Fundur 1.nóv., 1862

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 21:13 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 21:13 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti:


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0041v)


Ár 1862 1. nóv. var settur og haldinn fundur í fjelaginu;

14 fjelagar voru mættir í fyndarbyrjun, en forföll höfðu þessir

skrifari Arni Gíslason, Jónas Guðmundsson, Gísli Magnússon, Matthías

Jochumsson og Sigurður málari.

Forseti gat um, að ekki hefði sjer borist neitt það málefni,

sem hann hefði að tilkynna fundinum í þetta skipti, og að ekki væri

hin nýju lög enn fullkomnuð sakir annríkis nefndarinnar og las-

leika sumra nefndarmanna.

Sektarfríir voru álitnir Arni skrifari Gíslason, Gísli Magnus

son og Matthías Jochumsson, en Jonas var dæmdur í 16 ? sekt,

og Sigurður til að borga 32 ?, ef hann ekki mætir fyrir kl. 9, sem

ekki varð. Gjaldkeri spurðist fyrir um, hvort ekki stæði nefnd sú, er

kosin varí fyrra vetur, 22. febr. til að annast um undirbúning þjóð

legra grímudansleika; stoð nefndin að vísu, en hafði ekkert gjört;

var þá talað um að nefndin skyldi framvegis standa, en

maður skyldi kosinn í hana í stað E. Magnússonar, sem nú er

erlendis; forseti ljét þá ganga til atkvæðis um, hvort nokku

ur áhugi væri á þessu máli, en það varð þá ekki, og

nefndin var þá af tekin.

Síðan var rætt um, að útvega æfisögu Sigurðar heitins Breið-

fjörð, og var samþykkt, að fjelagar skyldu með þeim ráðum,

sem hentugast sýndust, útvega verða sjer út um æfisögu

Sigurðar, með þeim hætti að spyrja þá menn, er þekktuBls. 2 (Lbs 486_4to, 0042r)


Sigurð heitinn Breiðfjörð, og nú lifa.

Þar næst stakk Hallgrímur Sveinsson uppá, að síra Markúsi

Gíslasyni, aðstoðarpresti að Stafholti, skyldi verða skrifað

í fjelagsins nafni, að honum sakir ófyrirgefanlegs malæðis

um fjelagið og ódrenglyndis skyldi verða synjað um að

vera skriflegur fjelagslimur, eins og hann munnlega mælt

ist til í vor. Þessu var gefinn rómur, með því annar

fjelagslimur styrkti sögu uppástungumannsins, en fleiri

höfðu heyrt ávani um það. Var þá ályktað, að forseti skyldi

skrifa síra Markúsi, og segja honum upp öllum fjelagsskap,

en lesa fjelaginu brjefið, áður sent verður.

Þessa næst var því hreift, að fjelagið skyldi bráðum fara

að opinbera sig, en þeim umræðum var skotið á frest.

Fundi slitið

H.E.Helgason Páll Sigurðsson  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar