Bréf (SG02-224)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: nöfn tilgreind: Jón Þorkelsson, Kristján skáldi, Matthías Jochumsson?, Baldur (hinn góði?), Jón gamla Þórðarson = Jón Thoroddsen?

  • Texti:

bls. 1



Reykjavik 19 august 1868

Góði vin!

Þú átt sjálfsagt bréf hjá mér, eg hefi altaf
haft svo mikið að skrifa um leið og póstskipið
fer að eg hefi ekki gétað skrifað þér, enda hefi eg
ekkert að skrifa því altaf er fyrir mér eins og vill
verða fyrir öðrum þettað sama arg án þess að maður
komi nokkru verulegu til leiðar samt er nú forngr
ipasafnið orðið yfir 630Nr og hafa nú í sumar komið
margir ágætir hlutir af vopnum og fleiru sem fundist
hefur þará meðal eitt sverð silfurbúið og 3 spjót
öxi og fleira frá okkar elsta tíma bili, vopn hnífur
og atgeir sem fanst fyrir norðann þettað er í sjálfu
sér ekki mikið enn maður sér hvað það stíngur í
stúf hvað mikið kémur í ljós af slíku, síðann að
safnið var stofnað, enn áður varð maður aldrey
var við að neitt findist, og það sýnir hvað nauð
synlegt safnið er enda er komið mart sem upplísir
sögu landsins meira enn áður, nú er þó loksins komið
fast horf á með skírslu safnsins, þú gétur nærri að þeir
hérna í vík géra ekki mikið úr slíkum óþarfa
hégóma, enda er þeirra föst skoðun margra hverra
að það sé alveg ómögulegt að vita aldur á nokkrum
göml hlut eða géta sagt nokkuð um það með viti, enda gétur annað
verið orsökinn þó óliklegt virðist að þeir öfundist
yfir því þegar nokkur kémur einhverju til leiðar
eg hefi til dæmis tekið eptir því að sumir hafa lagt
töluverða fæð á Jón Þorkélsson síðann hann
samdi Gissurar söguna það mun vera hlendíngur
af öfund og laungun til að skíta alt ut sem gért
er, þeir láta líka í veðri vaka að þeir mundu géra
það öðru vísi ef þeir færu að géra eitthvað, enn
það vill seint bóla á því að þeir géri mikið.
líkur andi lísir sér hjá mörgum við víkjandi Ragna
rökkrinu
og er slíkt slæmur andi.


bls. 2


alt er hér fremur dauft og dýrðar lítið
Kristján skáldi farinn úr skóla, hann hafði ekki
lán til að þola góðgjörð manna og fór að drekka
svo hann varð að fara, Mattias garmurinn er farinn
að búa enn misjafnt mun það gánga, enn varla verður
hann optemisti þegar hann er búinn að búa nokkur
ár því spái eg, maður má ekki búast við heiminum betri
enn hann er það verður optast fíluferð, þá hefurðu
seð Baldur (hinn góða?) hver hefir séð slíka rekstar
sleggju skildi ekki munninn hraðast upp bráðum
þeir ættu hér altjend nærri því að verða vitlausir
þegar þeir ætla að byrja á einhverju nýju og detta
svo útaf á endanum eins og reykdrukknar mý
flugur það eru annars ljótur lítteratúr okkar
blöð, Jón gamli Þórðarson fer að deyja, það var
sjálfsagt best fyrir hann aður enn hann varð
stórskuldugur enda hafði hann andlega og líkam
lega lifað sitt fegursta, og dugði vart leingur þar
eiga menn víst von á merkum skáldskaparritum
og einkénnilegum, enn ekki þikir mér endinn á
Pilt og stúlku hafa batnað það er eitthvað slapt.
Það er eins og hér í bænum sé þó eitthvurt líf
það hafa hér verið bigð als átta hús ný í sumar
lagður 8 álna lángur vegur framundir Sel þrað
beinn framhald af Hlíðarhúsastígnum og 8
alna veg er verið að leggja upp fyrir sunnan.
Skálavörðuna inn yfir holtið og vóru margir
því mótfallnir og settu sig á móti enn við unum
sem betur fór því það er sá fegursti ódyrasti og að
öllu sá hugkvæmasti vegur. Skólavarðann er
kominn upp átta álnir hún erður held eg all
snotur, hún er að mestu gérð eptir minni teikníng
hvað há hún verður veit eg ekki enn þettað er
þó vottur um eitthvert líf bara það géti


bls. 3


haldið áfram harðindinn ætla hér alt
að drepa, enn samt stækkar Reykjavík,
enn ekki hinir staðirnir á landinu,
nú hefi eg ekki meira að skrifa að sinn
eg vona að eg sjái línu frá þér við hentugleika
og kveð þig svo í þettað sinn

þinn vin

Sigurður Guðmundsson












  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar