Bréf (SG02-91)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 8. september 2015 kl. 17:13 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2015 kl. 17:13 eftir Olga (spjall | framlög) (1 bréf (SG-02-91) færð á Bréf (SG02-91))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: þakkir, greiðsla
  • Efni: „Þakkir fyrir sendingu á hármeðali og beiðni um að útvega meira. Greiðsla fylgir fyrir hvort tveggja.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind:

Texti:

bls. 1


Ási 30ta Aug. 53 ~

Sæll vertu nú frændi!

Meðan piltarnir eru að dengja hripa eg þér þessar

fáu línur, því faðir m. ætlar útí kaupstað í dag,

og ega að þakka þér glasið í von, og bréfið í

sumar, sem eg las móður þinni á sunnudaginn var;

eg kémst ekki til að skrifa þér neitt í þetta sinn,

þó þú ættir það skilið, og verður það að bíða vetr-

ar, einasta legg eg hér inn 1a Spes. áttu helming

hennar hjá mér fyrir glasið, enn fyrir hinn hlutann

áttu að senda mér annað eins glas að vori, ef þú

gétur.

Vertu kærlega kvaddur

af frænda þínum

Ól. Sigurðarsyni


(stærri skrift) Til

Sigurðar Guðmundssonar

  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar