Fundur 16.jan., 1863

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Umræðuefni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0045v)


Ár 1863, 16 janúar var fundur haldinn í kvöldfélaginu

voru allir félagsmenn mættir nema Jonas Jonassen og Chr Zimsen.

1 Voru lesin upp lög félagsins fyrir skólakennara Halldóri

Guðmundssyni og std theol Eggert Sigfussyni sem ákveðið

hafði verið á fundi 3. janúar að bjóða í félagið, og skrifuðu

þeir að því búnu undir lög félagsins.

2. Mattías Jochumsson las upp kvæði útlagt úr Frithiófssögu eptir Tegner er hann

gaf félaginu. Kvæðið er Frithjófs Frestelsev. "Våren kommer, jåglen krettrar" etc.



Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0046r)


3. Hjelt stud. thol. Jón Hjaltalín kappræðu um fæðing og upp-

vöxt ástarinnar eins og ákveðið var á síðasta fundi og and-

mæltu þeir Matthías Jokkymsson og Þorsteinn Jonsson

ræðum hans.

4. Las Matthías útlagt kvæði er hann hafði snúið eptir Tómas Moore og gaf félaginu

og er upphaf að kvæði þessu: "Ó forna stund" ext

5. Var ákveðið að Sigurður málari á næsta fundi hjeldi ræður um hvað gjöra skyldi

til minníngar um Ingólf Arnarson og Islands bygging þegar 1000

ar eru liðin frá því að hann tók sjer bólfestu í Reykjavík

og skyldi J Þorkelsson og Jón Árnason andmæla hönum.

Sömuleiðis skyldi Sv Skúlason halda ræður um að Gissur

jart hefði verið hyggnastur og þjóðhofllastur höfðingi

sinnar tíðar og skyldi Jón Þorkelsson og G Magnusson vera andmælendur.

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tenglar