Munur á milli breytinga „Bréf (SG02-225)“

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
 
Lína 172: Lína 172:
 
==Tenglar==
 
==Tenglar==
  
[[Category:Bréf]]
+
[[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Steingrími Thorsteinssyni til Sigurðar Guðmundssonar]]

Núverandi breyting frá og með 10. ágúst 2016 kl. 21:40



  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 18 october 1869

Góði vin!

Eg þakka þér kærlega fyrir þitt síðasta góða
bréf sem eg hefi ekki gétað svarað fyr enn
núna, því eg hefi altaf haft margt að orga!
enn sem þó því miður kémur að eingu eðu
litlu haldi því það er eins og það sé teikn
tímans að ekkert sem menn reina verði að
neinu gagni - sem ekki er heldur von því
alstaðar hvar sem Íslendingar eru hvert sem
þeir eru hér í Höfn, eða á Englandi, þá er
hver höndin upp á móti annari, það er eins
og flestir sjái of sjónum yfir því ef einhver
ætlar að koma einhvörju til leiðar og varla
tegst mönnum að framkvæma svo lítið að
menn ekki strax (líklega af öfund) reina til að
géra það hlægilegt vitlaust eða ónítt.
svo leiðiss fara fjölda margir heldri menn hér
með mínar aðgjörðir með forngripasafnið
og kvennbúnínginn enn samt er hann í
góðu lífi enn. enn það meiga heita vandræði
að halda lífi í safninu,
landsmenn vilja
ekkért géra og íta öllu af sér eða á stjórnina
eða útlenda. enn nú er safnið orðið svo stórt
að við erum komnir í vandræði að hirða
það sem komið er og gétum ekki sínt nema
lítið eitt af því, þettað gérir að örðugt er
að halda vakandi áhuga alþíðunnar á
safninu sem mest ríður á, því alþíðan er þó
skást


bls. 2


hér eru altaf að koma finnast fornmenjar frá
okkar elsta tíma bili sem glögt sést af fyrirkomu-
lagi grafanna, og gæti það orðið mikið fróðlegt ef
kringum stæðurnar leifðu að skírslan um safnið
kæmist út svo ekki líði alt of lángt á milli enn
bæði vantar peninga til að géfa hana út og mínar
kringum stæður leifa það ekki í augna blikinu, því eg
gét ekki líst þeim hlutum sem eru pakkaðir -
niður og sem ekki er hægt að komast að. enda
ætla eg að skírslann sé mörgum óvelkomin géstur
enn eg hvorki furða mig á því né kæri mig um það -
því af drif tilrauna þeirra sem aðrir géra mæta
að mestu sömu móttöku - þú manst eptir ritdóm
Eyríks Jónssonar um kvæði Jóns Thoroddsens
eg skelli hló þegar eg heirði hann uppleglesinn
(það er eins og eg aður sagði) ekkert er gért með alþingis
húsið og einginn vill hlinna(**? hlúa?) að því þó þeir
stóru birjuðu á því fyrirtæki enn þess er að gæta
að margir af þeim vóru með af því þeir þorðu ekki
annað og er því ekki von að þeir verði hallir -
sama hugsunin og ótugtin er í pólitíkinni
flestir þeir sem eitthvað géta eru í raun og veru
á móti Jóni Sigurðssyni þó þeir ekki allir syni
það berlega öll hugsun þeirra er að sleikja rassinn á
stjórninni í von um að hún kasti í þá einhverjum
bita - það er hörmulegt að vita að heldri og helstu
menn hér á landi skuli blása að þeim kolum
að Íslendingar verði fyrri til enn Danir að
skamma þjóð og þing, þó þeir máske ekki hafi
beinlínis skrifað artíkulana, yfir þessu þegja
að öllum líkindum blaðamennirnir því eingin
vill hleipa sér í ónáð hjá þessum höfðingjum
ef eitthvað kinni að hrjóta af handa þeim
þettað eru falleg þjóðareinkenni -


bls. 3


Þessi sami andlegi dauði er hér í
öllu Nema skáldskapnum í Norðanfara
(þar sem harðindinn eru mest) þeir mega vera
mikil ekkisinn Guðsskáld, eg held þeir blaðri
sinni smjaður og þvaður graf skrifta kjaftabullu
upp úr öllu saman eptir að landið er sokkið í sjá
og Ís - þeir eru hér að tala um að géfa dálítið
kaupmönnum á kjaptinn hvað sem úr því verður
þá er þettað samt með álitlegasta móti allra
helst af því að það hefir nokkuð grafið um sig
um alt land - bærinn er hér nú orðinn
fullur af smá Knæfum 3 hafa bæst við í
haust þettað sýnir það sem eg hefi áður sagt
að menn hér hafa mest hug á að drekka og kíla
vömb sína (það er ekki ó líkt háttum gomlu
Rómverja?) enn alvarlegar framkvæmdir
til gagns eða ærlegrar skemtunar má valla nefna
því "það er alt of snemt„ eg vildi óska að líf
Íslendinga í Höfn væri ekki eins og eg lísi
því hér eða verra - enn ekki líst mér á
margar af þessum sendingum sem koma frá
háskólanum árlega í líking af krömurum
eða baungriðkum sem standa við búðar borð
fullir af tilgérð, þettað finst mér vera ólíkt því
sem tíðkast í okkar tíð, enn á hverju er líka
von, því aðal hugsun skólans er orðinn
1 Venus 2 Baccus sem víst kémur mest af
dofinleika og eginngirnd kénnaranna.
Eg hefi seð útleggíng þína af
Kong Lear og gladdi hún mig mikið


bls. 4


Nú vantar Hamlett, Ótelló, og Rómeó og Juliu
og að þessi 2 sem búinn eru verði prentuð
því þá tegund af skáldskap þarf nauðsynlega
að sína Íslendingum því eg held eflaust að
þeir séu mjög náttúraðir fyrir hann, enn
ólukkan er að þeir hafa flestir ekkert séð eða
þá alt af haldið aptur augunum (sem eru einn
galli á löndum okkar sem fara erlendis)
her bólar hvörki á vítum né káldskap og
held eg að alt ætli að sofna nema Gísli gamli
Magnússon sem hefir með sínum kviðartein
búið til barn sem heitir Arni Beinteinn
næst bír hann til Skrúfu og skrubb og
siðan Mundu og Korkninn, óskandi væri
að það væri svo mikið líf í griðkonum að
þær gætu lokkað einhvern á sig enn þær
eru líka eginn gjarnar og láta ekki prjóna
neðann við sig utí blainn af eintómum
breiskleika - alt strandar á eginn girni
sem gérir að einginn á neitt því menn sleikja
upp allar sínar eigur í Caffe og Sukkulade
eins og krokudillin etur egg sín enn það sem
eptir er fer í stásskistur utanum skrokkinn
það er það einasta hús sem menn vilja príða,
Nú er eg sjálfur orðinn svo eigingjarn
að eg nenni ekki að skrifa meira og
hefi valla haft frið til þess

vale

Sigurður Guðmundsson


  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 7.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar