að eg [Matthías Þórðarson] gerði lýsingar á íslenzku gripunum í safninu 1918. – Fornleyfalýsingar Jónasar Hallgrímssonar eru í handrs. J. S. í Landsbs. 123-126 4to. - 300 rdl.; forstöðumenn Forngipasafnsins sendu alþingi 1867 bænaskrá um styrk, og alþingi konungi. Afsvar var ekki komið er Jón skrifaði þetta vor, en kom næsta sumar; sbr. Árb. Fornlfél. 1912, bls. 6-7. – Bls. 61. Ármanni, þ.e. tímaritinu Árm. á alþingi. – Rektor, þ.e. prófessor Bjarni Jónsson; hann dó í Höfn 5 dögum eftir að þetta bréf var skrifað. – Vísur Bjarna skálda þ.e. Aldasöngur; sjá um hann í ritinu Menn og menntir eftir Pál E. Ólason, III., 757, og IV.; þar er [b]erst sagt frá Bjarna, bls. 707-728.
 • Skönnuð mynd:

 • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
 • Dagsetning: 6. 2013

Sjá einnig

Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athuasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929, bls. 34-107. Hér bls. 60-61.

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar