EMtilJS-ódagsett

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:00 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:00 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


9. South Crescent
Elskulegi vin,
Ástarþakkir fyrir yðar síðasta elskulega bréf.
Eg hefði svarað því fyrr ef eg væri ekki á hvín-
andi sundi í önnum og distractionum, og
þar ofan heilsulegri – sem ekki er alvarlegt,
það er einúngis að vinstri fotrinn vill ekki
fylgja hinum hægri fyrir mjaðmar kvölum
sem mig ætla skínandi að drepa! Eg skrifa
í flýti í kvöld, því eg fékk í þessu bréf frá
Jóni bróður mínum (rángt adresserað)
frá 27. f.m. hvar í hann kvartar um
féleysi sem sé hann á grafarbarm-
inum, og þar á ofan um illa heilsu
mér skilzt helzt brjóstveiki, segist
hafa farið að lána peninga og fengið
repuls hjá J. Johnsen manni sem

bls. 2


eg hefi gjört nægar þjónustur til
þess að hann slekkti hungur í
bróður mínum þangað til eg
borgaði honum omakið.
Nú bið eg yður sjá til að
Jón ekki drepist úr hungri og
vesöld og hjálpa honum um
bráðustu nauðsynjar uppá
mig og láta mig vita hvernig
hagir hans standa og hvað
mikið hann muni vanta
til að komast af, sömu-
leiðis hverjir eru kaupmenn
sem senda má til Djúpavogs
þar sem faðir minn verðr
í Reikníngi næsta ár, sem
ekki hefir borgað einn

bls. 3


skildíng með drengnum.
Eg skrifa vonum bráðar og þá–
ja hver veit hvað eg kann að
hafa að segja yður, því nú
er minn haus þungur eins
og Odysseifs er hann lá
undir hrútskviðnum og
skal eg láta yður vita
alt þarum bráðum.
Hann heitir Lumby (L)
sem inn er genginn í yðar
Valhöll.
Getið þér sent – Morris
eða mér Bergreens

bls. 4


National Melodier
Jenny Morris kona þarfn-
ast þeirra.
Whympers bók hefi eg
fundið og vona að ná
í hann sjálfann bráðum
og þegar eg næ Report Peirus
skuluð þér fá það.
Hjálpið þér í Guðsnafni
Jóni fyrir mig með
sparnaði. Yðar trú-
fastr vin
Eiríkr  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júní 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar