Fundur 11.apr., 1864

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 22:06 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 22:06 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0062v)


Manudaginn 11. apríl var fundir haldinn í Kvöld-

fjélaginu og gjörðist það þar fyrst, að forseti las

upp brjéf er hann hafði samið til fjarverandi

fjelaga, og gjörði þeim þar grein fyrir aðgjörðumBls. 2 (Lbs 486_4to, 0063r)


fjélagsins í vetur, og bar síðan þessa skýrslu

sína undir fjelagsmenn, hvort eigi væri hú rjett,

og samþykktu það, þeir er viðstaddir voru. Síðan

tók Kristján Jónsson til máls um mansöngs-

menn í fornöld, og vildi hann sýna, að þó að

ýmislegt misjafnt komi fram í hegðan þeirra

og kvæðum, þá hafi þau þó stuðlað til að efla fegra

tilfinningu manna fyrir ástum kvenna

Jón Þorkelsson tók þvínæst til máls og tók fram ýms einkenni

hinna fornu mansöngsskálda t.a.m Komaks Hallfreðar

Þormóðra Bjarnar Hítdælakappa og Gunnlögs Ormstungu og

Skulda Rafns, (Haraldar Sigurðssonar, Magnusar Berfætta)

Gils (eða Gísls) Jökuls (er fjell 1230) en fegurst væri þó ást-

ar kvæðin í Sæmundar Eddu og fegurst allra Helgakviða Hund

ingsbana, en lítilsvirði væri kvæði hinna ofantöldu skálda móti

þessum Eddukvæðum, Matthias Jochumson tók því næst

til máls og var á sama máli og Jón Þorkelsson og tók fram

ástakvæði Rögnvaldar Mærajalls og bana vísu Gísla Súrssonar og

fleyri og hvað hann ástafjörið skína út kvæðum hinna

fornu mansöngsskálda_ Sagði hann einnig að menn hefðiBls. 3 (Lbs 486_4to, 0063v)


þeim það að þakka að þeir hefði mildað hugi þjóðarinnar

og aukið hreysti og fegurðartilfinningu. Eyjólfur Jónsson

tók og til máls og fór því fram, að í siðferðislegu tilliti

gjörðu mansongvar ekkert að verkum nema ef það væri að

herð hinn spillta, og sýna hinum óspillta hvað hann yrði

fælast. Kristján Jónsson og Matthías Jochumsson tóku

svo aptur til máls og hjeldu fram að mansöngsskáldin hefði

aukið fegurð og hreysti. A næsta fundi ræðir Matthias Joch-

umsson um hvaða breytingar íslenzkur kveðskapur hefði tekið

frá því um 1800. Andmælendur Sv. Skúlason og Gísli Magn-

ússon.

Gísli Magnússon stakk upp á því að lesið væri upp

á fundum ýmislegt skemtilegt eða fróðlegt sem menn ætti

og bauðst til að lesa upp Pólýkarpusar sögu og Veðrahjálm

og svo ýmislegt er hann ætti fleyra framvegis. Loksins var akveðið að bjóða í fje-

lagið Halldori Melsteð Einari Þorðarsyni og Fritz Zuethen.

Síðan var fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar