Fundur 12.apr., 1866

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0016v)


Ár 1866, þann 12 April fundur haldinn í fjelaginu

Jón Hjaltalín talaði þáum hví mönnum hætti við að

lofa fyrri aldirnar en gjöra lítið úr sinni öld

Egi eru það nema nokkrir sem hættir við þessi, en

þap eru þeir sem eru óánægðir og vanþakklátir við

alt sjálfa sig og aðra og eru optast ónýtustu mennirnir

á sinni öld. I öðru lagi er það af því að menn finna



Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0017r)


sárast til ókosta sinnar aldar, en gæta minna að ann-

mörkum hinna liðnu alda. I þriðja lagi af öfund við

samtíða menn sína sem þeir haldi kasti skugga á sig

en láta fremur fyrri aldirnar njóta sannmælis. -

Matth. Jochumsson Menn þekkja best sína öld með agnúm

þeim sem á henni er, en þekkja ekki annað en hið fagra

í fornöldinni gegnum sögurnar. Endur minnningin geymir

hið fagra en gleyma því þrautmikla sem liðið er.

Forseti. Það eru opt mestu atorku mennirnir sem

lasta sína öld en lofa fornöldina vegna þess þeir

finna að þeim hefði verið hentara að lifa á þeim

tíma því þá hefði þeir komið meiru fram.

Sigurður Málari.- Að menn lasta sína öld að menn

kemur af því að menn ekki skilja sína öld og sjá ekki

sjá afleiðingarnar af því sem fram er að fara. Sumir eru

það sem ekki hafa hvatir til að lofa meir fornöldina

en fyrir sumir hefði til þess sterkustu ástæður t.a.m.

Grikkir Rómverjar og Islendíngar. Fleyra var rætt um þetta mál.

Á næsta fundi, fundar efni:

H.E.Helgesen.

Fundi slitið

Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar