1 bréf (JStilSG 68-24-06)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:37 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:37 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: B/2 1868, 2 Bréf Jóns Sigurðssonar til Sigurðar Guðmundssonar
 • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
 • Dagsetning: 24. júní 1868
 • Bréfritari: S. J. G. Hansen fyrir hönd Jóns Sigurðssonar og Bókmentafélagsins
 • Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
 • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson fyrir hönd Forngripasafnsins
 • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

 • Lykilorð: Forngripasafn
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind:

DEILD HINS ÍSLENZKA BÓKMENTAFÉLAGS

 • Texti:

bls. 1


[Í vinstra horni stendur gamalt safnnúmer merkt með blýanti:]
14

DEILD HINS ÍSLENZKA BÓKMENTAFÉLAGS

í Kaupmannahöfn, 24. júní 1868.
Á fundi félagsdeildarinnar 15. dag febrúarmánaðar í
vetur var það samþykt, að styrkja forngripasafnið í Reykjavík,
sem þér og núverandi umsjónarmaður við latínuskólann, herra stú
dent Jón Árnason, hafið mest og bezt gengzt fyrir að efla og annast,
með því, að prenta á félagsins kostnað skýrslur um safn þetta,
þá sem þér höfðuð í fyrra sumar afhent forseta deildarinnar.
Nú er skýrslan prentuð, og þareð það virðist nauðsynlegt og gagn-
legt, að umsjónarmenn forngripasafnsins hafi umráð yfir bók
þessari til útbýtingar, gjafar eða sölu, eptir því sem hentast
mætti þykja og gagnlegast fyrir safnið, þá sendum vér yður
hérmeð 150 exx., og ætlumst til að þið, umsjónarmenn safnsins, hafið
þau til umráða, en vér óskum gjarnan að heyra, hvort og á hvern
hátt ykkur tekst að verja þeim til nota safnsins.
Jón Sigurðsson
p.t. forseti.

S. J. G. Hansen
skrifari.

Til
herra málara Sigurðar Guðmundssonar
Í Reykjavík.


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir: Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athugasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, bls.101-102: „Skýrsla um Forngripasafn Íslands, I. Enn er hún til við safnið, leifar af þessari gjöf. Hefir verið höfð til sölu þar og stundum gefin, styrktarmönnum safnsins. II. kom síðar í viðbót og enn síðar þriðja heftið, sem Sigurður Vigfússon samdi og Reykjavíkur-deild Bókmentafélagsins gaf út. Svo féll það þarfa útgáfufyrirtæki niður.”
 • Skönnuð mynd:

 • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
 • Dagsetning: Júní 2013

Sjá einnig

Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athugasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929, bls. 34-107. Hér bls. 53.

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar