Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0141-144)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Dasent, Maagensen

Texti:

Bls. 1


Reykjavík 1 Agust 1860
heill og sæll!
eg þakka þær firir svörin uppa spursmálin sem mér
líkuðu vel nú sendi eg þér mindirnar handa Dasent
og hefi eg vandað þær sem auðið var á svo stuttum tíma,
eg sendi þer hér einúngis mindir af skála Geómetrískar
frá öllum hliðum líkt og Arcitector brúka til
að byggja eptir og það sem men géta bikt eptir, á líka að nægja
til að sín mönnum hvernin ein bigging er, eg álít að men géti
ekki sínt það betur með öðru móti, en pespectifísk mind af
skálanum hefði verið góð því hún hefði betur sínt sínt
lægið á stólum og bekkjum tímin leifði það eigi, en þess gérist
heldur ekki þörf þar að eg síni tjöldin í helmíng skálans en bekkina
uppreista og borðin og hásætisstólana géta men hægliga hugsað sér,
hér er nú hvert sem er ekki unt að sína skála nákvæmlega
því til þess þarf langt um fleiri mindir nefnilega 1 pespectivísk
mind af skalanum innan, og að utan á 1 eða 2 vegu, og einnin
spesíelt mindir af þeim útskornu stoðum og fjölum og dira
dyra dráttum sem til eru, einnig mindir af bitum og sillum með réttu
máli, og mindir af öllum þeim tjöldum er til eru hurðum
og stólum með gapandi bafðinn, hurðarhríngi og lamir
markt fleira alt þettað þarf ef men vilja vel skilja hina
fornu skála eður hallir en þettað irði of margbortið,
eg þikist nú haf sínt það nauðsinlegasta sem útheimtist
til að þekkja þettað með sínu aðallægi og stæðstu
útskurðum, en utsauma á tjöldum og útskurði á viðum
nefninlega í dirastöfum dira drattum hurðum staflægum
stöfum og stöfum stoðum og lángböndum er ekki hægt að
sína uta með spesíel mindum

Bls. 2


eg gat ekki betur séð en það væri skinsamast að búa til mind
af almennum tvídiraðum skála eptir því er eg hugsa
mér þá með stærra móti, og með betra lægi, því stór
skálar og hallir hefir her um bil verið það sama,
hvort hallir hafa verið á Orkneyum veit eg ekki
en Jarlarnir og höfðingjar höfðu þar tvídirað skála líkt þeim Islendsku
það er víst, sjá orkneyíngasögu 3 kap bl 14
og sætaskipan hér um bil þá sömu, eins higg eg að þeir hafi
bigt hús sín mest af torfi og grjóti því lítið vóru þeir bétur
staddir með timbur en íslendíngar, eg hugsa mér því
skálum með veggum úr torfi með grjótlagi neðst og hlaðna
úr klömbru hnausum sem norðlendingar kalla, sem eg
higg þá elstu hleðslu, þokin eru eins ur torfi,
eg hefi mæli hvarða hér við, og öll mót eptir því sem eg
veit best eptir sögunum og eptir gömlu skálaviðum
er eg hefi seð öndvegin hefi eg 3 sem ætíð tíðkað
ist á Islandi, en i Norvegi lítur út að þau opt
hafi verið einungis á æðra og óæðra bæk eru ekki á palli
sja olafssagu kírra fagurskinnu og fornmanna sögur,
skalir sem gétur um bl 188 „sveinn drap svein virðist mer
kalla á merkur og nær óskiljanleg frá sagnir og hefi
eg því aðeins búið til lauslegt uppkast af honum
sem þú gétur sent ef þú vilt, sá skali er ólíkur
flestum all öðrum skálum er eg hefi seð lísing af
og að mínu áliti undir eins mjög dónalegur, han lítur
líka ut að hafa verið á einu af jallsins útbuum?
á þeim skála higg eg sé litið að græða því meðal
annars er að gángur jallsins gegnum morg og stor
ökkér og ekk einu sinni reglulegt 1 andyri
á skálanum eg eki heldur getið um nemað 1

Bls. 3


öndveg og er seta skipunin hverki keylulega sú
gamla eða nirri fra dögum Olafs kirra.
her með filgir listi ifir alt það helsta er sint er á mindonum
og einnig lísing stutt er þú ættir að senda Dasent
og moske líka ogn úr þessu brefi það þér helst
kinni að þikja nitilegt
viðvíkjandi verði á þessum mindum, þá hefi eg haft
mikið firir þeim þá litlar sem vegna máls og lesturs
var eg því að hugsa um að setja uppa þær 15 eð 16 dali
mask honum þiki það of dirt, en það sem þú færð firir þær
ætla eg að biðja þig báðum okkur til þægilegheita
að afenda Scaddara Maagensen litle longens gade N2
31 firsta sal og segðu honum frá mér að hann skuli fá hitt
segðu mér við tækifæri hvort það stendur í bestu handritum
af Laxdælu að guðrún hafði sveigmikin á höfði
þu gast um að mikill faldur stæði í Laxdælu, en hvar?
gaman væri að vita um hamkirtilin líka ögn
láttu mig um um vita það bráðasta hvernin þér og
Dasent líkar þettað alt saman
vertu svo sæll
Sigurðr Guðmundsson  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 06.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar