Fundur 19.nóv.,1868

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 19. janúar 2015 kl. 11:37 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2015 kl. 11:37 eftir Olga (spjall | framlög) (19.nóv.,1868 færð á Fundur 19.nóv.,1868)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 55r)

Áttunda ár

kvöldfjelagsins

í Reykjavík

1. Kveldfundur. -

Hinn fyrrverandi fjelagsins hjelt dálítinn

kapitula og taldi fram ýmsar orsakir til þess að fundir

hefði dregist til þessa tíma, en vonaði þó, að þótt

fáir væri mættir, að menn vildi halda fjelagsskap

þessum framvegis og bað því fyrst að menn gengi

til atkvæða til að kjósa embættis menn fjelagsins

og var þá fyrst kosinn til forseta Barnaskólakenn-

ari, H Helgesen með 6 atkvæðum (af 8.) Til skrifara

cand. Jón Bjarnason með 4, til fjehirðis O. Finsen i einu

hljóði.

Til varaforseta var kosinn Cand. Eirikur Briem

-"- Skrifara -"- lögreglu þjónn Á. Gíslason

-"- fjehirðis -"- skólakennari Haldór Guðmundsson

Óli Finsen fjehirðir skýrði frá reikningum og fjár

hag fjelagsins. Atti það nú samtals 169r 3v 11i þar af

eru 9 rdl útistandandi í ógreiddum tillögum fjelagsmanna

Stungið var uppá að bjóða í fjelagið: bókbindara Bryn-

jólfi Oddssyni, landfogetaskrifara Pjetri JónarssyniBls. 2 (Lbs 487_4to, 55v)


prestaskólalærisveinarnir Þorvaldi Jónssyni og Jóni

Einari Jónassyni og Stud. Med. Jacob Pálssyni.

Næstkomandi fimtudag var ákveðið að fundur yrði aptur haldinn

og til þess tíma var öllum áríðandi málefnum fjelagsins

frestað. Fundi slitið

H.E.Helgesen Á.Gíslason


  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar