1 bréf (JStilForngripasafnsins 63 15-07) Stofngjöf Forngripasafnsins Baldursheimsfundurinn

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:36 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:36 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: B/1. 1863/3. (63-15-07) Bréf Jóns Sigurðssonar Gautlandi
 • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
 • Dagsetning: 15. júlí 1863
 • Bréfritari: Jón Sigurðsson bóndi og alþingismaður
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson og Jón Árnason fyrir hönd Forngripasafnsins
 • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

 • Lykilorð: Forngripasafn, stofngjöf
 • Efni: Stofngjöf forngripasafnsins, Baldursheimsfundurinn, gjafabréf og skilmálar.
 • Nöfn tilgreind: Jón Illugason, Jón Árnason, Sigurður Guðmundsson

Baldursheimsfundurinn, stofngjöf fornmenjasafnsins

 • Texti:

bls. 1


A5N75_63.
þj – y. [?] 25/63

Eptir mjer gefinni heimild af Jóni bónda
Illugasyni á Baldursheimi innan Þíngeyarsýslu,
- sem er eigandi forngripa þeirra er fundust að
Baldursheimi árið 1861, og sem lýst er í þjóðólfi
14. árg: Nr17-18 af hendi jeg hjermeð tjeða forngipi
þeim herrum Jóni student Árnasyni, og Sigurði
málara Guðmundssyni, í þeirri röð sem nú
skal greina. –
1. goðmind, eða taflmaður
2. teníngur úr beini
3424 töflur úr beini (líakstar kotrutafli
4. Leifar af sverdi
5. Fjaðra spjót
6. Brot af skjaldarbólu
7. brot af tígilkníf
8. Leifar af öxi
9. Járn hríngja
10. Kjaptamél
11. Lítið bríni með gati
þekka forngripi afhendi jeg ofangreindum
mönnum með eptirfylgjandi skilmálum;
1. með þeim verði byrjað að stofna
Íslenskt forngirpa safn hjer í Reykja
vík, sem sje landsins ævarandi eign.
2. þeir strax og fleiri forngripir safnast
í sama augnamiði, og þegar asjónu og

bls. 2


fyrir komulag gripasafnsins er komið
á fastann fót, afhendi umsjónar mönnum
safnsins, gripina í sama ásigkomulagi
og jeg nú hefi afhent þá. –
3. svo framarlega sem ekkert verður af
stofnun tjeðs forgripa safns, og eingin sýni
leg merki sjást til þess, að liðnum tveim
árum hjer frá, að slíkt fyrirtæki muni
fá framgáng, þá áskil jeg mjer óskertann
rjett til að taka gripina aptur. –

staddur í Reykjavík 15a Júlí 1863
Jón Sigurðsson

Til
herra Stúdents Jóns Arnasonar
- Málara Sigurðar Guðmundssonar


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd:

 • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
 • Dagsetning: september 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar

Þjóðminjasafn