Fundur 14.des., 1863

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 21:54 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 21:54 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, XXX)


Ár 1863, 14 desember var fundur haldinn í Kvöldfélaginu

voru 14 félagsmenn á fundi.

1. Flutti Kristján Jónsson félaginu kvæði er hann hafði útlagt

úr Frithjofssögu eptir Esyas Tegner Sæla Friðþjófs.Bls. 2 (Lbs 486_4to, XXX)


2. Flutti Matthias Jochumsson félaginu 2 útlögð kvæði er hann

hafði lagt út úr Frithjófssögu "Björn og Friðþjófur" og

"Víkingabálk" Þakkaði forseti höfundunum (Kristjáni og Matthíasi)

fyrir útleggingar þessar, er þóttu mikið fallegar.

3. Hjelt Matthias Jockumsson kappræðu um kosti og lesti leik-

ritsins "Hákon jarl" eptir Oslenschlæger. Andmælendur voru

Sv. Skúlason og Gísli Magnússon. Hrósaði frummælandi leikritinu

í mörgu tilliti, en andmælendur hallmæltu því aptur í mörgu

og sömuleiðis Sigurður málari þar eð sjer ekki þætti vera í

því neinn norrænn andi. Varð sú niðurstaðan að margt

væri fallegt í leikritinu, en á því væri þó margir ókostir.

Ákveðið var, að á næsta fundi skyldi rætt um "Hví læknum

væri hollara til kvenna en Guðfræðingum." Þar eð ekki vannst

tími til að ræða það á þessum fundi, og síðan heldur Jón

Hjaltalín kappræðu um "hví skáld sjeu opt kvennholl og drykk-

feld Andmælendur Kr. Jonsson Matth Jochumsson

Og til vara var ákveðið að Kristjan Jonsson haldi kappræðu

um hverjir voru mestir kvennskorungar í fornöld. Andmælendur

Gísli Magnusson og Sig. Guðmundsson

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar