1 bréf (JStilSG-68-23-06)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: B/2 1868, 2 Bréf Jóns Sigurðssonar til Sigurðar Guðmundssonar
  • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
  • Dagsetning: 23. júní 1868
  • Bréfritari: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

  • Lykilorð: Forngripasafn
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

Khöfn 23. Juni 1868

  • Texti:

bls. 1


[Í vinstra horni stendur gamalt safnnúmer með blýanti:]
13. Fgrs.
S. T.
Hra Sigurður Guðmundsson
Rvík.
[Með hendi Sigurðar stendur:]
meðtekið 8. júlí
Nr 570.-572

Khöfn 23. Juni 1868

Kæri vin,

Hérmeð sendi eg yður stokk með grænlenzku
gripunum í, sem við töluðum um í fyrra, ef
þér kynnuð vilja nýta þá til safnsins. Væri svo,
og að þér settið þetta á skrá, þá vildi eg helzt
að það væri talið “frá Halli Ásgrímssyni
nýlendustjóra við Friðriksvon á Grænlandi”,
því hann hefir sent mér það. Hvort þér þá vilið
geta þess, að eg hafi síðan komið því til
safnsins, eða sent það safninu, því ráðið þér.
Á hjálögðum lista fylgir uppskript á hvað
sérhvað heitir, eptir því sem skrifað er í tölum
á hlutina sjálfa.
Yðar skuldbundinn vin
Jón Sigurðsson


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir: Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athuasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, bls. 101: Grænlenzku gripirnir eru litlar eftirlíkingar af grænl. gamma (skinntjald), umjak og kajak, sem Hallur hafði fengið á Grænlandi og gaf Forngripasafninu; telst nú nr. 1-3 í Þjóðfræðissafninu.
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Júní 2013

Sjá einnig

Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athugasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929, bls. 34-107. Hér bls. 52-53.

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar