Bréf (SG02-214)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 11. september 2015 kl. 15:58 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2015 kl. 15:58 eftir Olga (spjall | framlög) (1 bréf (SG-02-214) til Sigurðar Gunnarssonar færð á Bréf (SG02-214))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: SG02-214 Bréf til Sigurðar Gunnarssonar, prests, Hallormsstað
  • ‘‘‘Safn’’’: Þjóðminjasafn Íslands
  • Dagsetning: 24. mars 1871
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Sigurður Gunnarsson prestur Hallormsstað
  • Staðsetning viðtakanda: Hallormsstaður


Texti:

bls. 1

Reykjavík 24 Martz 1871

Háttvirti Góði vin!

Eg þakka yður fyrir yðar 2 síðustu góðu bréf

og þykir mér þið hafa komið furðann lega miklu

til leiðar á jafn stuttum og ó hentugum tíma.

Eg hefi skýrt Sigfusi Eymundsyni frá

málinu eins og það nú stendur eins og eg hefi

best gétað; og synt honum sumt úr yðar

bréfi til mín, sem óbeinlinis kémur hönum

við, eða sem þér beidduð mig að skila til hans,

hann ætlar að skrifa yður sitt álit á málinu,

og lofar að géra alt hvað hann gétur, enn

hann er ekki einráður nú kémur til kasta

Norðmanna; sýni þeir nú að hugur fylgi máli

nú géta þeir ei leingur brugðið ossum að vér viljum ekki

sínna þeim, þar sem menn bjóða þeim vörur

og verslunar samband kríngum alt land.

Eg gét framar litið gért í þessu máli, því þið

allir aust firðíngar og Sigfús (eða Norðmenn)

verðið nú að reina að koma ukkur samann

eins og þið best getið, eg hefi lítið vit á því.

Eg vil að eins leifa mér að taka frm fáein

almenn atriði í þessu máli [?]sem mér finst

að ekki komi eins skírt fram og eg vildi.

þér taliðum að menn séu hræddir um að Norðmenn

ætli að kúga okkur „með því að binda menn föstum

félagsböndum til þess að géta ráðið (einir) prisum

og meðferð á okkur„ það er varla að óttast fyrir þessu

fyrst um sinn, því Danir og Björgynjar menn eru

sem stendur, svo að segja svarnir fjandmenn.

bls. 2


og það er óefandi að bæði Danir og Norðmenn

géra hvörjir öðrum alt það ílt í verslunar-

sökum sem þeir géta, og það er alt vatn á

okkar millu að képpnin verði sem mest.

Menn kýnnu að géta óttast þettað ef komið

væri svo að Norðmenn væru búnir alveg

að reka Dani burt (enn það á lángt í land)

enda stendur þá í ukkar sjálfs valdi að

brúka sömu taktíkþá við Norðmenn, og nú

við Dani, nefnilega að skilja eptir nokkrar

Danskar hræður af kaupmönnum, aðeins

til að komast hjá Norskri ein okun og ein-

veldi, það er satt sem Hallgrímur gamli

segir „vondir menn eru í hendi hans

hyrtíngar vöndur sindugsmans, hver

kann mót því að þæta„ ------ Ekki óttast eg

heldur fyrir því að kaupmenn verði veru

lega verri við ukkur í sumar þó þeir viti

af þessari ukkar samtaka til raun, þeir

væru þá alveg vitlausir, ef þeir vildu á þann

hátt neiða ikkur til að vera á móti sér, eg

held miklu fremur að þeir fari að verða

artugir þegar þeir sjá hættuna, géti þeir brúkað

hótanir við ukkur og digur mæli, þá gétið

þið sannarlega gert það sama, þó við séum

fátækir þá höfum við hamíngjunni sé lof

kjapt eins og þeir. ----- Eg veit að margir tala

um þettað mál eins og tóm látum Mörlanda

er lægið, og vilja sofa ögn enn, enn þettað

dugar ekki, fjandmennirr vaka, og við

verðum hvört við viljum eða ekki, gétum

eða ekki,

bls. 3


að versla að minsta kosti að hálfu

við ein hvörja aðra þjóð enn Dani, eða

þó að örðum kost að koma upp eginn verslun

(aktiv verslun) sem þó er sem stendur miklu

örðugra, eg veit hugsanir kaupmanna, þeir

hugsa okkur þeigjandi þörfina ef þessi

Norska verslun mistekst eg segi yður satt að

á hrifinn af því ná þá eins til ukkar þó

þið séuð af skektri, þá fyrst verður „seinni

villann orgari hinni fyrri„ við verð um

að sígla á alt „með gapandi höfðum og ginandi

trjánum„ og fæla allar illar vættir af landi

hér, og hleipa heldur til skipsbrots enn að

lækka seglinn, eða víkja frá því rétta striki.

Onnur aðal mál/hlið málsins er pólitísk

og mér finst menn gjæta þess of litið, eg er viss

um að ef þessi verslunar samtök lukkast í

kríngum alt land að þá fá Danir beig af

því, þeir munu valla hafa búist við þeim

krapt og sam tökum hjá oss, líka sjá þeir

að þessi vor samtök eru sprottin af hatri við

þá bæði útúr vel með ferð þeirra á vorum þjóð-

mál efnum nú til dags, og eins af eldri ánauð,

vera kann þeim detti í hug; að það sé þá

varlega gérandi að vera of ránglátur við

oss, því við kunnum þá að finn a uppá

fleiru þeim í óhag til að hefna okkar.

enda er þettað bæði sú maklegasta og besta

hemd á Dani að kippa úr gripum þeim öllu

því mesta gagni sem þeir hafa af Islandi og

láta óvini þeirra fá það, þettað eina gétum við!

bls. 4

Þér vitið af því að það er í vændum að

hér komi út nýtt blað, eg bið yður að stirkja

það sem mest þér gétið því þar eiga margir

góðir menn hlut að máli, Eg ætla ekki að

fara mörgum orðum um þjóðólf og

Norðannfara eins og þeir nú eru, aðeins

vil eg segja svo mikið: að þegar menn hrósa

hvör öðrum og skjalla hvörjr annann

opin berlega í þeim fyrir hreinustu

opinber föður landssvik þá er mer öllum

lokið, og ef þjóðinn þolir slíkt leingur þá

er hún verri enn þessir örmu blaðaskröggar,

(eg meina helst auglísínguna á bréfi Jóns

Sigurðssonar) hér eru föður landssvíkarar á

hvörri hunda þúfu, sem vilja ef þeir gætu eða

eptir megni spilla öllum okkar þjöðmálefnum

allra helst ef þeir géta hefnt sín með því á

á einhvörjum sem þeir hafa á móti, eg segi líkt

og Sverrir gamli sagði forðum „gæti hvör

sín (jaft fyrir vín um sínum sem óvinum)

enn Guð vor allra„

fyrir géfið þessar línu

yðar

Sigurðr Guðmundsson


  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Júlí 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar