Bréf (SG02-159)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 25. október 2011 kl. 12:17 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. október 2011 kl. 12:17 eftir Olga (spjall | framlög)
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Herra Guðmann, Gl? Björns á Hofstöðum

  • Texti:


Ási dag <strong">*25*(i) Ágúst 1850

Sæll og blessaður Nafni minn!

Þó eg setjist nú að skrifa þjer nokkur orð, er ekki til að tiltína
fréttir - er fáar tilfalla merkilegar - því þá merkustu veit eg Móður þ:
er búin að láta rita þjer, um fráfall Föður þ: sem bæði henni og ykkur
systkynunum er því merkilegri, sem þið þekkið yður hafa mist meira, með
Eðladyggðugum?* og aðstoðarfúsum ástvin; um afleiðingu afgángs hans mætti
eg heldur víkja nokkrum orðum: því þó eg í firstu vænti að yfirvaldið aflaði
mer einhvurja tilsjón með móður þ: hjet það so - þegar til kom - að síslum:
sagði: "eg mætti til að sjá til með ykkur bræðrunum og ekki heldur setti
han móður þ: neirn?*, því han þekti hjá mjer þan hæfilegleyka(sic) að eg gjæti
hvorttveggja". þó eg nú vildi yk(k)ur öllum sem best, fin eg mig vanta
bæði dug og framkvæmd til þessa; skipti gátu ekki ákomist í vor nema
á ánum og urðu af þeim 4*ar*(upp) í br:lóð og lét eg reka þínar á fjall og bíst
við að slátra í haust - ef fást - og selja, eður mun það ekki verða vegur
in með það þjer tilsettum víst það lausa? og nú í bráð get eg ekki sjeð: að
öðruvísi meigi verða með það fasta. Hugsað hefi eg: að falla?* uppá við
skiptið: að þessa árs kostnaður þin sé tekin af óskiptu, en hvurnin teingda
bræðrum þ: líkar það, veit eg ekki, og þá verður skiptarétturin að skera úr
og ekki óttast eg lángvina óvild þeirra bræðra því áður mislíkað þeim
við mig í skipti eptir móður þeirra, og greri það fljótt. Viltu ekki
skrifa mjer - við tækifæri hvað þjer hugkvæmist um framtíðina ef lifir -
hvurt þessi nærverandi vísindi sjoirna?* þer eini frá apturkomu híngað,
þjer og löndum vorum til nitsemdar og hvursu mörg ár þú mundir þurfa
til að afljúka þessari lærdómsgrein, því þareptir mundi eg geta ritað þer
hvað lóð þitt mundi hlaupa hátt, sem þá líklega yrði felt við uppboð nest-
komandi vor, eður mun ekki best að höndla so með það heila bæði fast og laust?
heldur en taka lán með Rentu og selja það fasta í Pant? er skjaldan leigist
meir en Rentan er há af yminduðu kaupverði jarða eða parta þeirra:
um hvað þjer hugsast í þessu óska eg línu, en hvað þú anað skrifar af sjálfum
þér eður í fréttum fæ eg lesið hjá móður þini, því víst munum við verða sistkyn
meðan lifum. Um 10*rd*(upp) máttu biðja <name type="person">Herra Guðmann</name> er eg fral?* betala
aptur í Höndlun hans her, í hvurn Kaupstaðin sem han vildi, og vona eg það
fást og getur þú til gamans borið saman hvaða snoðlíkt?* þetta er gjöfum <name type="person">Gl?*:
Björns</name> á <placename>Hofstöðum</placename>, han held eg lifi til þess þú ert útfærður!!
Að síðustu bið eg Drottins anda: að stíra þínum léttfæru æsku fótum
frá snörunum, kena þer að hafna því skaðlega en velja það nitsama
þer til sanrar farsældar her og síðar! óskar einlægt móðurbróðir þin

S. Pétursson

ATH skrifað lóðrétt á pappírinn í miðju



Til
Sigurðar Guðmundssonar

lærisveini frá Hofdölum í Skagafyrði

í Teyknifræði og fh?*: í Kaupmannahöfn



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
  • Dagsetning: 07.2011