Fundur 23.mar., 1865

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:00 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:00 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0096r)


23. Marz 1864 var fundur haldinn í Kvöldfjelaginu og var

þá haldin kappræða um kvað með því mætti að hafa al-

þingi Islendinga í Reykjavík Tók frummælandi Sv. Sku-

lason þá fyrst til máls. Syndi hann fyrst mismun

alþingis nú og hins forna alþingis nú er dómsvaldið tekið

frá þingum og þingið að eins raðgjafaþing danastjornar.

Um þetta mál skrifaði fyrst Baldr. Einarsson svo Tomas

Sæmundsson og Jón Sigurðsson. - Þykir ei sú astæða að

að Centralisation stjornarvaldsins she bezt e þykir hitt mæla

meir með Reykjavík að þar er hægra fyrir þingmenn

en annarsstaðar að ná í þau hjálparmeðul og söfn

sem menn þurfa. Margar upplýsingar þurfa þingmenn

hjá ymsum embættismönnum út skjölum þeirra, sem

ómögulegt er á Þingv. Ennfremur er prentverkið hjer -

Það er sparnaður að þingið er í Rvík því prentsmiðjan

hjálpar og flytir svo mikið fyrir þingstörfum en á

Þingv er varla mogulegt að hafa prentverk. Innblastr

af Þingvöllum er skaðlegur en ei veruleg astæða með Þingv.

Sollur gæti verið eins mikill á Þingvöllum og í Reykjavík

Líklegt væri er að færri mundu koma og hlusta á þingið

á þingv en í Reykjavík því færri eiga leið um þann

tíma til Þingvalla en til Reykjavík. Peninga mundu

menn litla spara við að hafa þingið á Þingvöllum ef þing-

menn ættu ekki að vera þar eins og huskar. -

P.Melsteð er að höfuðefninu samdóma Sv.Skúlasyni; en villBls. 2 (Lbs 486_4to, 0096v)


þó mótlmæla. - Þó þingið sje raðgjafaþing nú er það von manna

að það verði löggjafaþing og þá er það orðið líkl því sem var í

fornöld og sjer ei að það sje nein ástæða móti Þingv. þó þingið

ei sje einn orðið eins og það var í fornöld. - Augnamið þingsins

verðr að vera að verða augasteinn landsins; vill setja þingið

þar sem flestir menn á landi vilja að þingið sje. - Vill að

menn respecteri fina almennu tilfinningu þing fyrir þing-

staðnum. Að bera sig saman við embættismenn í Rvík ber sjaldan

að og auk þessa eru margir embættismenn á þingi sem taka

sinn lærdóm með sjer. Embættismennirnir í Rvík sem á þingi

eru þyrftu ekki að tvískipta kröptum sínum. Alþingisbóka

safnið yrði altaf. á Þingvöllum; menn þurfa ekki að fara í svo

margar bækur. -

Þvínæst tok Sv. Skulason aptur til máls og syndi

fram á að áhugi á því hjá þjóðinni hefði eigi lýst sjer

ennþá þann dag í dag.

Páll Blondal tók þvínæst fram að í Norðanfara

væri enn sem hvetti menn til þess að senda bænaskra til

þings um að halda þingið annaðhvort ár á Akureyri. -

Þvinæst tok Gunnar Gunnarsson til máls og

var á sama máli og frummælandi

Þorkell Bjarnason tók fram og að völd þjóðar-

innar opt gæti verið skökk og því ættu menn ekki að fara

eptir því heldur því sem bestu menn álitu bezt og hentast.

Sigurður málari gat þess að þegar hann hefði verið

á Þingvallafundi þá hefði enginn spurt sig um neitt á Þing-

velli og syndi það ei mikinn áhuga á staðnum. Soll hafði

hann sjeð þar og nóg öl; nú væri þingið ekki annað en 1/2 lág-Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0097r)


rjettan forna. - SV Skúlason lauk umræðunni með nokkrum

orðum. Matthías Jochumsson las upp kvæði um Luther

Til næsta fundar var ákveðið að hafa leikrit eptir Shakespeare

og um hreinlyndið. - Til voru um böðin.

Fundi slitið

HEHelgesen  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar