Bréf (SG02-111)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 28. október 2013 kl. 14:28 eftir Eoa2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. október 2013 kl. 14:28 eftir Eoa2 (spjall | framlög)
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: SG 02:111 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási
  • Safn: Þjóðminjasafn
  • Dagsetning: 26. feb 1872
  • Bréfritari: Ólafur Sigurðarson
  • Staðsetning höfundar: Ási
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Garða Björn, Sigurður Vigfússon, séra Pétur Guðmundsson, Pétur á Hofdölum, Rannveig og Sigurður á Ytri Hofdölum

  • Texti:

bls. 1
Ási, 26. febr. 1872.
Kæri frændi!
Hafðu þökk fyrir bréfið af 23. nov. f.á.
Þú ert skotinn í kvennafundunum;
það er líka þín von og vísa, sem alltaf
lifir sem piparsveinn, og er það ef til
vill skaði, því þú ert líklega brúkanlegur
hrútur. En þú villist á því, að þær
tali ekki um hreinlæti, því þeirra 1ti
fundur var einmitt um það, sjá N.f.
1869 No 41-42, þar stendur svo: „Aðal-
„umræðuefni þessa fundar var: 1 um hrein-
„læti, og hvað mest væri ábótavant hjá
„oss í því tilliti í baðstofu, í búri, í eld-
„húsi, í bæjardyrum og útifyrir þeim og
„kringum bæinn, og hvernig bezt yrði
„ráðin bót á því. 2. var rætt um bágindin,
„og hvað hér væri enn ónotað, er hafa
„mætti til manneldis, og sömuleiðis hvort
„eigi mundi meiga taka upp hyggilegri
„tilhögun á því sem notað hefur verið
„3. að minnka óþarfa kaup á þessu sumri."


bls. 2
Af þessu sérðu, að þær eru ekki öllu
heimskari en við, þegar þær fara af stað;
enda er álitið, að fundir þessir hafi kom-
ið nokkru til leiðar, einkum með þrifn-
aðinn. Þar næst minnist þú á vef-
stólana, sem nú er verið að fjöldga hér.
Eg hef lengi verið að hugsa um skyttuna,
sem á að fljúga á hjólum af litlum snæra-
kipp. Þú segist ekki vera góður í því
máli. En skrepptu suður á Alptanes
til Garða Björns, og náðu teikning af
vefstól hans, en einkum skyttuskotinn
og sendu mér með vermönnum. Eg skal
smíða eptir, ef þú teiknar eins og þú
ert maður til.
Seinast talar þú um búskap okkar,
einkum áburðinn. Það kann satt að
vera að fljótandi áburðurinn sé beztur
en honum er ekki hægt að koma við hér
á landi, því þó túnin séu slétt, eins og nú
er orðið hjá mér, geta menn ekki ekið
um þau á vorum fyrir bleytu. Um
haugstæðin muntu segja satt, en ekki
dugar að láta í þau mó að eg held, og


bls. 3
og valla kalk. Það er líklega Cementið
eitt, sem heldur hlandinu. Þak yfir
haugum er víst mikið gott. Eg tek samt
allar bendingar og teikningar frá þér
mikið vel upp í þessa stefnu.
Gjörðu svo vel að ná fyrir mig vönd-
uðum skúfhólk ógylltum út hjá Sigurði
Vigfússyni, og komdu honum á vermenn.
Eg á hjá honum 4rdl. fyrir festi sem hann
seldi, er var þó fullra 5 dala virði. Eg
bið annars kærlega að heilsa honum,
því hann er vinur minn, þó þetta hafi
dregist fyrir honum.
Fréttir eru héðan fáar; sumarið var
afbragðs heyskapar sumar, og veturinn
er til þessa hinn blíðasti, sem eg man.
Þó varð hér jarðlítið um túna eptir ný-
árið. Lát móður minnar og sira Jónasar
hefur þú séð af Norðanfara. Sira Pétur
bróðir þinn lifir eins og blóm í eggi í eyju
sinni barnlaus (því Hallgrímur dó)
Fyrrum mágur þinn Pétur á Hofdölum
lifir alltaf vel, en ógiptur. Móðir þín
er við bærilega heilsu, ekki blind, en mjög


bls. 4
sjóndöpur. Rannveig og Sigurður búa
á Ytri Hofdölum heldur skár en áður,
og eru nú að nafninu búin að kaupa
meiri part af koti sínu að Stefáni
Hafliðarsyni, sem nú er bóndi á Egils-
holti.
Borðeyrarfélaginu er alltaf að
vaxa fiskur um hrygg. Nú eru æði
margir af Skagfirðingum gengnir í það,
í þeirri von, að það verzli eitthvað
við okkur að sumri komanda.
Þinn einl. frændi
Ólafur Sigurðsson.



  • Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

  • (Titill 1):
  • Sjá einnig:
  • Skýringar:

<references group="nb" />

  • Tilvísanir:

<references />

  • Hlekkir: