Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0157-160)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX


Texti:

Bls. 1


Reykjavík 10 óktober 1863
Góði vin!
Eg þakka þér kærlega firir bréfið og
sendínguna sem var oss mikið ge kjærkomin
því hún er í allastaði góð og merkileg, og eins
syljann sem er gömul þótt hún sé ekki
með rúnum. eins og þú veist þá höfum við
feingið allann mývatnsfundinn sem er allur
frá heiðni, þar í er sverð, spjót, agjætt og
kripur (ath*) og skjaldarbóla og partur af öxi etc.
eg hefi og feingið spjót liklega frá sögu öldinni
og mer hefir verið lofað öðru að austann, eg á
og 2 stitur af bríngu brynjum gömlum, etc.
sverð eða sax fanst hilega firir austann og sax
gamalt höfum við í safninu verð laust og
firir norðan og verð Daða í Snoksdal er
enn þá til (enn ekki Jóns gamla Arasonar)
við höfum þegar fullann skap af fornum vopna
rusli og vantar oss þá það hálfa sem við
nú vitum af þettað er þó góð byrjun
af gömlum kostbúnað höfum vi ðfeingið hitt og þettað
það verður bráðum alt talið upp í þjóðolfi en aður
hefi eg ekki gétað auglíst það af rúmleisi

Bls. 2


við eigum og von á mjög miklu af gömlum
prentstílum og stöfum og hnútum og mindum
frá öllum Islands prentverkum (nema því
elst það gét eg ekki þekkt því bækurnar
hefi eg aldrei séð) þar í er víst til talsvert
frá dögum Guðbrandar biskups sem eg
þekki með vissu af bókum frá 16 og 17 öld
og nokkuð ur Skálholti útgáfan um t.d.
rostúngurinn af grænlandssögu og þorskurin
af landnámu, og Anatóme Blefkeniane
frá 1612, og Lúters mind af Leikmanna bibliu
frá 1599, og tvær mindir af Guðbrandi biskup
þettað er enn alt til og langt um meira, eg álít
þett full merkilegt í safnið því óvíst er kvað
mikið aðrar þjóðir hafa af slíku svo gömlu
að fráteknum þjóðverjum, í Danmörk hefi
eg ekki orðið var við þesskonar, segðu mér
álit þitt um þettað þú þekkir það betur
enn eg fra þiskalandi.
Eg er þér alveg samdóma í því að flest
handrit sem fallegir upphafsstafir eru í séu frá
14 öld. enn að þeir hafi þá verið láng hagastir
efast eg stórlega um því bæði dýra mindirnar
og manna mindirnar sem eru í Bestarius
frá því um 1200 lísa ef til vill mestum hagleik
og hreinastri í þrótt þó það sé einfalt

Bls. 3


en sjaldgæfar hefi þó án efa verið að
príða bækur með uppdráttum, mjög miklum
hagleik lisir og gamla hurðinn frú Valþjá
ristað fra 11 eða 12 öld. og mikill og
fjölbreittur hagleikur og áhugi lisir
sér í mindum á bókum fra 16 öld þó það sé
þá farið að verða lakara en áður.
eg er þér alveg samdóma í því að það sé mjög
óviðunandi að rannsaka kvað af búníngum og
vopnum og slíku, sé eins eða sameiginlegt
á Islandi og í útlondum á sumum tímum,
eða hvað sé beinlínis einkénnilegt firir
Island, það er einmitt þettað sem eg hefi
viljað komast eptir en það er eingi hægðar
leikur því ef það irði sannað þá er að mestu
alt feingið sem mest ríður á, en mikið af þessu
má fá upp ef innlent safn eikst af mindum
hlutum og sögum, og sé það borið samann við
útlendar fornmenjar, mér er og grunsamt að það
gétu hrundið sumu smávegiss í sögunum sem rangt
er, og eins ímsum meiningum sem útlendir hafa
álitið áiggjandi -- eg er þér samdóma að
orðið motur muni vera útlent en hvar lagið
á motrinum er útlent er enn ó víst --
þú drepur á að sum eddu kvæðin séu ekki
eldri en frá byrjun 11 aldar. eg hefi leingi stórlega
efast um aldur allra vólsúnga kviðonum nema ef
til vill Fafnissmál eg efast um að nokkurt hinum

Bls. 4


sé eldra enn frá 11 öld, og kátlegt er að Snorri
tilfærir einginn af þeim, já það litur ut að hann
forðist það, en húsdrappu og kvæði Braga
gamla til færir hann og hefir upp úr þeim sem
gildum og góðum þettað er mér grunsamt
og gæti eg til tint margt fleira þessu til
stirkingar. enn ekki er mér ant um að géra þau
íngri enn þau eru.
Blessaður hafðu mig í huga að skrifa upp það
sem eg bað þig um um handritin eins og eg
lagði firir þig því það er alt óviðunandi meir eða
minna, um aldur Ölkofra þátts er maske það
ómerkasta en eg vil vita það við komandi þingvelli
því þar á má máski nokkuð græða um þingvöll,
þar finnast og örnefni kend við Ölkofra eða sagann og
þikir mér það kátlegt að því sé slept úr þættinum
sé hann alveg ligi, eg er að safna öllu sem eg
gét um þingvöll bæði mindum og sögusögnum
og öllu sem gétur skipt það mál efni og hefi ég
safnað samann miklu enn þótt svo færi að eg
gæti aldrei komið því samann í heild þá vona
eg samt að það safn verði því málefni til
mikils gagns. en samt vona eg að þið innan skams
sjáið sumt af því í mindum líkt og skálann
í Njálu enn vest þikir mér að skriflegar sannanir
géta svo skjaldan orðið samhliða mindum vegna
fátæktar Islendinga enn hvað skal segja. firirgefðu ruglið
þinn vin Sigurðr Guðmundsson.




  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 06.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar