Fundur 1.mar., 1866

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0012r)


Hinn 1ta Marz 1866 var fundur haldinn

í Kvöldfjelaginu. Hóf þá Candidatus theologia

Matthías Jochumson umræðu um hvernig stytta

megi eymdarstundir útigángshesta og annara

heilsulausra aumíngja. (Raunar las hann fyrst upp

draugasögu af vesturlandi frá 1865.) Hið fljótasta ráð

ráð væri það sem sagt hefði verið af lækni um höfuð-

sóttarkingur að taka af þeim höfuðið. 2° að sekta

eigendur þeirra með útlátum. 3 að afhenda þá lækn-

um því þeir hefði svo mörg meðöl sem aðrir ekki

hefði neitt annað segja. Þetta er alt um útigángshesta

um mennina vissi hann það eina ráð að afhenda

þá læknum það gæti verið fleyra; hann hætti.

Gísli Magnússon furðaði sig á hvað frummælanda

hefði tekist illa með ræðu sína Síðan talaði hann

um aumingja það er að segja menn sem fæddust og

lifðu í örbyrgð. Vildi hann sjeð væri um að

þeim væri betur sjeð borgið en nú er. Nú yrði

sumir menn sem alist hefði upp á sveit efnamenn



Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0012v)


á þá vildi hann leggja á þá dálítinn toll til

endurgjalds uppeldi sínu, sem síðan væri varið

til uppeldis ýngri fátæklinga eldri og ýngri

og þaraðauki vildi hann á sama tilgángi leggja

dálítinn toll á hina efnuðu menn, því hjer eptir

ætla menn að gjöra meira en hingað til hefði gjört

verið til að ala önn fyrir únglíngum og gamalmenn-

um sem orbyrgð ættu að sæta.- Útigangsfjenaðar

meðferð sú sem almennt eða víða væri viðhöfð

væri ókristileg; við því vildi hann gjöra að ríkum

lögum að enginn mætti eiga meiri fjenað

en hann ætti forða fyrir um tiltekinn tíma

t a m 3-4 mánuði; en það væri ekki nóg,

ef lögum þessum ekki væri hlýtt þá dygði ekki

vægðin, heldur ætti að adrepa fje þeirra sem óhlyðn-

uðust tafarlaust, en forðabúr væri stofnuð handa hinum

sem hlýddu lögum þessum þeim til hjálpar þegar

meira harðæri kæmi en lögin gjörði ráð fyrir

nokkra fleyti uppástúngur gjörði í þessa átt



Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0013r)


Frumm. þakkaði G.M. fyrir tölu sýna, en af-

sakaði sig þó, og sagði hann hefði misskilið sig

því spursmálið væri ironiskt og sarkastiskt og

því hefði hann tekið það með köldu gamni

hann tók það fram að tvennskonar böl væri

í heiminum frá oblíðu náttúrunnar og vilja-

og dáðleysi mannanna. hvernin á að ryðja

þessum böli úr vegi. Menn vísa til laga og stjórnar

en það er ekki nóg það verður að ræta mönnum

það hjartalag að menn þeir hafi þá sómatilfinningu

að þeir ekki þoli að sjá eymd skepna eða náúnga

sinna er þeir mætti aðgjöra, en þetta mundi að

eins vinnast með tímunum.

G. Magnússon: sagði Nú líkaði sjer betur við fumm.-

því hann hefði nú talað svo vel, sem hann

hefði áðan talað illa; en alt fyrir það þætti sjer

hann hefði talað ofmikið um örðugleika á endurbót

á ástandir aumíngjanna, því ekkert sem ágætt

væri fengist nema með örðugleikum; en það

væru altof almennt kæfa niður löngun mannanna



Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0013v)


til að ryðja örðugleikunum úr vegi. Og það

dugi ekki að bíða eptir að menn af innvortis til-

finníngu gjöri hvað gjöra ber í þessu tilliti. Til-

finning hafi menn í brjósti, en útvortis meðöl

þurfi að leiða hana í ljós og vekja hana með

góðu og illu til framkvæmda og dugnaðar

Rússland væri orðið stórveldi fyrir dugnað og hörku

og harðstjórn Pjeturs mikla, Litla Asia væri það á móti

dáðlaus því þar væri engin dugnaðar maður Þýzka-

land yrði að fá þvílíkann mann sem Pjetur mikla

til þess að verða merkilegt. Sín skoðun sem hann

með mörgum orðum og dæmum útlistaði væri því

á þá leið sem hann þegar hefði sagt, og hann áliti

að vel ætti við tala um þetta mál í kvölffjelaginu

þar sem svo margir góðir menn og ungir væri, sem

seinna meir gæti gjört meira og betra í þessu efni en

gjört hefir verið híngað til.

Þar næst voru dregnir seðlar svo margir sem fjelagsmenn

voru á fundinum voru á einn þeirra ritað: "hvað hefir

fegurst borið fyrir þig á þessu ári" Matth. Jochumson

hlaut andsvarsseðilinn. Hann sagði það sem hann

hefði sheð fegurst á þessu ári væri æfi Ingimanns



Bls. 5 (Lbs 487_4to, 0014r)


og H.C Andersen sem hann hefði fjeð og lesið á

þessu ári nýlega. lýsti hann með nokkrum orðum hinni andlegu stefnu

og skáldskap þeirra. Þessir menn hefði báðir skrifað

svo meistaralega, og þetta væri ný vísindagrein sem

ætti að verða almenn og skoraði hann á fjelagsmenn

að þeir rituðu æfisögur sínar þegar þeir væri orðnir væri

fimmtugir og það ætlaði hann líka sjálfur að gjöra ef

hann næði þeim aldri.

Það var viðtekið á fundinum að fá Jón Borgfirðing

til að bera fundarblað milli fundarmanna degi fyrr en

fundir byrjuðu gegn 16 skild. borgun.

Á næsta findi talar Sveinn Skúlason um kvennamenn/átmenn

og drykkjumenn og svo upplestur.

Fundi slitið

H.E.Helgesen ÁGíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar