1 bréf (TGtilSG 68-06-02) Bréf til Forngripasafnsins

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:43 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:43 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: B/2. 1868/2. (68-06-02) Bréf Tryggva Gunnarssonar Hallgilsstöðum til Sigurðar Guðmundssonar
 • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
 • Dagsetning: 6. febrúar 1868
 • Bréfritari: Tryggvi Gunnarsson
 • Staðsetning höfundar: Hallgilsstaðir
 • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson fyrir hönd Forngripasafnsins
 • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

 • Lykilorð: Forngripasafn
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind:

Hallgilsstöðum 6 Febr: 1868

 • Texti:

bls. 1


[Efst stendur skrifað með hendi Sigurðar:]
meðt
15 marts
ósvarað
Vantar að borg 1R til Triggva

Hallgilsstöðum 6 Febr: 1868
Háttvirti
Góði vin!
Jeg þakka yður fyrir brjef yðar frá 20 Des: þ.á:
ásamt öðrum vinsamlegum brjefum, er þjer hafið
áður sent mjer. Það gleður mig að stóllin kom
óskemdur til yðar, og er ánægdur að hann er nú kom-
in þar sem hann á að vera (á forngripa safn hjer í
landi) því jeg álít að hann sje góður gripur, og
gefið lítið eður ekkert eptir hinum annáluðu
Grundarstólum; við G. bróðir minn gengum hart
að því að fá þennan stól, því þeir sem helzt höfðu
um stólin að tala, vildu senda hann til Kpnah: í
þeirri von að meira fengist fyrir hann handa
KK sem hann er frá. En jeg hef nú borgað henni
stólinn, en þar sem þjer spirjið eptir verði hanns
- þá kostar hann ekkert, jeg gef hann fjelaginu
með mestu ánægju. –
Krossinn er hjá mjer ennþá og skal jeg koma

bls. 2


honum til Steinke, hann kostar 1rd: einsog
jeg borgaði hann, en af því mjer þikir lítið í
hann varið, þá sel jeg hann, og er þetta gagn
- stætt því sem vanalega við geingst í kaupum
og sölum, en jeg er svona sjérvitur, eða mjer vitur
Í fyrra fjekk jeg áskorun frá yður eður öðrum,
að safna gjöfum til forngripa safsins, en vegna
hins bága árferðis og penínga leysis sem hjer er nú
alment, þá hef jeg ekki dirfst að hefja upp
róminn, og með því sem jeg hef muskrað í hljóði
hef jeg ekkert áunnið í þessu efni; en jeg skal
hafa þetta í fernsku minni ef jeg sje gotttækifæri
Eptir tilmælum yðar skal, jeg skoða “fjóshurðina”
- þó jeg íminda mjer að ekki kor komi sjónin til
Sjái jeg gamlann menja grip mun jeg minnast
safnsins okkar. -
Enda jeg svo þessar fáu línur með forláts
bón og góðum óskum til safnsins og yðar
Yðar með virðíngu
Tryggvi Gunnarsson


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd:

 • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
 • Dagsetning: Júlí 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar