1 bréf (SGtilGT-62-4-10)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:41 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:41 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: B/1 1862, 2 Bréf Sigurðar Guðmundssonar og Jóns Árnasonar
 • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
 • Dagsetning: 4. október 1862
 • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Dr. Grímur Þorgrímsson Thomsen
 • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

 • Lykilorð: Forngripasafn, þjóðgripasafn, þjóðsafn, danska stjórnin, skinn handrit
 • Efni: Þetta er afrit af bréfi Sigurðar Guðmundssonar og Jóns Árnasonar þar sem þeir biðla til dr. Gríms Þorgrímssonar Thomsens að fylgjast með því hvort að 200 Rd styrkur til stofnunar og rekstrar forngripasafns á Íslandi hafi hlotið náð fyrir dönsku stjórninni. Einnig er tíundað hversu mikilvægt það er að hafa slíkt safn á Íslandi sem skapa mun jarðveg fyrir hverskonar listir á Íslandi. Bréfið tilheyrir bréfasafni Þjóðminjasafns Íslands.
 • Nöfn tilgreind: Sigurður Guðmunsson, Jón Árnason, Grímur Þorgrímsson Thomsen

Bón til Gríms Þorgrímssonar Thomsens varðandi forngripasafnið

 • Texti:

bls. 1


Í framhaldi af umtali okkar í sumar leifum vér oss að
leita til yðar sem góðs landa, við víkjandi stofnun þjóðgripa-
safns fyrir Íslendínga, og í því tilliti leifum vér oss
að taka fram eptir fylgjandi atriði.
Eg (Sigurður Guðmundsson) hefi áður í 14 ári Þjóðólfs Nr 19-20
talað lauslega um hvað nit samt það sé fyrir oss Íslendínga
að koma upp hér á Íslandi einskonar forngripa safni
eður réttara sagt Þjóðsafni hvar í menn geti safnað bæði
fornum og nýari þesskyns gripum sem á ein hvurn hátt
sýna útvortis háttu fyrri aldar manna.
Eg þikist hafa fyllilega sannað að hvörki inn lend
íþrótt (kúnst) né þær helstu inn lendu skáldskapar tegundir
geti þrifist hér á landi fyr enn þettað er feingið eins er
eg hræddur um að men vilji ætíð of mikið misskilja sög-
urnar og hlaupa yfir þær (eins og men segja): “á hundavaði„
á meðann men van hirða alt þess konar, enn sleppum nú
því.
Eg bist við að margir vantreisti inn lendri íþrótt og
þess kyns innlendum skáld skapar tegundum nefnilega
episkum dramatiskum og rómana skaldskap, enn hvað
sem um það er þá hefir þó tölu vert bólað á öllum þessum
skáldskapartegundum hjá oss á seinni árum og gétur það
því áður en maður veit vaknað með fullu afli.
Menn hafa líklega mestar orsakir til að vantreista að
í þróttin þrifist hjá oss, enn þá veit einginn hvað verða kann
því Íslendíngar hafa haft litlar hvatir og kríngumstæður
eða tækifæri til að hugsa um þesskonar á seinni öldum,
og allra sist hafa þeir af inn lendum eða útlendum heldri
mönnum verið hvattir til þess. Enn eptir kröfum þess-
ara tíma gétur varla hjá því farið að þjóð sem hefir
jafn gott irkis efni í þeirri grein fari smásaman að
vakna, þörf landsins í þá stefnu er óseygjanlega mikil
og eg get ekki séð að henni verði fullnægt nema af innlendum
sem búa á Íslandi, því það irði snúningssamt að fá alt það
frá útlöndum sem landið þarf í þá stefnu og hvurjir útlendir
þekkja sumt af því? hvað a gagn höfum vér af því sem gért
er í út löndum í raun og veru, hvaða mentun hefir alm-
enn ingur á Íslandi af mindum Alberts Thorvaldsens
(sem nær því eingin þeirra getur séð) alseinga. Við verðum
því að stirkja alla mentun í landinu sjálfu ef duga skal

bls. 2


héðan af bæði sögulegu skáldlegu og íþróttlega (kúnstne-
iska) mentun, og alt þettað stiðst við það útvortis eður það
sem augað sér þó ofmargir gleimi því.
Margir munu segja að það sénú orðið of seint að safna
þessháttar því nú sé mest af því tapað. Það er að vísu
satt að mikið er tapað, enn því dýrmætara er fyrir oss að safna
saman því sem eptir er og sem ekki mundi verða alllítið
ef vel væri leitað, og ef menn hefðu nokkur peningaráð,
það er auðvitað að ef Íslendingar vilja verða þjóð að þá verða
þeir að koma upp þesskonar safni fyr eða síðar. enn það
verður því örðugra og ófullkomnara sem það er leingur dreg-
ið því útlendir flitja talsvert af fornmenjum útur landinu
á hverju sumri, þar af leiðir og að öllum fornmenjum er glatað
jafnóðum og þær finnast því einginn er til að njósna um þær og
einginn veit hvað hann ætti að gjöra af því sem finst í stullu<ref>í stuttu</ref>
máli géta Íslendíngar aldrey feingið nokkra tilfinning fyrir
hirðusemi á að safna þesskonar fyr enn þeir sjá að menn eru
farnir að safna því í landinu sjálfu, því fyr vita þeir
eigi hvað þess konar er og (því síður) hvað fróðlegt það
gétur orðið. Vér leifum oss að géta þess að vér erum þegar
farnir að safna ímsu og vér höfum þegar lagt drög fyrir
að verndayimislegt frá eyði leggingu í þeirri von að það
muni eitthvað greiðast úr þessu máli.
Hér höfum vér ekki önnur ráð enn að snúa oss til sjórnar-
innar, og biðja yður í kyrþey að fara í kríngum það
við viðkomandi stjórnar herra hvert hann mundi verða
ófús á að veíta þessari stofnun hér á landi 200 Rd. Stirk árlega
(fyrst í 5 ár) minna gagnar litið því það liggur lífið á að géta
keipt og safnað sem mestu það allra bráðasta því annars er
málið gjörsamlega tapað.
Enn um fram alt er oss áríðandi að fá að fá að rita sem
fyrst hvert vér getum haft nokkra von um að þessu verði
nokkuð ágeingt, til þessað vér getum þá tekið einhverja aðra ákv-
örðun, því það er vor fastur á setningur að reina alt
sem hugsast gétur í þessu máli enn viljin er ekki ein hlitur
Að endingu þessa máls vonum vér als góðst til hinnar Dönsku
stjórnar, og að hún vilji fúslega hjálpa oss til að bjarga
þeim seinustu druslum af okkar fornmenjum sem enn kinnu

bls. 3


að slæðast hér og þar í landinu, eptir að Danir
hafa feingið margar af þeim og flestar okkar frægu
skin bækur sem vér eigum nú nærri ekkert af sýnishorn
af í landinu sjálfu.
Vér undir skrifaðir géfum oss einúngis þá meðmæling, að
vér erum líklega þeir einustu hér á landi sem enn hafa
nokkuð alvarlega hugsaðum þettað mál, og sem líklegt er
að muni hugsa um það í þau fyrstu nokkur ár.

Reykjavík 4. oktober 1862.
Sigurður Guðmundsson Jón Árnason

Til dr. Gríms Þorgrímssonar Thomsens
í Kaupmannahöfn


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir: Annað uppkast af bréfinu fylgir undir yfirskriftinni: „til meðmælingar við sjórnina" og á því uppkasti stendur með hendi Sigurðar að: „hann [Grímur] bauðst til að bera það framm munnlega." Dagsett einnig 4. október 1862.
 • Skönnuð mynd: handrit.is

 • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
 • Dagsetning: 6. 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar