Bréf (SG02-164)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: fjárhagsmál, föðurarfur, giftingar,
  • Efni: „Fjárhagsmál Sigurðar, föðurarfur og samskot til hans. Gifting Ólafs Sigurðssonar og bústofn, sá, er hann fékk er hann tók við búi að Ási. Væntanleg gifting dóttur bréfritara og möguleikar á að leysa hana út með nauðsynlegum lífsmeðölum.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind: hr. Guðmann, Ólafur?, hr. Thaae, hr. Havsteen, Ólafur Sigurðsson, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Sgr. Gunnar á Skíðastöðum, Jón Guðmundsson

Texti:

bls. 1

Ási þann 15ta Septembr 1854


Ástkæri frændi! Óskir farsælustu!


Hafðu góðar þakkir fyrir þitt kjærkomna tilskrif

af 30ta Júní síðstliðna! samt get eg ekkert sagt þér

um reikningana frá herra Guðmanni fyrr en eg

gjæti í betra tómi feingið Olaf m til að yfirvega

þá. - Sömuleiðis hefi eg ekki tækifæri að senda þér

reikning yfir föðurarf þinn, sem eg hafði þó í

áformi að gjöra við þetta tækifæri, til þess þú vissir

hvurnig á öllu stæði milli okkar; og er nú mjög lítið

það eg vildi hafa vísað þér til hjá herra Thaae,

samt vona eg landsmenn þínir stirki þig töluverdt

í þetta sinn, bæði nær og fjær, sem margir ?* bjándi?*

landar okkar haf látið sjer ant um, bæði í orði sem

verki; já eg gleimdi að það eru 50rd sem hra Havsteen

hefur lofað mjer þú skildir fá hjá yfirmanni hans

herra Thaae

Næstliðið vor giptist Ólafur minn Sigurlaugu dóttir

Sgr Gunnars á Skíðastöðum, þá léði eg honum hálfa

þessa jörðu og Jón bróðir m: með (muntu geta nærri

hvurnig á því stendur) fékk eg honum þá 3 kýr og

kvígu, 3 hross, 20 ær, 20 sauði, 20 gemlínga, og seldi

honum 12 ær að auki, fyrir hverjar Gunnar tillagði verðið

so Ólafr feingi mínar hagvonar?*, enn fremur misföll á

sauðfé þar, sem víða við fjöll og dali; þikir þér nú

nafni! ekki heldur farið að gánga af mjer? þú skildir

svara: eg þyrfti ekki heldur leingi með. - á orði

er líka að önnur Dóttir mín giptist á komandi vori

og mundi eg þá dálítið verða að stirkja hana líka


bls. 2


með nauðsynlegustu lífsmeðöl og þrivanlegustu

áhöldum; við erum við svipuð heilsukjör sem áður

þá altjafnt aukist ýmisleg gránkvæmi og lasleiki

gras og hría ár lítur út fyrir að verði í í betralagi

fiárabli allgóður líka, ef minn mottu sæta honum; enn

kornkaupin þikja heldur útdragssöm en löguð til þess:

að sökkva alþíðunni í óvinnandi skuldir, því heldur sem

nokkrir áttu fremur grannann sauðffénað næst: vor.

að síðustu kveðjum við öll frændsistkyn þín hjerna

þig með óskum als hins fullkomnasta! þinn

þinn vænlegur bróðir


S. Pétursson


bls. 3

AUÐ SÍÐA


bls. 4


ATH skrifað lóðrétt, þ.e. eftir langhliðS:T:


Málara og Mindasmiðs S: Guðmundssyni


í Kaupmannahöfn

  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar