Fundur 18.nóv., 1869

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti

Bls. 1 (Lbs 487 4to, 0074v)

Kveldfjelagsins 9da ár,

1869-1870.


Kveldfundur haldinn 18. Nov. þá fóru

fram kosningar embættismanna fyrir fjelagið og var

kosinn forseti Helgi E Helgesen fjehirði O Finsen

Skrifari Árni Gíslason. Varforseti Eiríkur Briem

varafjehirðir Haldór Guðmundsson og varaskrifari

Kristján Eldjárn Þórarinsson.

Því næst hjelt forseti ræðu sem venja er

til, og þakkaði fjelaginu fyrir traust það sem

það hefði á sjer, lýsti undanförnu lífi þess og

óskaði því góðra daga framvegis.

Þá var og stungið uppá og samþykkt að bjóða inn

í fjelagið lærisveinum prestaskólans og læknaskólans

cand. júris Skúla Magnnússyni Jóni Ólafssyni

og gullsmið Sigurði Vigfússyni.


Bls. 2 (Lbs 487 4to, 0075r)

Á næsta fundi verður fundarefni að taka á móti nýum

fjelögum kjósa nefnd til að undirbúa fundaspursmál

fyrir þetta ár, og síðan hvað sem andinn blæs monnum

í bjóst - Þetta kvöld var eigi fleyra aðhafst og var því

fundi slitið Árni Gíslason









  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur, olga (Wiki)
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar