Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0123-126)
- Handrit: beb0123-126
- Safn: XXX
- Dagsetning: 15 september 1858
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
- Staðsetning höfundar: Flatey
- Viðtakandi: Guðbrandur Vigfússon
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXXXXXX
(Titill 1)
- Texti:
Texti
Bls. 1
Flatey 15 september 1858
af því að það hefr nú orðið að vera svo
að eg hefi ekki gétað séð þig á Skarði sem
eg þá gjarnan vildi, bæði af því að eg
hefi ekki gétað feingið flutning nemað með
afarkostum af því að allir hafa verið að ólmast
í heiinu þegar fært hefr verið, sem þú gétr
nærri í þessum óþerra tímum, þá verð eg nú af
mörgum nauðsynjum að skrifa þér, þettað
fir greinda hefr nú tafið mig, en eg hefi þó
aungva orsök til að vera svo mjög á ó
vægðr þó ekki hafi alt geingið sem eg óskaði
því eg hefi hér altaf haft eitthvað að géra
eg hefi her i vestur eyjum um mindað flesta
helstu mennina og hefr það margt held eg
tekist all vel um peninga óviníngin
veit eg ekki glögt en, auk þessa hefi eg
bæði í flatey og Svefneyjum komist
eptir mörgu merkilegu viðvíkjandi
mörgu gömlu og það meir en eg hafði búist
við eg þó að ferðalæið hafi nú geingið
svona skrikkjótt, þá er það eina bótin
að eg hafði ekki gétað séð héröðin hvort
sem var þó eg hefði ferðat meira í þessu
veðri sem hefr verið að minnsta kosti
oftast hér í flatey, nú er eg logsins að
leggja á stað inna Skarðströnd (góðu)
Bls. 2
- en hvað sem nú eg get gert þar má
hamingjan ráða, af ímsum þeim orsökum
sem eg gat um við þig held eg eg treisti
mér ekki til að sigla, mér þikir því líklegt
að eg efni til vetrsetu firir sunnan,
því allir segja að þar muni vera nó að
géra firir mig, og eg álít líka að það
sé vel gjörningr, ef eg gæti mindað
enhvurja gömlu mennina þar, heldr
en það verð aldrey gért, nú verð eg að
biðja þig í allrar hamingju nafni að
að kaupa firir mig það sem mig vantar
og að muna mig um að senda það til
Reykjavíkur með næsta gufuskipi
þettað er mér mjög áríðandi því
annars gét eg búist við að sitja
iðjulaus í vetur sem ekki mundi
mér vel hent, það firsta sem eg þarf
er pappír sem á að vera eins og miðarn-
ir sem her eru innaní, liturinn verður
hér um bil að vera sá sami ómögulega
gulleitari A og B, miðarkir eru
bestir á litin eg vildi óska að þú
gætir útvegað mér 10 eða 12 örk af
þeim pappír, þá að 1 eð 2 örk væri
með af pappír sem væri eins og
miðinn C, þá gilti það einu
þessi papir kostar 12 skildinga orkið
og fékkst á kaupmagaragötu þar
sem Vansjer bjó
Bls. 3
líka getr verið að han faist í
heilagsandastræti hjá Kitténdorp
og Ogor, þá að pappirinn kostaði
skilding gerir ekkert ef hann
er vel litur það ríður mestu,
líka þarf eg eina 10 blíanta, af
þessum 4 af Rekk Repbach in
Regensburg No1 4 af sömu tegund
No2, 2 eða 4 ofugt, W, F mittel
þettað fæst hjá Kittendorph
líka þarf eg 1 eða 2 stikki af
radder viskaleðri eg læt penínga
hér innaní mundu mig um að
útvega mér þettað í réttan tíma
lifðu nú vel og heill
Sigurðr Guðmundsson
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: handrit.is
- Skráð af:: Elsa
- Dagsetning: 06.2013