Bréf (SG02-221)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Magnús Eiríksson guðfræðingur, Einar í Nesi, Oddgeir Sigurðarson?

Texti:

bls. 1


SG 02:221a Reykjavík 3 Nóvember 1865


Reykjavík 3 Nóvember 1865

Góði vin!

Þú hefir leingi átt bréf
hjá mér og kémur það mest af því
að eg hefi alltaf verið um það leiti að
póstskipið hefir farið i svo miklu
bréfa stagli, að eg hefi ekki gétað
komið við að skrifa þér. þú missir heldur
ekki mikið því héðann er lítið að frétta
nema ilt eitt það er að segja ef annars
nokkuð bragð er að því. og eins er með
ukkur þarna itra, mér líður við það gamla
manni miðar hverki áfram eða apturabak
því alt stendur hér fast hvar sem í er
tekið og svo hefir leingi verið og mun
leingi verða meðan að Danir hafa
með hönd i bagg þeir hafa sér skilt
lag á að stjórna í að gjörðaleisi.
Eg hefi nú leingi einungis verið að mála
altaristöblur og það aldeilis mechaneskt
því ekki borgar sig hér að hafa of mikið
við það (eg verð first og fremst að
bjarga lífinu) eg á lit það alt lítils virði
þó er það skárra enn áður hefir verið


bls. 2



ef þess kins verður alment. mér
liggur við að hlægja stundum þegar eg sit fyrir
framan þessar kristamindir (sem
reindar er fjærst mínu skapi að
mála af öllu) þegar eg hugsa um að
Íslendingar skuli nú first vera farnir að
skinna sig upp með altaristöflur þegar
Kristna trúin virðist vera að
fara á hausinn, því það fer hún
af sjálfu sér ef Magnús okkar Eiríksson
má ráða, þú vest að eg er ekki ákafur í
trúar efnum (og liberal) og að eg hefi
ekkert haft á móti Magnusi enn þó
hefir hann nú og þá einkannlega þeir
þarna itra geingið svo lángt að eg held
að þeir seu orðnir meir enn vitlausir og
sú aðferð þeirra synir að þeir ekkert hugsa
um hvað þeir géra, það er eina bótin að þeir
hérðna fr heima eru latir og daufir enn
samt sem áður hefir nú leingi ólgað í þeim
fjandskapurinn til þeirra itra af mörgum
gildum ástæðum sem eg ekki vil nefna enn þessar seinustu greinar
frá þeirri höfn gét eg ekki skilið annað enn að
verði orsök til þess að Íslendingar hér heima
og þar itra segi sig úr lögum hvörjr við aðra


bls. 3



beinlínis eða ó beinlínis.

hvernig géta menn hér þolað að þeir þarna
itra setji nöfn okkar Reykvíkingað undir
þær svivirðilegu greinir sem þeir hljótu
að skammast sín fyrir að hafa skrifað
það er fallegt að Íslendingar í öðru landi
(ef Íslendingar géta heitið) skuli vera farnir
að rægja hver annan við Dani og aðrar
þjóðir sem eg hefi leingi orðið var við
að þeir géra bæði við menn hér heima og
itra. enn undir skripta greininn í norð
ann fara tekur þó útyfir í ósvífni því
það er ómögulegt að sjá hvert sú grein stefnir
það má bæði skilja hana sem háð og alvöru
og er það hvörtveggja sæmilegt því þeir
verða að gá að því að margir skólabræður
þeirra og kunningjar eiga hér hlut að
máli sem líka eru sigldir og géta þeir
því ekki álitið alla þá skrælingja þótt
þeir áliti alla aðra það sem eru her á
landi enn ekki í höfn, það er kritið
að sjá nafn Oddgeirs figur eru undir þessu
blaði, og sem er næst æðsta stjórnvald landsins
hann anbefalar þar trúarvillumann sem
þann besta dreing í öllu sem þeir þekki og
þar af leiðir að þeir samþikkja hans trú og
vilja að við höfum hana eg jata að Magnús
sé ráðvandur í flestu, enn í trúar efnum


bls. 4


er hann sver mer, og ó areiðannlegur.
þessvegna, hvað vilja þeir sanna með því
að [Magnús Eiríksson|magnús] sé hversmans hugljúfu og ráðvand
ur hann er sjálfsagt hugljúfi þeirra
þegar þeir eru að hafa hann fyrir
narra eins og við höfum þekt, enn á
hinn bóginn gétur margur þjófur og
ligari verið raðvandur nema að því
leiti að þeir eru þjófar og ligararar(sic)
eins gétur verið með Magnús okkar að
hann sé ráðvandur að öðru leiti enn
því að hann sé svermer og trúarvillingur
enn það besta af öllu er að þeir anbefala
oss sem fyrir mind þann versta manns
sem ef til vill er hér á landi það er
hann Einar í nesi sem er að narra fjölda
fólks úr þessu of fámenna landi firir
peninga og sem miklu meir enn Magnús
hefir staðið fyrir margs konar trúar óróa
her á landi sem við vitum af þó það verði
ekki sannað uppa hann hann hefir staðið
í sambandi við katólska á öðru nefinu
og á öðru neifinu við þá sem vilja afneita
allri trú og kirkju sermonium greptrun?
og altaris gaungum.



==SG 02:221b Reykjavík 3 Nóvember 1865== ATH ATH ATH

  • Handrit: SG 02:221b Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Steingríms Thorsteinssonar
  • Safn: Þjóðminjasafn
  • Dagsetning: 3. nóv. 1865
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Steingrímur Thorsteinsson [ATH. HBÁ]
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Guðbrandur (Vigfússon?), Eiríkur Magnússon, Einar (í Nesi?),

  • Texti:

bls. 1
og öllu því yfir höfuð sem lítur að
skaðræðis óróa innanlands.
þú veist að eg er ekki mjög strángur með
neitt þettað kirkjulega og menn kalla
mig her trúar litinn alment og sumir
trúar lausann - enn svo mikið
vit hef eg að það er sú mesta pólitíska
heimska þeirra itra að þeir skuli gánga
á undan öllum í að vekja hér trúar
hatur og trúar leisi hjá almenning
og þar að auki að géfa þeim sem fyrirmind
menn þá sem mest af öllum hér innanlands
gétu heitið föðurlandssvikarar.
Við skulum sjá hvað hægt verður að
stjórna pöplinum ef að hann er orðinn
fullur af trúar hatri og trúleisi og
trúar flakkinu en er litið framfarar
von á meðann það stendur yfir
og hræddur er eg um að það vendi
af leiðingar af þessu.
það er fjærri mér að afsaka eða mæla
með þeirri að ferð sem klerkarnir hér
heima hafa sýnt á móti magnusi því
hún er ófær og heimskuleg enn þettað
verður mönnum á í hverju landi þar sem


bls. 2
þar sem ein trú hefir staðið
leingi með spekt. enda er að gjætandi
að þettað er að eg held eg megi fullirða
sú fyrsta trúar stríðsátök sem hefir
komið út hér á landi, og er því von
þó menn aki sér við henni, og attu
menn sem allra minst að skipta sér
af henni og allra sist þeir itra
nema því aðeins að þeir vilji fastlega
segja okkur stríð á hendur og filla allir
flakkarar Magnusar og Einars. þó hefi
eg minna á móti því enn þá áttu
þeir að segja það hreinskilnislega
í greininni enn ekki láta mönnum
skiljast að þettað væri undir
niðrí (gaman er að vita hvaða
meining þú hefir um þettað)
eg bíst við að þú hafir feingið
nóg af þessu, sem líklega hvor
ugur okkar vill mikið hugsa um


bls. 3
Eg hefi verið altaf að bérjast
fyrir forngripasafninu og geingur
það tregt því ekkert fæst klínt
að því framar enn öðru hér
heima. það er eins og það egi að géra
okkur að skrælíngjum í öllu því
ekkert má fást upp hérna því
bæði þeir her heima og þar itra hafa
svo mikið vantraust á því.
enda er nokkur ástæða til þess
því hvað mörgum Íslendingum
er í raun og veru trúandi hver
þeir eru heldur utann lands eða innan
því hver vill svíka annan og ríða
hann afram, með öll storf er nú
farið eins og mansmorð hvað ómerk
sem þau eru hvað eru þeir að
starfa Guðbrandr og Eirikur Magn.
eg hefi reindar feingið nokkurn þef af því
óvart eg held að það sé ekkert sem þarf
að leina. Ætli guðbr. ætli að setjast að
i Englandi. mer þikir vest ef hann


bls. 4
spillir og grautar i þvi sem eg hefi
gert þar þó litið se, maður er hvergi
í friði fyrir þessum höfðingjum sem
skipta ser af öllu sem þeim þá ekkert
kémur við, við hér heima erum
orðnir marg hrekkjaðir á þeim

alt er þettað gott til að efla
rig milli Íslendinga í Höfn og her.
enn þegar öllu er á botninn hvolft
þurfa baðir jaft á hvör öðrum að
halda og hverugir eru ifir aðra
hafði því hvað leing stundast
störf þeirra itra nema i sambandi
við þá hér.

eg er nú búinn að segja nógu mikið
ef ekki of mikið og vildi aðeins
drepa á það sem mér mislíkar mest
sem stendur og held reindar að
það sé of mikið rætt í því þó margir sjái
það máske með betri litum en eg

þinn

Sigurðr Guðmundsson.



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:sarpur.is

  • Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="nb" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar