Bréf (SG02-72)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 8. september 2015 kl. 13:46 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2015 kl. 13:46 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: SG:02:72 Bréf frá Jóni Sigurðssyni
 • Safn: Þjóðminjasafn
 • Dagsetning: 26. september 1873
 • Bréfritari: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
 • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
 • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

 • Lykilorð:
 • Efni: Safn Sigurðar Guðmundssonar Aðfangabók Þjóðminjasafnsins bls. 40: „Bréf frá Jóni Sigurðssyni, forseta, skjalaverði, Kaupmannahöfn. 13.5 x 21 cm. Dagsett 26.9.1873. Efni: Meðfylgjandi er -> (var) handritalýsing, sem Jón hefur fengið uppteiknaða fyrir Sigurð. Búningasögulegs eðlis. Þjóðvinafélagið ber á góma, má það vænta einhvers frá Sigurði? Jón stingur upp á því að Sigurður fari að mála eftir málverkum sér til viðurværis.“
 • Nöfn tilgreind:

Khöfn 26/9 73

 • Texti:

bls. 1


S.T. Khöfn 26/9 73
Sira Sigurður Guðmundsson

Háttvirti kæri vin,

Eptir ósk yðar sendi eg yður hér með lýsíng á skírnar-
myndinn í AM. skinnbók 350 Fol. Eg vona þér
getið þaraf séð nokkurnveginn hvernig mynd sú er
ásig komin, þó lýsíngin sé ekki eins góð og vera ætti, eða
þér vildið óska. Eg get ekki tekið betur eptir en
svo, að prestur muni eiga að vera hvítklæddur,
konan hvítklædd, maðurinn rauðklæddur, barnið
bert. Þessi tilgerð í því, hvernig maðurinn stend-
ur, eins og hann sé að dansa í ballet eptir Bournon-
ville, er víst ekki annað en skrúf hjá þeim sem
dregið hefir upp stafinn, eða sett í litina (lýst bókina)
Má eg ekki eiga von á, að þér styrkið þjoð-
vinafélagið með krapti, beinlínis og óbeinlínis, við
þurfum á öllu okkar vinaliði að halda, og mun
þó ekki af veita. Haf þér engar ritgjörðir sem

bls. 2


eru við okkar hæfi, eða eitthvað annað gagnlegt, eða
politiskt sem gæti verið anonymt ef þér vilið(sic).
Þeir eru farnir að kaupa málverk í Reykjavík.
Getur það ekki verið atvinna, að fá sér eitthvað þesskonar
til að mála og selja síðan? - Ef maður er fljótur og
selur billega nokkuð, mætti maður geta unnið sér
dálítið inn. Það er vandinn að fá góða og sjaldgæfa
originala.
Eg ætla að kveðja yður í þetta sinn og óska
yður alls góðs. Ef þér getið fundið uppá einhverju
þar sem eg gæti verið yður til gagns, skyldi það vera
mér sönn gleði.

Yðar einlægur skuldbundinn vin
Jón Sigurðsson.


 • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir
 • Dagsetning: 2011

Sjá einnig

Bréfið birsti í Matthías Þórðarsson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athugasemdum og skýringum” Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929 hér bls. 76.

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar