Bréf (SG02-217)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 14. júlí 2011 kl. 20:31 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júlí 2011 kl. 20:31 eftir Olga (spjall | framlög)
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: SG 02:217 Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Steingríms Thorsteinssonar
  • Safn: Þjóðminjasafn
  • Dagsetning: 5. nóv. 1860
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Steingrímur Thorsteinsson
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Árni?, Jón? og Gísli?, Wessel,

  • Texti:


bls. 1
Reykjavík 5 Nofember 1860

heill og sæll!

Þó eg mindist við að skrifa þér þá verður það
samt ekki merkilegt, því lítið er í fréttum,
mér þikir vænt um að mappan er hjá þér, en
blessaður reindu til að komast eptir hvar hjálmur-
inn er því mér þikir ilt að missa han,
Um búningin er það að segja að hann er komin
í alla landsins fjórðúng og víða farin talsvert
að útbreiðast, han er komin í allar síslur a suður
landi nemað í Borgarfjörð, austur í Rángár
völlu og Skaptafellssíslur fleiri en eina,
vestur á vestjörðu og norður í Skagafjörð
og bráðum í Húnavatnssyslu, eg ætla mér
núna bráðum að skrifa 1 eða 2 artikula í blöðin
um þettað, einkanlega um faldin, og svo ef
til vill að drepa á það skáldlega í búningnum
lauslega, varaðu þig þú sem skáld! Því
þó mig vantaði hjálmin min góða, þá gétur þú
(innsk) *samt* verið vissum að útum grímuna á pappírs
hjálminum mínum svarta, skulu brenna?*
blá búníngs krælag?*, er eg horfi á móti okkur
skáldonum, mín skráphörðu búníngs her-
klæði skulu kasta bæði beinum og köllum
geislum til okkar, og mín álsegji brandur
skal ógna okkur,


bls. 2
það sem um er okkur mest hér á Íslandi *nú*(y)
nú um stund, eru ólukku harðindin, því
þau drepa víðar alla dáð í mönnum sem von er,
*að öðru*(y), og géra það að verkum að men þora
ekkert að géra neitt, og það finnið þið til sem eruð
að géfa út bækur, og eins fin eg til þess,
annars gét eg ekki sagt að mér líki svo illa við
almenning hér í Reykjavík, eður annarsstaðar á
Íslandi, og hér er ekki svo dauflegt, því alltaf
eru hér að koma útlendir hvern annan um
þveran, alt framá vetur, um öfund kjaptæði og
svína politik skipti eg mér ekki, annars held
eg að mestu géti feingið men hér til að géra mart
ef góðir eru firir liðar, en þá vanta *i*(y) nær því í
öllum greinum, men þurfa að fara hægt og bítan-
di, og þá vinnur maður mest, þú sérð nú hvað
hefir geingið með búníngin, og má þó fullirða
að það er ekki það hægasta að koma á, og er
þó óhætt að telja mig með þeim vesælustu
fyrirliðum sem orðið géta, en af því eg hefi
verið einlægur við, kalin og þrár, þá er það
nú komið þetta á veg, og eg hafði fyrir 2
árum svarið firir að þettað hefði geingið hálft
svo fljótt, hvað heldurðu ekki að ríkir
og málsmetandi men gjætu orkað hér ef þeir
væru einlægir við kalan, og hefðu réttu
aðferð, ekki mundi almúgin hlíða þeim síður
en mér,
þegar men eru búnir að smegja sér inn í einum
stað opnast annar *vegur*(i) svo er með þettað, nú
vilja studentar hér fara að bera studenta
húfur, og vona eg að eg komi bráðum


bls. 3
hvítum silfur fálka fljúgandi á
þeirra húfur sem hér verður tilbúin,
þettað gétur orðið gott ef það tekst sem
eg vona, hér er maður sem heitir Arni sem
eg hefi leingi sagt til með að grafa dis, og
er han að mörgu leiti eins góður í því eins og
þeir í höfn hann er að búa til fálkan, það
kann að vera, að allur skólin tæki upp húfur
með merki svona s(sic)finst þettað hvað af öðru,
Eg hefi einúngis 2 mindir af þíngvelli sem eru
nokkurn vegin greinilegar, og þikja mér þær of góðar
til að komast í tíðindin Dana (satt að segja) því ílla
foru þeir með okkur i greininni um Dirafjörð,
og vil eg ei að þeir fari eins með Þíngvöll, en hugsa
vil eg um að koma því út firir almenníngssjónir
á einhvern hátt ef auðið er, þar um seinna, annars
vil eg reina að géra fleiri mindir af þingvelli ef
eg gét han er þess verður,
af geisir og strokk hefi eg eina mind nákvæma,
en fáu öðru þess konar, i mörgu gömlu hefi eg
grúskað hér, því fleir er til af þesskonar hér en
men halda, ef vel er leitað, sem safn Jóns Arna
sonar mún sína, annars á eg að heilsa þér frá honum
og mun han skrifa þér lángan pistil þegar han
kémst til,
mér líður all vel, en ekki sé eg mér fært að sigla að
svo stöddu, eg hefi ekki nógu silfursleignar klær
til þess en, *og auk þess álít eg að það sé nauðsinlegt
að eg sé hér en sem komið er, því*(u) en þá þarf eg að líta
eptir ímsu, en líklega mun eg verða að sigla.
ilt þikir mér að heira þettað ósamlindi milli
Jóns og Gísla, það er eins og Andskotin útstypi
allra ærlegra mannasálir í kláða, *og þegar*(u)
*fjárklaðin endar á fénu taka mennirnir við,*(u)


bls. 4
nú bið eg að heilsa konu þinni, og
Wessel ef þú sérð han, siðan skipa eg
þér að lifa vel, hvort þú vilt eða
ekki

Sigurður Guðmundsson




  • Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
  • Dagsetning: XX.07.2011

  • (Titill 1):
  • Sjá einnig:
  • Skýringar:

<references group="nb" />

  • Tilvísanir:

<references />

  • Hlekkir: