Bréf (SG02-41)

Úr Sigurdurmalari
(Endurbeint frá Bréf (SG-02-41))
Fara í flakkFara í leit

  • Lykilorð: Njálssaga, Orkneyingasaga, uppdrættir Sigurðar
  • Efni: „Bréf frá Guðbrandi Vigfússyni, prófessor, Oxford. 14 x 21,8 cm. Dagsett 9.7.1860. Efni: Enn um krókfaldinn út frá Íslendingasögum. Beiðni um að Sigurður geri uppdrætti fyrir Orkneyingasögu í útgáfu Dasent. Annað hvort ,,af höll Þorfinns eða skála Páls". Guðbrandur hvetur hann til að hraða verkinu. Sigurður hefur skrifað smá athugasemd um krókfaldinn á spássíu. Sýnt er af SG:02:42 að Sigurður hefur brugðist skjótt við og gert myndirnar.“
  • Nöfn tilgreind: Sir George Webbe Dasent

  • Texti:

Bls. 1


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


Kmh. 9. Juli 60.

Besti vin!


Þakka þér fyrir hið síðasta bréf. Þú hefir ekki

alshendis skilið rétt orð mín. hlaðbúinn kyrtill

held eg ekki heyri til frumtexta Njálu, en það

finst í gömlu handriti frá 14. öld, en það er ekki

aldr handritanna, heldr gæði og samhljóðan

þeirra ef mörg eru svo sem er um Njálu,

sem allt er undir komið. Krókfaldr held

eg sé rétt, en í góðu pappírshandriti sög-

unnar stendr krakfaldr (=kraklegr

grannlur lítill faldr) Skyldi það geta verið rétt?

Krókfald hafa 2 skinnhandrit bæði frá 14 öld

og það held eg sé rétt, seinna segir mikinn

fald. En að efninu. Dasent skrifar

mér, eg hafði vísað á þig með upp-

drátt til hallar Þorfinns og skála

Páls jarls; hann fer ekki heim í



*ATH á spássíu hefur Sig skrifað:
að kraka upp sama og krækja upp biskupa sogur
kröku stjori sem krækist í botninn krakfaldur (=krókfaldur


Bls. 2


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


sumar, en skrifar mér og biðr mig að skrifa

þér, og biðja þig að gjöra uppdrátt af skála

Páls jarls sem getr í Orkneyingasögu og

lýst er við dráp Sveins. Þetta var árið 1135

og því ystir var Páll 50 árum eptir Ólaf

kyrra, en þó virðist húsaskipan forn

eptir sögunni. Hann biðr um uppdrátt-

inn með næstu ferð, og því nú með

skipinu; láttu þetta ekki bregðast, þú

fær það vel borgað, og þú átt að setja upp

að þér sé vel borgað. Dasent skrifar

aðeins uppdrátt af skála, eg veit ekki

víst hvort hann meinar Þorfinns eða

Páls, hann vill hafa uppdrátt beggja.

Ef nú þér væri hægra og fljótlegra að

teikna upp höll Þorfinns, en hann var

samtíða Haraldi Sigurðarsyni og Arnór

jarlaskáld sat sem Arnór sjálfr segir í

öndvegi hinu óæðra og drakk á jarl yfir

elda. Lýsing er best í Fagrskinnu og Fornrit


*ATH á spássíu hefur Guðbrandur skrifað:
Dasent skrifar mér svo: "biðið þér vin yðar í Íslandi að gjöra uppdrátt
af hinum forna skála fyrir mig. Ef þér skrifið með næstu gufuskipsferð
þá fæ eg svar og uppdrátt í tíma. Þú verðr því endilega að flýta þér,
en láta þó vera vel gjört.



Bls. 3


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

í Ol. sögu kyrra, en þetta kantu utanað, það

er ekki að tala um að þú farir nú að skoða

hallir, heldr að gjöra það eins og þú veist best,

og spá í eyðurnar, og væri gott að setja nöfn

með, eðr stutta lýsing, hvað sé stórt etc.(*?) og að vel

sé teiknað af því útlendir eiga að sjá það.

Láttu ekki hjá fara að senda annað hvort

uppdrátt af höll Þorfinns eðr skála

Páls heldr þó hið síðar ef þú getr en

til þess þarftu kannske að skoða sög-

una, en til að gjöra forna höll eptir hug-

mynd þinni með langeldum, er hægra því

engin sérstök lýsing er til á hans höll

svo þar hefir maðr frjálsar hendr, að hafa

hana sem forna konúngshöll.


Þinn einlægi vin

Guðbrandr Vigfússon


  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar