Fundur 1.nóv., 1866

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0019v)


Hinn 1 Nóvember var fundur haldinn í Kvöld-

fjelaginu. Verzlunarmaður Torfi Magnússon, sem

á fyrra fundi var stungið upp á að bjóða í fjelag-

ið, og eptir að hann hafði heyrt lesin lög þess



Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0020r)


gekk hann í það og undirskrifaði lög þess.

Matth. Jochumsson sem tekið hafði að sjer að

tala um mirkfælni í kvöld var ekki mættur. Var því

dregnir seðlar (auðir) og ritað á einn "Hvort er betra að

vera skapbráður og sáttgjarn eða stilltur og lángrækinn".

Varð Sveinn Skúlason fyrir því að draga spurningu þessa

og hjelt um hanan kapitula, og útlistaði hana svo sann-

færandi að enginn tók til máls nema forseti sem varð

frummælanda að miklu leiti samdóma. Þarnæst voru aptur

dregnir seðlar og varð Torfi Magnússon fyrir þeirri spurningu

Hver er munur á Pjetri og Páli. Um það urðu irna dá-

litlar umræður. Því næst fjekk Kristján Jónsson það

spursmál. Hver var hornóttastur af þeim þremur herrum:

andskotinn, Jupiter og Alexander Magnús. Um þetta

urðu nokkrar allfróðlegar umræður. Þvínæst hlaut

Sveinbjörn Sveinbjörnsson spursmál um: Hvað kæmi til

að geographarnir eigi væri sammála um flararmál jarðar-

innar svo að sumar geographiar teldi það 9261000 □ mílur

og sumar 9282000 □ mílur og sumar þar á milli, og þó ber

öllum nokkurnveginn saman um lengd þvermála jarðarinnar

Um þetta varð nokkurt veginn umtal og varð Haldor Guð



Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0020v)


mundsson þar drjugorðastur og froðlegastur

Því næst var fundi slitið

Lárus. JBlöndal. ÁGíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar