Fundur 23.nóv., 1865

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0105v)


Ár 1865, 23 Nov. var fundur haldinn í fjelaginu. Lárus

Blöndal Cand. juris var mættur og gekk í fjelagið.

Vakti forseti þá máls útgáfu útleggingar Frithiofs Sögu

Urðu um það margar umræður og varð það með 1. samþykkt með

11 atkvæðum gegn einu að Matthias Jokkumsson sje lánaðir

50 rdl. af sjóði fjelagsins rentalaust geng því að hann láti fjelagið fá

125 exx af bókin kosti 3v eða eptir því hlutfalli 2°. var

samþykkt með 10 atkv. geng 1 að þýðandinn og fjelagið seldi hjer

í sameiningu hjer bókina hjer í bænum og skipti síðan með sjer

andvirðinu. - Hafði þýðandinn boðið fram þessi síðar

nefndu kjör



Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0106r)


Því næst var tekið til umræðu uppástunga Jóns

Borgfjörðs um að fjelagið gæfi út blað. Eptir nokkrar

umræður með atkv var fellt að nefnd væri kosin í þessu máli

sökum þess að fjelagið ekki hefði fje til slíkra starfa

Fleyra varð ekki rætt á þessum fundi, og verður á næsta fundi

rætt um Reykjavíkurlífið og biskupa Islands

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar