Bréf (SG02-113)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 3. janúar 2017 kl. 22:12 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. janúar 2017 kl. 22:12 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: þakkir, kvenbúningur (efni), Hegranesþing (Skagafjarðarsýsla)
  • Efn: „Þakkir fyrir sendingu. Um kvenbúninginn og útvegun efnis í hann. Lýsing á stærð og lögun, með uppdrætti, þingstaðsins á Litlagarði.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind:

Texti:

bls. 1


(*)ATH. Sigurður hefur skrifað í efra vinstra horn: her með borgað úr 4 Rdr. 31 Janúar fynist vírláð og þing tíðindi.


Ási 12. Janúar 1865

Kæri frændi!

Hafðu þökk fyrir bréf þitt af 4. Nóv. f.á. og því

fylgjandi 1 lóð af sylfurvír sem þú átt nú hjá

mér fyrir, og líka fyrir afhending tíðindanna, og

legg eg hér inn 4rdl. fyrir þetta hvorttveggja, þó

mér þyki þessi afhending helzt til dýr, þá á

það ekki að lenda á þér. Nú fer eg að

verða vongóður með pörin, fyrst gullsi er byrjaðr

á þeim, enda er enn beðið eptir þeim, með ótrú-

lega góðri von; kannske þau komi nú fyrir

páskana. Við baldýringuna skulum við

hætta héðanaf, fyrst þú ert líka búinn að tapa

þínum beztu konum; eg held kona mín reyni

til að basla upp baldiríngu handa þeirri sem

bað hana að útvega sér það í fyrra. En hún

vill fá hjá þérlaufaviðarkoffur í staðin, ef

þér væri það hægt, og láta það fylgja pörunum,

einnig biður hún þig að útvega sér með næsta gufu-

skipsferð 20al. af ekta sylfurstímum, fremur

mjóum, ætlar hún þær utan við treyju leggingar

og þessháttar, en þær koma hér aldrei nema svikn

ar, og getur hún þær ekki liðið. -


bls. 2


Eg hefi skoðað þingstaðinn á Litlagarði og eru

hérumbil 30 búðartóptir sjáanlegar utan túns. túnið

er nú lítið, mjótt og lágt; það liggur út og suðr

en frá túngarðinum og austur á brekkutúnina,

eru 12-14 faðmar, en á sjálfri brúninni eru

flestar búðirnar og snúa flestar þeirra út og

suður og dyrnar við annannhvorn stafninn nema

á einni, þar eru þær austaní miðja hlið, en flestar

eru þær vestaná. Fyrir norðan túnið eru líka

nokkrar; margt af þessum búðum er 5-6 faðmar

langar á lengd, og undir 2 faðma á breidd; sumar

eru líka litlar. Suðaustan við túnhornið er

hringur, 12 faðmar í þvermál, og gjörir túngarður-

inn einn part af honum, en þó ekki gafl, eða

líti á hringinn. Í honum miðjum eru 2 tóptir

samfastar 2 faðmar á lengd, og 1 á breidd. Þér

til skilningsauka set eg teikning hér fyrir

neðan, en ekki skaltu láta stinga eptir henni

því það kunna að vera á henni einhverjir gall-

ar. -

Þinn frændi

Ó. Sigurðsson


  • ATH. Ólafur hefur teiknað neðst upp túnið og bæjartóptir.

bls. 3

AUÐ SÍÐA


bls. 4S.T.

Herra Málari Sigurður Guðmundsson

Fylgja í/Reykjavík

4 rdl.

  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar