Fundur 19.okt., 1861

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 4. janúar 2013 kl. 16:42 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. janúar 2013 kl. 16:42 eftir Olga (spjall | framlög) (→‎Texti:)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti:


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0024r)


Ar 1861, laugardaginn hinn 19. Okt. kl. 8. e.m. var fundur

haldinn í félaginu, voru allir á fundi nema L.A. Knudsen, sem

tjáði sig skriflega fjærverandi; var hann álitinn 1 vs

sekur, og sömuleiðis O. Finsen, sem ekki hafði gætt lag-

anna í að afsaka sig eptir ákvörðuninni í §6. 2v

Voru fyrst lesin upp 4 kvæði.

1. Þýðing af kvæði eptir Bjerregaard, sem heitir

"Frihedens Hjem", eptir Skrifara.

2. Þýðing á kvæði Oehlenrohlæger "Naar Mörach

slukker Aftenröden"










Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0024v)


3. Þýðing á kvæði Runebergs er heitir Barndoms-

minnen, bæði eptir vara gjaldkera.

4. Frumkveðið kvæði út af ræðu postula

Páls í Athenuborg eptir Matthías Jochum-

son

5. Var lesin upp útdráttur af og byrjun af

ferðasögu yfir Island sumarið 1861 eptir

sama höfund

Rit þessi voru færð inn á ritgjörðalista

félagsins, merkt № 13-16.

6. Voru rædd spursmál á seðlum;

7. Var rædd uppástúnga O. Finsens um að verða

skriflegur meðlimur felagsins hér í bænum

og var hún feld með 16 atkvæðum að með

reiknuðu atkvæði uppástúngu manns

sjálfs.

Síðan var eptir ýmsar umræður,










Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0025r)


sem forseti ákvað að ekki skyldi bókast,

Fundi slitið

H.E.Helgesen E. Magnússon


















  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar