Fundur 1.feb., 1864

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.



Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0057r)


Ár 1864, 1 Febr. var fundur haldinn í Kvöldfjelaginu

Ræddi þá Kristján Jónsson um þá spurningu. Hverjir voru

mestir kvenn skörungar á fornöld? Taldi hann mestann kvenn

skörung Auði konu Gísla Súrssonar og svo Bergþóru og Þorgerði

Egilsdóttir, auk ýmsra fleyri Ex officio mótmæltu honum Gísli

Magnússon og Sigurður málari, og en fremur talaði Matt.

Jochumsson í máli þessu.

Þarnæst fræddi Jón Þorkelsson þá spurningu: Var

velmegun á Islandi meiri á 10 11 12 og 13 öld en hún er

nú á 19 öld? Sýndi hann með dæmum að landnámsmenn

og höfðingjar á fyrri öldum hefðu verið miklu auðugri enn

nokkrir einstakir menn væru á þessari öld, en hinsvegar

hefðu þá sumar sveitir og alþýða stundum verið örbyrg og

hallæri hefðu verið þá þung og mannskæð. Varð niðurstaðan

sú að þó margir forn menn hefðu verið miklu meiri auðmenn en menn nú eru þá mundi

þó velmegun yfir höfuð vera meiri á þessari öld á Islandi

og mundi það sjerílagi verzluninni að þakka. Ex officio

töluðu þeir Gísli Magnusson og Jón Árnason og enfremur



Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0057v)


talaði Sigurður málari mikið vel og fróðlega um málefni þetta. líka

töluðu þeir Kristján Jónsson, Þorsteinn Jónsson Jón Hjaltalín og

Jónas Björnsson.

Kristján Jónsson gaf fjelaginu kvæðir sem hann hafði ort og

kallað Herðubreið.

Fundarefni til næsta fundar var ákveðið, að Jón Arnason

ræddi um: Hví hafa glímur lagst niður og hví eiga þær að

endurreisast Andmælendur Sv Skúlason og G. Magnússon og

2° Sigurður Guðmundsson um það: Eru kvæðin í Sæmundar

eddu svo gömul sem þau eru almennt talin, og er nokk

uð í kvæðunum sem bendir á að þau sjeu yngri (eigi frá 7 og 8 öld)

Andmælendur Sv. Skúlason og Jón Þorkelsson.

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: Lbs

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar