Bréf (SG02-166)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 11. nóvember 2013 kl. 11:30 eftir Eoa2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2013 kl. 11:30 eftir Eoa2 (spjall | framlög)
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: SG 02:166 Bréf frá Sigurði Péturssyni, bónda og hreppstjóra, Ási
  • Safn: Þjóðminjasafn
  • Dagsetning: 4. okt. 1855
  • Bréfritari: Sigurður Pétursson
  • Staðsetning höfundar: Ási
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Ingibjörg Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðarson, Jóhann Stefánsson, Sigurður Sigurðarsson?, Jón Samsonsson, Tómas á Keflavík?, Gísli á Ketu?, Björg Björnsdóttir, Jónas á Keldudal, Þorbjörg frá Garði, Markús?, Filippína Hannesdóttir í Eynolti?, Davíð frá Vindhæli

  • Texti:

bls. 1
Ási d: 4da Octobr 1855

Ástkjæri ættbróðir! Guð gefi þér lukku og heylli
góðra manna!
Næst því að þakka þér, þitt bróðurlega tilskrif af 5 Júlí
síðstliðna! hefi eg fátt er eg gef mjer tíð að skrifa, er eg
meina þér gaman að. af árferðinu veit eg frændur okkar
hafa skrifað; og er þá markverðast af mjer að segja: að eg
í vor er var, gipti Ýngibjörgu Dóttir m: Jóhanni Stephanss:
fyrr frá Keblavík; byrjuðu þau búskap á hálfri kýr og
feingu hjá mjer til þess fénað og áhöld, sem líkast því sem eg
fékk Olafi m: í fyrras: sem eg mun þá hafa drepið á við þig: utann
þessi feingu einasta 2 kýr, enn hitt alt viðlíkt; hvarfsíki gekk
her í sumar um miðsumar lítið; varð eg þá so lasinn að eg
hugsaði eg tæki ekki fleiri veikindi, enn þó lá eg aldrei allann
dag í rúminu, og ekki hefi eg árædt að ríða í kaupstaðinn
þó eg hafi haft laungun til þess, síðan mjer batnaði, og
á eg því að senda Sigurð m: með bref þetta líkast gángandi
þar vötn eru farin að fá, barin og jakaburð; lángar mig nú
til að fá tilvísun handa þér til 100rda hvarí fólgnir eru þeir 25rd42s
sem siðlarnir sendu þér í vetur frá Sgr. J: Samsons: og líka
vildi eg nú senda þér reikning yfir arfalóð þitt; hvar við
þó er vantandi skilvísi fyrri hvurjuð skildings vyrði, sem það
ýmislega er þar hlotnaðist, gekk yfir eður undir vyrðingarprís
og nokkrir hlutir eru ennþá óseldir; og sínist okkur báðum eins
koma til lítils sá smáreikníngur, einasta þá þú færð þitt
fulla sér. Já! þá eg mintist víbindanna átti eg geta þess:
að 2 bændur dóu her í sókninni: Tómas á Keblavík og Gísli á Ketu
3 kornmenn ogso: Björg Björnsd en hinar ókendar nú
næstliðinn sunnudag var líst með Jónasi á Keldudal og
Þorbjörgu frá Garði; samt bróður hennar Markusi og
ekkju Filippínu Hannesdóttir í Eiholti, enn með fleiru
þesslags gef eg mjer ekki tíð að gleðja þig að þessu sinni.
Víst fynn eg til þess frændi! hvursu erfidt þú átt með að
komast áfram, og ekki finst mjer eg sje viljalaus að stiðja
þig, enn fleira hallar að mjer bæði frá skildum og líka frá

bls. 2
AUÐ SÍÐA

bls. 3
tilfynníngunum ynnra, til &: kom her frændi þin Davíð
frá Vindhæli fyrir stuttu, sem fyrir góðra manna aðstoð
ætlar enn á Prestaskólan þetta haust og þókti mér slæmt
að greiða ekkert fyri honum; hann fór 10 vetra héðann
úr norðurlandi og síðann ekki komið her eður sjeð föður
sinn fyrr enn nú í sumar. - Það mun kallast æfíngar
skóli sem þú ert nú á, hefur þú þá ekki borgunt fyri það
þú gjörir, þá það geingur út til sölu? eður ertu nýfarinn
að smíða úthöggnar mindir? að þessu vildir þú víkja orði
frændi! ef þú skrifaðir mjer við tækifæri síðar. -
Eg sje nú fyrst: að eg hefi frett rángt, þá eg sauri blaði þessu
sem þú ásamt þessum sundruðu þaunkum verður að tilgefa
þínum alls góðs óskandi ættbróðir

S. Péturssyni
bls. 4
ATH skrifað lóðrétt, þ.e. eftir langhlið


Til

Málara og Mindasmiðs Sigurðar Guðmundssonar

í /Kaupmannahöfn


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:
  • Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: XX.07.2011