Bréf (Lbs1464,4to) GKtilSG

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 7. nóvember 2015 kl. 12:07 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. nóvember 2015 kl. 12:07 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Eggert prestur Jónsson, Eyólfur í Svefneyjum, Guðmundur (föðurbróðir Sigurðar málara), Ingibjörg Arnadóttir (kona hans), Davíð Guðmundsson (sonur þeirra), Árna prestur á Hofi, Sigurður hreppstjóri í Krossanesi, Ólafur á Kjetu (Frá Sæfarlandi), Steinunn (móður Þorbergs á Sæunnarstöðum), Jón Árnason, Guðmundur Konráðsson, Sigurður hreppstjóri í Höfn(um), Björn hreppstjóri á Þverá, Evphemia Pétursdóttir

Lbs 1494 4 to, Bréf Gísla Konráðssyni

23.september 1853

Bls. 1

Flateý á Breíðaf. 23 Sept. 1853


Elskulegi Vinur!

Hjartans þökk og ást fyrir tilskrifið

síðast er mjer var sannur fagnaður

að sjá og [s]ýna slíka trygð ýnglings við gam-

al menni – jeg tek jafnan til þacka Seðil frá

yður! Víst er okkur Islendíngum Sannur Sómi

að slíkum landa – þetta eru engir gullhamrar

jeg kann ekki að slá þá – jeg er nú nú skynd-

ari og bagari en svo. Mikið er að gèta

sjèð enga forn manna hugmyndina yðar! en

víst gjeti þjer nærri farið þar lysíngar fást í

Sögunum – jeg er nú farinn að hyggja jafn-

mikið á að lýsa og láta lýsa fyrir mjer merkis

mönnum hellstu er Saga mín nefnir eða hefír

tölu verdt frá að segja: og að gjöra yður þetta

Skiljanlegra tek jeg alleina eínn til sem Synis

-horn, meðal margra sem jeg hefir ei sjeð (en

þott mjer þyki mikill vandi að lýsa rjett þótt jeg

sjái manninn) – og er það Eggert pr(estur) Jónsson

er var á Ballará, er í mörgum þrætum átti
Bls. 2

hafa honum lyst fyrir mjer þrír gagnkunnugir

menn honum og eínn þ(eir)ra Sonur Hans og bar eí á

milli, og er lysinginn þessi: (orðrétt.)

„þegar manní skal lýsa er þá eí réttiligt að ásynd og

„vaxtarlag sjé talið, þar af gèta hyggnir menn sèð

„hvílíkr sá var lifandi sem lýst er dauðum;

„Eggert pr(estur) var m(eð) lægri mönnum á vöxt, en nær

„manna riðvaxnastur at þ(ei)m vexti oc vel á

„fót kominn – handleggja stuttur ok handsmár

„en hveru tveggja snoturlegt – Stutt Klofinn,

„hár í sessi, höfuðit í stærsta lagi at öðrum vexti

„ok háls stuttur, járpt hárið og þykkt, ennið

„breíðt vel í meðal lægi hátt ok kollvik at því

„skapí, brúnvölvi ok hrukkulaust ennit, breíður

„um gagnaugu, víð augnstór ok ljóseýgur, m(eð)

„þufu nef útskotið um nasaholur, engí liðr á

„breíðr um Kinnbeín, Kringlu leýtr og Kjálkastuttr

„Kinninn sljett m(eð) spèkopp, munnur í smærra

„lagí fór vel, laut í miðsnesi ok vörina, er

„báðar voru heldr þunnar, sljett haka stutt ok

„lítið skarð í – ljósleýtur í andliti, mátti

„kalla viturlegann og gáfuglegann á svip, ok at

„nou hamingju samliga á sik kominn – gleðim(aður)

„mikill, stór í skapi, all stríðr óvinum, ok þrætu

„gjarn við ena stærri menn, en blíðr vinum ok

„tryggfastur, ok kallaðr heldr Kvenkjær!”

Gèt jeg nú alleína sýnt yður þessa lysíngu af
Bls. 3


mörgum – beínt til þess að leytast eptir Hversu

yður gjeðjast að eða likar – eða þá hvert yður

þykir hjerei mart tilskorta, ef sem Gjörst ætti

að lýsa manni.

Frjettir að norðan af fósturhjeraði okkar

fái þjer miklu greinilegri að jeg Vona en eg

gèt talið Hjer í eýum vestur Hjer hefir verið

eítthvert besta Sumar sem jeg man að Kyrrviðr(um)

þerrir og Heýskap – en brá til stórviðra sunnan

vestan og norðan nærstu viku eptir Höfuðdag

og allt til þessa tíma, ætla margir að skaði

hafi orðið en er en eigi tilspurt.

Fyrirgéfið goði Vin! hrip þetta


jeg er yður alls góðs árna

meðan heiti


Gísl Konráðsson

Umslag
Bréf frá 15.maí 1859

Bls. 1

Flateý 15da Maji 1859.


Elskulegi góði Vinur!

Hjartans þakklætí fyrír ti<l>skrifið seínast

sem allt hvað okkar við kynníngu snertir –

tvisvar verður Gamall maður barn – jeg

gleðst nú og hryggist af Öllu – víst lángar mig

tíl eitthvað að rugla um ættina um suma í henni

hef jeg víst nokkuð Sögulegt, en þótt munn mæla

Sögur sjeu – enn hvernig eru sumar Sögur vorar

til Komnar? og það þótt vjer köllum merkar

færri eru þær ritaðar jafnframmi og tilburðirn

-ir skjeðu – með Skaga ætt Þína held ég þrammi

nokkuð – en hvert ættí þá að skrífa þjer? Hvar heldur

þú að þú alir manninn framvegis – já meðal

annara orða: Þorríðar nafníð ɔ. nú Þundar – verður

þú að þola – i Grænlenzku Mynnismerkjum – stendur

í Skyr. Gr: Þorríðr Það upprunalega og rjètta Þurið(ar)Bls. 2

nafn

Vel hefur þjer tekist með Eyólf i Svefneyjum

sem fleíri, jeg sá hann fyrst í dag. Öngar

frjettir gjet eg sagt þjer sem þjer eru ei

Kunnar af Timaritunum – enda veit jeg

ei hvert þjer berst nokkru sinni Seðill þessi

því ferðin tefst hjer dag frá degi suður í Holminn

og ætla eg hún nái aldrej Póstinum.

Enn þott jeg sendi hann með Alþingis

mönnum veit jeg ei nema þú verðir þá

brott úr Reykjavík.

Fyrir gefðu Vinur hrip þetta!

Guð veri með þjer!

óskar þinn einlægur Vinur

Gísli Konráðsson
Umslag26.ágúst 1862

Bls. 1


Flateý 26. Ágúst 1862.

Kiæri Vinur! gamli Kunningi!

Jeg get ei að því gert að hripa þér að

gamni mínu Hæversku lausan Seðil eíns og

mitt er eðli til enn á 76ta ári eínasta ef

jeg gæti ært út hjá þér Seðil – Færðú ekki

bref að Norðan frá frændum þínum, geturðu

ekkert sagt mér frá þeím eða Systkynum

þínum. Jeg hefí heýrt að Guðmundr föðurbróðir

þínn á Vind hæli væri andaður ei fyrír löngu enn hef

eí fundið það í tímaritunum – ekkert veít jeg

heldur hvað Þórdýsi líður konu h(an)s ella þá ekkju,

Jeg hefúr ritað (á myndina) ítarlega Sögu nokkur

negin af Skagstrendíngum og Skaga-

mönnum og eiginlega byrja hana nokkru eptir

1600. Setti eg fyrst þátt Galdra Árna pr(est)s

á Hofi er fyrst hélt Fagranes en HofBls. 2

fèkk h(ann) ei fyrri en 1673 (ept(ir) pr(est)atali Mag. Hálfd:)

en í Fagranesi eru margar galdra sögur frá pr(est)i

og Eýólfí Grímólfssyni föður Guðrún(ar) móður Eyólfs g(am)la

í Reýn. (þú manst að hafa heýrt h(an)s getið:) og h(an)s b(ræð)ra

eptír Eyólfí hafði jeg sögur þessar saman born(ar)xx

við Kebla:víkr Siggu (: manstú eptir henni!:) hun

var að sönnu síðast hálfvítlaus um hríð, en ei skorti

hana mynni og greind þess í milli, og furðar mig

hvað lítíð míllí ber, þó nokkuð sje sem vonlegt er.

Sigurðr reppstj. í Krossanesi sagði mér og sumt sem

lengi ólst upp á Reýkjaströnd. Um Olaf á

Kjetu (Frá Sæfarlandi) síðast á Vindhæli afa þinn

hef ieg gert mèr far um að rita – jeg hef hér ei rúm

rekíð telja eptir hvað mörgum það er tekið en

læt Söguna bera það með sjèr. Vindhælis gyptíngar

málið er mèr gagnkunnugt og ítarlegra en

Sennilegra munu öngir það ríta. En eígi

hefir eg tekið ættir á Skaga eíns ítarlega

og eg hefði nú viljað eptir Ýngíríði gömlu á

Sæfarlandi (: jeg gerði þ(að) fyrir Espolín í Skaga

ferð minní:) Um Sæunnarstaða Jón er í GaldraBls. 3

máli á(tti) einhverju því síðasta á alþíngi VIII. hefir eg

nokkuð ítarlega Sögn eptír kerlíngum á Skagaströnd

enkum Steínunni móður Þorbergs á Sæunnarstöðum

og fl. Sumar þær eru nú sagðar eða nefndar í Safni

Jons Students Árnas(onar). og mun lítið í milli bera nema

um nafn Snæríls er Jón átti upp að vekja, en um

Vatnsfj. ekkjuna ber allt saman. Sæunn(ar)st. Jón

er Sykn dæmdur um galdra grunin í vanheilind(um)

Konu Guðm. Konráðss(onar). á alþíngi 1711 – tekin v(ar)

þá lika að slæfast galdramála rekstur. –

Sögunni sem jeg fyrst nefndi gét jeg nokkurnvegin

fram haldið með Áratali og ættum, er til Skipu-

legrar Sögu þurfa þykír til 1850 að jeg

fór Vestur – en hef jeg alleina frettabréf að norð(an)

frá Tómasi er var á Hvalnesi nú a Þverá í

Blönduhlíð hjá dóttur sinni (áttræður maður): Sigurði

reppstj. í Höfn(um) nú yfir 60 lítið og Byrni reppstj.

á Þverá frænda mín(um) (en h(ann) dó 1858) og svo einni

dóttur minni Evphemiu – um þig veit jeg nokkuð er

ei nærri til hlytar – jeg varð nefna þig og v(ar) mér –

ei eiginl. leídt. Sagan verður hjá mèr fátt a 3iu

hundrað bl. i 4 bljaða broti – en ætlaði að halda

henni fram til ens hinsta.

Vertú sæll Vinur! Guð styrki þig! oskar Gísl Konráðsson


Umslag

Ódagsett bréf

Bls. 1

Heldurðú lagsmaður jèg sè eí

orðinn Æðís geínginn!

Á hann Sigurðr í Höfnum eígi

dottur í Reýkjavík? er hún

þar? eða hvað er orðið um hana?

Eítt er enn: veístu hvað mörg

börn að Guðm. Föðurbróðir

þinn átti með Ýngíbjörgu fyrri

konu sinni? var ei Davíð

eitt barna þ(eir)ra er vígðist til

pr(est)s? (:sjálfsagt lærði áður):

Hjartanl. bið jeg að heilsa

Jóni Stúdent (: handritara b(isku)ps)

Árnasyni með þakklæti fyrir

Sendinguna síðast – og segðu h(onu)m

vinur! að bón sú fylgi með –

að mèr væri stór ánægja að fá

Bls. 2

frá honum Skyrslu um Syst-

kyni hanns afdrif ef dáin

eru og svo hvar muni börn

þ(eir)ra – eða hvert Satt er að

Ýngibjörg Arnadóttir fyrri

kona Guðm. á Vindhæli ætti

Klæng nokkurn þar eýstra

(rèttara Syðra) eða þá hvað

um þau leíð eða líður? ef

Satt er – það er ekki í

lófa lagið að vita hvað

Sennílegast er í Flugu-

fregnum – En það gèt

jeg sagt þèr að eg leýtast

við að rita sem Sennilegast

að kostur er á – en það er vandi

að sjá með annarra augum

og verst er að vita um

Bls. 3

samtíðísmenn sína – en jeg

vona svo góðs til Jóns Stúdents

að h(ann) takí eí illa upp fyrir mèr

þó jeg biðji þig Vinur! að skila þessu

Ekki veít jeg hvað eg á að segja

um þessa forvitni okkar skam-

vinnra og dauðlegra manna – enn

hvað láta Skáldinn Fáfnir segja

við Sigurð Fáfnisbana þá

Fáfnir spyrr hvað h(ann) hvatti til að

drepa sig, því höfuðbani h(an)s yrðí

auður sinn og allra sem ættu?

svaraði Sigurður: Hverr frækinn

maður vill fè ráða til híns hínsta

dags? –

Þessa Eddu greín þola vel

auðmennírnír. – Og jeg

helt jeg hefði brúkað hana

í Stólnum hefði eg verið pr(estur) –

en það varð allt í lægrí Sóknum

Bls. 4

nú og er það þá af því

að jeg er að skèmta mèr við

þetta í elli minni og Sárum

Söknuði eptír mína. En því

skyldi jeg ei gera mèr allt að

góðu meðal svo ágætra manna

sem mèr eru hjér? við xxxxxx

Xx gèfðu mèr nú Seðil, ef

þú heýrír eg tóri.

Guð veri þèr allt í öllu

Sigurðr mínn!

oskar af öllum hug


Gisl Konráðsson  • Skráð af: Sveini Yngva Egilssyni
  • Dagsetning: 11.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar